Ye biðst afsökunar á gyðingaandúð á hebresku Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. desember 2023 15:36 Ummæli Ye urðu til þess að hann var bannaður á samfélagsmiðlunum X og Instagram um stund. Getty/Jacopo M. Raule Umdeildi rapparinn og fatahönnuðurinn Ye, áður Kanye West, hefur beðið gyðingasamfélagið afsökunar vegna hatursfullra ummæla sem hann hefur síðastliðið ár látið falla um gyðinga. Hann segist nú vonast eftir fyrirgefningu og sjá eftir ummælum sínum. Ye var vísað á dyr á samfélagsmiðlinum X, þá Twitter, og á Instagram í október í fyrra eftir að hann birti færslur sem hvöttu til ofbeldis gegn gyðingum. Í kjölfarið sagðist hann ekki geta verið gyðingahatari því hann sé svartur. Skömmu síðar klæddist hann bol með áletruninni „White Lives Matter“ á tískusýningu í París, sem svar við slagorðinu „Black Lives Matter“ sem notað er í réttindabaráttu svarts fólks um heim allan. „Það er margt sem ég elska við Hitler“ Í kjölfarið sleit þýski fataframleiðandinn Adidas samningi sínum við rapparann. Í samstarfi við merkið hafði Kanye gefið út strigaskóna Yeezy, sem nutu vinsælda tískuáhugamanna á sínum tíma. Þá slitu tveir íþróttamenn samstarfi sínu við Donda, markaðsstofu Ye, vegna ummæla hans. Í sama mánuði hafði CNN eftir heimildarmönnum sínum sem stóðu eitt sinn nærri Ye að hann hafi lengi verið heillaður af Adolf Hiter og hann hafi langað að nefna plötu sína eftir nasistaforingjanum. Rúmum mánuði eftir að rapparanum var hleypt á X á nýjan leik var hann aftur bannaður eftir að hafa deilt mynd af Davíðsstjörnunni og hakakrossinum blönduðum saman. Í sömu viku kom Ye fram í þættinum InfoWars og má segja að hann hafi farið fögrum orðum um Hitler í viðtalinu. „Allar manneskjur hafa eitthvað mikilsvert fram að færa, ekki síst Hitler,“ og „Það er margt sem ég elska við Hitler. Margt,“ voru meðal þeirra orða sem hann lét falla í viðtalinu. Segist vilja bæta sig Í mars greindi Kanye síðan frá því á Instagram að hann hataði ekki lengur gyðinga vegna frammistöðu leikarans Jonah Hill í bíómyndinni 22 Jump Street sem kom út árið 2012. Fyrr í dag birti rapparinn færslu á Instagram þar sem hann sagðist sjá eftir gjörðum sínum. „Ég bið gyðingasamfélagið innilegrar afsökunar á hvers kyns óviljandi útúrsnúningum sem orðið hafa vegna orða eða gjörða minna. Það var ekki ætlunin að að særa eða vanvirða og ég sé innilega eftir öllum þeim sársauka sem ég kann að hafa valdið. “ „Ég er staðráðinn í að byrja á sjálfum mér og að læra á þessari reynslu til þess að tryggja næmni og skilning í framtíðinni. Fyrirgefning ykkar er mér mikilvæg, og ég er staðráðinn í að bæta mig og stuðla að samstöðu,“ segir í færslu Kanye. Færslu Ye má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Ye (@kanyewest) Mál Kanye West Trúmál Bandaríkin Hollywood Tónlist Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Sjá meira
Ye var vísað á dyr á samfélagsmiðlinum X, þá Twitter, og á Instagram í október í fyrra eftir að hann birti færslur sem hvöttu til ofbeldis gegn gyðingum. Í kjölfarið sagðist hann ekki geta verið gyðingahatari því hann sé svartur. Skömmu síðar klæddist hann bol með áletruninni „White Lives Matter“ á tískusýningu í París, sem svar við slagorðinu „Black Lives Matter“ sem notað er í réttindabaráttu svarts fólks um heim allan. „Það er margt sem ég elska við Hitler“ Í kjölfarið sleit þýski fataframleiðandinn Adidas samningi sínum við rapparann. Í samstarfi við merkið hafði Kanye gefið út strigaskóna Yeezy, sem nutu vinsælda tískuáhugamanna á sínum tíma. Þá slitu tveir íþróttamenn samstarfi sínu við Donda, markaðsstofu Ye, vegna ummæla hans. Í sama mánuði hafði CNN eftir heimildarmönnum sínum sem stóðu eitt sinn nærri Ye að hann hafi lengi verið heillaður af Adolf Hiter og hann hafi langað að nefna plötu sína eftir nasistaforingjanum. Rúmum mánuði eftir að rapparanum var hleypt á X á nýjan leik var hann aftur bannaður eftir að hafa deilt mynd af Davíðsstjörnunni og hakakrossinum blönduðum saman. Í sömu viku kom Ye fram í þættinum InfoWars og má segja að hann hafi farið fögrum orðum um Hitler í viðtalinu. „Allar manneskjur hafa eitthvað mikilsvert fram að færa, ekki síst Hitler,“ og „Það er margt sem ég elska við Hitler. Margt,“ voru meðal þeirra orða sem hann lét falla í viðtalinu. Segist vilja bæta sig Í mars greindi Kanye síðan frá því á Instagram að hann hataði ekki lengur gyðinga vegna frammistöðu leikarans Jonah Hill í bíómyndinni 22 Jump Street sem kom út árið 2012. Fyrr í dag birti rapparinn færslu á Instagram þar sem hann sagðist sjá eftir gjörðum sínum. „Ég bið gyðingasamfélagið innilegrar afsökunar á hvers kyns óviljandi útúrsnúningum sem orðið hafa vegna orða eða gjörða minna. Það var ekki ætlunin að að særa eða vanvirða og ég sé innilega eftir öllum þeim sársauka sem ég kann að hafa valdið. “ „Ég er staðráðinn í að byrja á sjálfum mér og að læra á þessari reynslu til þess að tryggja næmni og skilning í framtíðinni. Fyrirgefning ykkar er mér mikilvæg, og ég er staðráðinn í að bæta mig og stuðla að samstöðu,“ segir í færslu Kanye. Færslu Ye má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Ye (@kanyewest)
Mál Kanye West Trúmál Bandaríkin Hollywood Tónlist Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Sjá meira