Þolimæði stjórnvalda að þrotum komin Heimir Már Pétursson skrifar 18. desember 2023 11:48 Sigurður Ingi Jóhannsson segir stjórnvöld ætlast til þess að deiluaðilar setjist nú þegar að samningaborði til að leysa deiluna. Vísir/Vilhelm Þolinmæði stjórnvalda gagnvart verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra er við það að bresta. Innviðaráðherra ætlast til að deiluaðilar setjist að samningaborðinu og leysi deiluna. Aðgerðir flugumferðarstjóra hafa nú þegar haft bein áhrif á ferðatilhögun hátt í þrjátíu þúsund farþega íslensku flugfélaganna. Þriðji verkfallsdagur flugumferðarstjóra sem sinna aðflugi að Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli hófst klukkan fjögur síðast liðna nótt og stóð til klukkan tíu í morgun. Íslensku flugfélögin höfðu gert ráðstafanir og seinkað bæði komum flugvéla frá norður Ameríku og brottförum til Evrópu. Aðgerðirnar hafa engu að síður töluverð áhrif á þúsundir farþega og á rekstur flugfélaganna. Ferðaáætlanir hátt í 30 þúsund farþega íslensku flugfélaganna hafa raskast í aðgerðum flugumferðarstjóra.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vonar að samningsaðilar geri sér grein fyrir að ábyrgð þeirra væri mikil. Kemur til greina að kalla þing saman fyrir jól til að leggja fram frumvarp um málið? „Það er vissulega margt til hérna í ráðuneytinu. Því miður er það svo að það eru bæði til frumvörp og lög frá gamalli tíð um aðgerðir flugumferðarstjóra. Við erum hins vegar ekki að semja nein lög. Við ætlumst hreinlega til að þessir aðilar setjist núna niður og klári þetta við þessar aðstæður. Láti þessu linna sem við höfum verið að horfa upp á núna í þrjú skipti,“ segir Sigurður Ingi. Ljóst er að innanríkisráðherra ætlar ekki að leggja fram frumvarp á deiluna í dag en flugumferðarstjórar hafa boðað sams konar aðgerðir á miðvikudag, fjórum dögum fyrir aðfangadag. Enginn samningafundur hefur aftur á móti verið boðaður í dag. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tjónið af þessum aðgerðum mikið, fyrir flugfélögin, ferðaþjónustuna í heild sinni og auðvitað farþegana. Ekki væri hægt að ganga að kröfum flugumferðarstjóra óbreyttum. Sigurður Ingi segist stjórnvöld fylgjast náið með stöðunni. Auðvitað hafi flugumferðarstjórar rétt á að sækja kjarabætur meðal annars með því að nýta verkfallsréttinn. En við núverandi aðstæður ætti að nýta hann sparlega, ekki hvað síst í ljósi þess að verið væri að ræða um heildarsamninga á almenna vinnumarkaðnum til langs tíma. Þriðju verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra fóru fram í morgun og trufluðu ferðaáætlanir þúsunda farþega. Sigurður Ingi Jóhannsson minnir á að til séu frumvörp og lög frá fyrri tíð vegna aðgerða flugumferðarstjóra. „Við verðum held ég að ætlast til þess að þessir aðilar axli þá ábyrgð sem þeir hafa. Sem er að semja um kaup og kjör. En við hjá stjórnvöldum verðum vissulega að fylgjast með og sjá hvernig það hefur áhrif á samfélagið allt. - Hver er tímaramminn, hvað er djúp á þolinmæði stjórnvalda? - Ég veit það ekki. En við erum alla vega á viðkvæmum tíma og það held ég að sé öllum ljóst,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Flugumferðarstjórar hafa ekki boðað frekari aðgerðir umfram þær sem fara að óbreyttu fram næsta miðvikudag. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fyrstu brottfarir klukkan ellefu Verkfallsaðgerðir Félags íslenskra flugumferðarstjóra héldu áfram í nótt þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í þriðja skiptið. Verkfallið hefur áhrif á alla umferð um Keflavíkurflugvöll og fjölda flugferða hefur verið frestað. 18. desember 2023 09:13 Líkur á að fólk komist ekki heim fyrir jól að aukast talsvert Forstjóri Icelandair segir að líkurnar á að farþegar komist ekki á sinn áfangastað fyrir jól aukist talsvert milli vikna í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra og sáttasemjara. Slæmt sé að vita til þess að fólk geti ekki einu sinni talað saman. 17. desember 2023 22:31 Pattstaða í samningaviðræðum og enginn veitir viðtal Vinnustöðvun flugumferðarstjóra hefst að óbreyttu í nótt. Deiluaðilar funduðu síðast á föstudaginn og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. 17. desember 2023 13:20 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Sjá meira
Þriðji verkfallsdagur flugumferðarstjóra sem sinna aðflugi að Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli hófst klukkan fjögur síðast liðna nótt og stóð til klukkan tíu í morgun. Íslensku flugfélögin höfðu gert ráðstafanir og seinkað bæði komum flugvéla frá norður Ameríku og brottförum til Evrópu. Aðgerðirnar hafa engu að síður töluverð áhrif á þúsundir farþega og á rekstur flugfélaganna. Ferðaáætlanir hátt í 30 þúsund farþega íslensku flugfélaganna hafa raskast í aðgerðum flugumferðarstjóra.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vonar að samningsaðilar geri sér grein fyrir að ábyrgð þeirra væri mikil. Kemur til greina að kalla þing saman fyrir jól til að leggja fram frumvarp um málið? „Það er vissulega margt til hérna í ráðuneytinu. Því miður er það svo að það eru bæði til frumvörp og lög frá gamalli tíð um aðgerðir flugumferðarstjóra. Við erum hins vegar ekki að semja nein lög. Við ætlumst hreinlega til að þessir aðilar setjist núna niður og klári þetta við þessar aðstæður. Láti þessu linna sem við höfum verið að horfa upp á núna í þrjú skipti,“ segir Sigurður Ingi. Ljóst er að innanríkisráðherra ætlar ekki að leggja fram frumvarp á deiluna í dag en flugumferðarstjórar hafa boðað sams konar aðgerðir á miðvikudag, fjórum dögum fyrir aðfangadag. Enginn samningafundur hefur aftur á móti verið boðaður í dag. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tjónið af þessum aðgerðum mikið, fyrir flugfélögin, ferðaþjónustuna í heild sinni og auðvitað farþegana. Ekki væri hægt að ganga að kröfum flugumferðarstjóra óbreyttum. Sigurður Ingi segist stjórnvöld fylgjast náið með stöðunni. Auðvitað hafi flugumferðarstjórar rétt á að sækja kjarabætur meðal annars með því að nýta verkfallsréttinn. En við núverandi aðstæður ætti að nýta hann sparlega, ekki hvað síst í ljósi þess að verið væri að ræða um heildarsamninga á almenna vinnumarkaðnum til langs tíma. Þriðju verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra fóru fram í morgun og trufluðu ferðaáætlanir þúsunda farþega. Sigurður Ingi Jóhannsson minnir á að til séu frumvörp og lög frá fyrri tíð vegna aðgerða flugumferðarstjóra. „Við verðum held ég að ætlast til þess að þessir aðilar axli þá ábyrgð sem þeir hafa. Sem er að semja um kaup og kjör. En við hjá stjórnvöldum verðum vissulega að fylgjast með og sjá hvernig það hefur áhrif á samfélagið allt. - Hver er tímaramminn, hvað er djúp á þolinmæði stjórnvalda? - Ég veit það ekki. En við erum alla vega á viðkvæmum tíma og það held ég að sé öllum ljóst,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Flugumferðarstjórar hafa ekki boðað frekari aðgerðir umfram þær sem fara að óbreyttu fram næsta miðvikudag.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fyrstu brottfarir klukkan ellefu Verkfallsaðgerðir Félags íslenskra flugumferðarstjóra héldu áfram í nótt þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í þriðja skiptið. Verkfallið hefur áhrif á alla umferð um Keflavíkurflugvöll og fjölda flugferða hefur verið frestað. 18. desember 2023 09:13 Líkur á að fólk komist ekki heim fyrir jól að aukast talsvert Forstjóri Icelandair segir að líkurnar á að farþegar komist ekki á sinn áfangastað fyrir jól aukist talsvert milli vikna í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra og sáttasemjara. Slæmt sé að vita til þess að fólk geti ekki einu sinni talað saman. 17. desember 2023 22:31 Pattstaða í samningaviðræðum og enginn veitir viðtal Vinnustöðvun flugumferðarstjóra hefst að óbreyttu í nótt. Deiluaðilar funduðu síðast á föstudaginn og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. 17. desember 2023 13:20 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Sjá meira
Fyrstu brottfarir klukkan ellefu Verkfallsaðgerðir Félags íslenskra flugumferðarstjóra héldu áfram í nótt þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í þriðja skiptið. Verkfallið hefur áhrif á alla umferð um Keflavíkurflugvöll og fjölda flugferða hefur verið frestað. 18. desember 2023 09:13
Líkur á að fólk komist ekki heim fyrir jól að aukast talsvert Forstjóri Icelandair segir að líkurnar á að farþegar komist ekki á sinn áfangastað fyrir jól aukist talsvert milli vikna í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra og sáttasemjara. Slæmt sé að vita til þess að fólk geti ekki einu sinni talað saman. 17. desember 2023 22:31
Pattstaða í samningaviðræðum og enginn veitir viðtal Vinnustöðvun flugumferðarstjóra hefst að óbreyttu í nótt. Deiluaðilar funduðu síðast á föstudaginn og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. 17. desember 2023 13:20