Ingibergur um handtöku Charisse Fairley: Lenti í einhverjum útistöðum síðasta sumar Andri Már Eggertsson skrifar 13. desember 2023 07:30 Ingibergur Þór Jónasson formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur og Eva Braslis. Vísir/Hulda Margrét Charisse Fairley, leikmaður Grindavíkur, var handtekin í Bandaríkjunum þann 2. nóvember síðastliðinn. Fairley hefur spilað síðustu fjóra leiki með Grindavík eftir handtökuna. Ingibergur Þ. Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, tjáði sig um málið í viðtali við Vísi. „Ég veit ekki almennilega hvað gerðist annað en það að hún sé komin hingað aftur og með leyfi til þess að spila. Hún er okkar stelpa þar sem hún er hugljúf og góð. Við stöndum með henni og þess vegna er hún komin aftur.“ Mál Fairley rataði í fréttirnar skömmu eftir að hún var handtekin en hvernig horfði það við stjórn Grindavíkur? „Enn þann dag í dag veit ég ekki ekki almennilega hvað gerðist og ég veit ekki alveg um hvað málið snýst. Auðvitað dauðbrá manni þar sem hún var á leiðinni í frí í landsleikjahléi deildarinnar þar sem hún fór með öðrum leikmanni erlendis og var handtekin.“ „Þú getur verið handtekinn fyrir hraðasekt í Bandaríkjunum. Ég held og vona að þetta hafi verið stormur í vatnsglasi og að hún sé komin til að vera.“ Þrátt fyrir að vita ekki allt um málið hafði Ingibergur ekki áhyggjur af því að Fairley væri að leyna einhverju frá Grindavík. „Ég veit að hún lenti í einhverjum í útistöðum síðasta sumar við einhverja manneskju. Ég hef í rauninni ekkert verið að draga upp úr henni hvað gerðist enda er það hlutverk þjálfarans frekar en mitt.“ Það verða ekki spilaðir fleiri leikir í Subway-deild kvenna á þessu ári. Leikmenn Grindavíkur eru því komnir í frí en Ingibergur hafði ekki áhyggjur af því að það yrðu eftirmálar af handtöku Fairley fari hún til Bandaríkjanna. „Nei, alls ekki. Annars hefði hún aldrei komið aftur. Það var skoðað hvort þetta mál væri ekki afgreitt svo hún væri ekki að fara á miðju tímabili eða á óheppilegum tíma fyrir liðið,“ sagði Ingibergur að lokum. UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira
Ingibergur Þ. Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, tjáði sig um málið í viðtali við Vísi. „Ég veit ekki almennilega hvað gerðist annað en það að hún sé komin hingað aftur og með leyfi til þess að spila. Hún er okkar stelpa þar sem hún er hugljúf og góð. Við stöndum með henni og þess vegna er hún komin aftur.“ Mál Fairley rataði í fréttirnar skömmu eftir að hún var handtekin en hvernig horfði það við stjórn Grindavíkur? „Enn þann dag í dag veit ég ekki ekki almennilega hvað gerðist og ég veit ekki alveg um hvað málið snýst. Auðvitað dauðbrá manni þar sem hún var á leiðinni í frí í landsleikjahléi deildarinnar þar sem hún fór með öðrum leikmanni erlendis og var handtekin.“ „Þú getur verið handtekinn fyrir hraðasekt í Bandaríkjunum. Ég held og vona að þetta hafi verið stormur í vatnsglasi og að hún sé komin til að vera.“ Þrátt fyrir að vita ekki allt um málið hafði Ingibergur ekki áhyggjur af því að Fairley væri að leyna einhverju frá Grindavík. „Ég veit að hún lenti í einhverjum í útistöðum síðasta sumar við einhverja manneskju. Ég hef í rauninni ekkert verið að draga upp úr henni hvað gerðist enda er það hlutverk þjálfarans frekar en mitt.“ Það verða ekki spilaðir fleiri leikir í Subway-deild kvenna á þessu ári. Leikmenn Grindavíkur eru því komnir í frí en Ingibergur hafði ekki áhyggjur af því að það yrðu eftirmálar af handtöku Fairley fari hún til Bandaríkjanna. „Nei, alls ekki. Annars hefði hún aldrei komið aftur. Það var skoðað hvort þetta mál væri ekki afgreitt svo hún væri ekki að fara á miðju tímabili eða á óheppilegum tíma fyrir liðið,“ sagði Ingibergur að lokum.
UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira