Undirstaða friðar og farsældar Bjarni Benediktsson skrifar 13. desember 2023 09:30 Um nýliðna helgi var því fagnað að 75 ár eru frá samþykkt mannréttindayfirlýsingarinnar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þeim sem upplifðu hörmungar heimsstyrjaldanna var efst í huga að þær myndu aldrei endurtaka sig, en úr inngangsorðum yfirlýsingarinnar má lesa að vanvirðing fyrir mannréttindum hafi í raun leitt til þeirra óhæfuverka sem við þekkjum frá fyrri tíð. Um þessar mundir, þegar ófriður geisar alltof víða, má hugsa sér að þarna hafi höfundarnir hitt naglann á höfuðið. Hvernig er hægt að fremja mörg grimmdarverk síðustu missera án þess að hafa tapað virðingu fyrir fólkinu hinum megin víglínunnar og réttindum þess? Nefna má miskunnarlaust innrásarstríð Rússa í Úkraínu, voðaverk þeirra í Bucha og illvirki Hamas-hryðjuverkasamtakanna 7. október. Að sama skapi er óbærilegt að fylgjast með linnulausum stríðsrekstri á Gaza, þar sem þúsundir barna og annarra saklausra borgara láta lífið. Börn kjósa ekki að taka þátt í stríði og það er óásættanlegt að þau gjaldi fyrir það með lífi sínu. Þótt Ísland eitt geti ekki stöðvað átök á fjarlægum slóðum látum við til okkar taka. Við höfum lýst yfir einörðum stuðningi við Úkraínu og baráttu þjóðarinnar gegn innrásarliðinu frá upphafi. Við tölum skýrt fyrir vopnahléi af mannúðarástæðum á Gaza ásamt óheftu aðgengi neyðaraðstoðar og undantekningalausri virðingu við alþjóðalög. Öll brot þar á fordæmum við, rétt eins og við fordæmdum hin hrottalegu hryðjuverk í október. Í orði og á borði Stuðningurinn er þó ekki aðeins í orði. Undanfarin misseri hafa Íslendingar lagt úkraínsku þjóðinni til umtalsverð fjárframlög, gefið færanlegt sjúkrahús, þjálfað Úkraínumenn í sprengjuleit og stutt við orkuöryggi í landinu. Það er til mikils að vinna að sýna þennan stuðning áfram í verki, því þörfin fer síst minnkandi. Ísland hefur sömuleiðis margfaldað stuðning við mannúðaraðstoð á Gaza síðustu vikur og við erum nú meðal hæstu framlagsríkja miðað við höfðatölu. Það eru grundvallarhagsmunir Íslands sem herlausrar þjóðar í stóru og gjöfulu landi að mannréttindi, alþjóðalög, landamæri og landhelgi séu virt. Þess vegna er það frumskylda okkar að vinna af heilum hug að framförum í þessum efnum á heimsvísu. Við erum stolt af árangrinum sem náðist á leiðtogafundi Evrópuráðsins í vor og í formennskutíð Íslands í ráðinu. Þar var lagður grunnur að tjónaskrá sem mun miklu skipta til að réttlæti nái fram að ganga að stríðinu í Úkraínu loknu. Við höfum líka sett mark okkar á störf mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna með störfum í þágu kvenna í Íran, baráttufólks fyrir mannréttindum í Sádí-Arabíu og gegn aftökum án dóms og laga í fíkniefnastríði Dutertes á Filippseyjum. Ísland sækist að nýju eftir sæti í mannréttindaráðinu að ári og þar ætlum við að halda áfram uppteknum hætti. Baráttan heldur áfram Við erum svo heppin að búa í samfélagi þar sem mannréttindi eru í hávegum höfð og jafnrétti meira en víðast hvar. Velsæld eykst enda mest þegar hvert og eitt okkar fær tækifæri til að leggja sitt af mörkum á eigin forsendum. Við þurfum þess vegna að hlúa áfram að mannréttindum heima fyrir á sama tíma og við miðlum reynslu okkar og sýn ytra. Hröð tækniþróun og upplýsingaóreiða skapa áskoranir í lýðræðislegri umræðu. Hatrömm barátta og afturför á sér víða stað þegar kemur að jafnrétti kynjanna og réttindum hinsegin fólks. Áfram mætti telja. Það er eilífðarverkefni að tala fyrir samstöðu um að virða alþjóðalög, mannúðarreglur og mannréttindi, sem leggja grunninn að þeim heimi sem við viljum búa í og hlúa að. Við skulum gæta þess að standa vörð um réttarríkið, frelsið og þau réttindi sem við höfum barist fyrir. Það var aldrei svo að þau væru sjálfsögð. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Greinin er hluti opnunarræðu sem flytja átti á viðburði Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í tilefni 75 ára afmælis mannréttindayfirlýsingar SÞ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mannréttindi Utanríkismál Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Um nýliðna helgi var því fagnað að 75 ár eru frá samþykkt mannréttindayfirlýsingarinnar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þeim sem upplifðu hörmungar heimsstyrjaldanna var efst í huga að þær myndu aldrei endurtaka sig, en úr inngangsorðum yfirlýsingarinnar má lesa að vanvirðing fyrir mannréttindum hafi í raun leitt til þeirra óhæfuverka sem við þekkjum frá fyrri tíð. Um þessar mundir, þegar ófriður geisar alltof víða, má hugsa sér að þarna hafi höfundarnir hitt naglann á höfuðið. Hvernig er hægt að fremja mörg grimmdarverk síðustu missera án þess að hafa tapað virðingu fyrir fólkinu hinum megin víglínunnar og réttindum þess? Nefna má miskunnarlaust innrásarstríð Rússa í Úkraínu, voðaverk þeirra í Bucha og illvirki Hamas-hryðjuverkasamtakanna 7. október. Að sama skapi er óbærilegt að fylgjast með linnulausum stríðsrekstri á Gaza, þar sem þúsundir barna og annarra saklausra borgara láta lífið. Börn kjósa ekki að taka þátt í stríði og það er óásættanlegt að þau gjaldi fyrir það með lífi sínu. Þótt Ísland eitt geti ekki stöðvað átök á fjarlægum slóðum látum við til okkar taka. Við höfum lýst yfir einörðum stuðningi við Úkraínu og baráttu þjóðarinnar gegn innrásarliðinu frá upphafi. Við tölum skýrt fyrir vopnahléi af mannúðarástæðum á Gaza ásamt óheftu aðgengi neyðaraðstoðar og undantekningalausri virðingu við alþjóðalög. Öll brot þar á fordæmum við, rétt eins og við fordæmdum hin hrottalegu hryðjuverk í október. Í orði og á borði Stuðningurinn er þó ekki aðeins í orði. Undanfarin misseri hafa Íslendingar lagt úkraínsku þjóðinni til umtalsverð fjárframlög, gefið færanlegt sjúkrahús, þjálfað Úkraínumenn í sprengjuleit og stutt við orkuöryggi í landinu. Það er til mikils að vinna að sýna þennan stuðning áfram í verki, því þörfin fer síst minnkandi. Ísland hefur sömuleiðis margfaldað stuðning við mannúðaraðstoð á Gaza síðustu vikur og við erum nú meðal hæstu framlagsríkja miðað við höfðatölu. Það eru grundvallarhagsmunir Íslands sem herlausrar þjóðar í stóru og gjöfulu landi að mannréttindi, alþjóðalög, landamæri og landhelgi séu virt. Þess vegna er það frumskylda okkar að vinna af heilum hug að framförum í þessum efnum á heimsvísu. Við erum stolt af árangrinum sem náðist á leiðtogafundi Evrópuráðsins í vor og í formennskutíð Íslands í ráðinu. Þar var lagður grunnur að tjónaskrá sem mun miklu skipta til að réttlæti nái fram að ganga að stríðinu í Úkraínu loknu. Við höfum líka sett mark okkar á störf mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna með störfum í þágu kvenna í Íran, baráttufólks fyrir mannréttindum í Sádí-Arabíu og gegn aftökum án dóms og laga í fíkniefnastríði Dutertes á Filippseyjum. Ísland sækist að nýju eftir sæti í mannréttindaráðinu að ári og þar ætlum við að halda áfram uppteknum hætti. Baráttan heldur áfram Við erum svo heppin að búa í samfélagi þar sem mannréttindi eru í hávegum höfð og jafnrétti meira en víðast hvar. Velsæld eykst enda mest þegar hvert og eitt okkar fær tækifæri til að leggja sitt af mörkum á eigin forsendum. Við þurfum þess vegna að hlúa áfram að mannréttindum heima fyrir á sama tíma og við miðlum reynslu okkar og sýn ytra. Hröð tækniþróun og upplýsingaóreiða skapa áskoranir í lýðræðislegri umræðu. Hatrömm barátta og afturför á sér víða stað þegar kemur að jafnrétti kynjanna og réttindum hinsegin fólks. Áfram mætti telja. Það er eilífðarverkefni að tala fyrir samstöðu um að virða alþjóðalög, mannúðarreglur og mannréttindi, sem leggja grunninn að þeim heimi sem við viljum búa í og hlúa að. Við skulum gæta þess að standa vörð um réttarríkið, frelsið og þau réttindi sem við höfum barist fyrir. Það var aldrei svo að þau væru sjálfsögð. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Greinin er hluti opnunarræðu sem flytja átti á viðburði Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í tilefni 75 ára afmælis mannréttindayfirlýsingar SÞ.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar