Sjálfboðavinna Afstöðu fyrir stjórnvöld Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 7. desember 2023 08:31 Fréttaflutningur af fangelsismálum hér á landi hefur sjaldan – ef nokkurn tíma - verið jákvæður og að undanförnu hefur keyrt um þverbak í fjölda neikvæðra frétta af málaflokknum. Ljóst er að velferðarmál fanga í íslenskum fangelsum eru í fullkomnum ólestri og stjórnvöld verða að hverfa af núverandi braut ef samfélaginu á ekki að standa frekari ógn af ástandinu. Afstaða hefur í nú næstum 19 ár, allt árinu 2005 barist fyrir hvers kyns aðstoð og vinnu fyrir fanga í þeim tilgangi að þeir öðlist tækifæri af lokinni afplánun, viðhaldi fjölskyldutengslum, skapi sér atvinnutækifæri, greiða sína skatta og skyldur og taki þátt í að byggja upp samfélagið en rífi það ekki niður. Samstarf við stjórnvöld hefur á umliðnum misserum verið til mikilla bóta en betur má ef duga skal. Félagið Afstaða hefur tekið miklum breytingum i áranna rás og verkefni að sama skapi vaxið gríðarlega að umfangi. Fangelsismálastofnun er fjársvelt og eingöngu til fjármagn þar fyrir tvö og hálft stöðugildi félagsráðgjafa. Þau stöðugildi eru vel mönnuð en duga engan veginn til að sinna velferðarskyldum stjórnvalda gagnvart hinum frelsissviptu skjólstæðingum sínum. Því hefur það komið í hlut Afstöðu á árinu 2023 að sinna mörgum af þeim félagslegu verkefnum sem unnin eru í fangelsum landsins og í eftirfylgni í frelsinu. Hjá Afstöðu starfa þrír félagsráðgjafar og hafa þeir ásamt ráðgjöfum félagsins og vettvangsteymi sinnt á fyrstu 9 mánuðum ársins rúmlega 1.200 verkefnum. Sú vinna hefur verið gjaldfrjáls og án aðstoðar eða aðkomu yfirvalda. Allt það fólk sem kemur að Afstöðu starfar í sjálfboðavinnu og sparnaður ríkisins vegna aðkomu Afstöðu hleypur á ansi mörgum tugum milljóna króna. Félagsráðgjafar Afstöðu starfa allir á sínu sviði í velferðarþjónustu sveitarfélaga. Vinna þeirra með föngum bætist við þeirra aðalstarf en hefur sannarlega komið mörgum til bjargar og samfélaginu um leið. Sú staðreynd að félagsráðgjafarnir vinna á vegum Afstöðu hefur skapað mikið traust og góður árangur náðst. Árangurinn bendir til þess að reynsla félagsins og einstök þekking á áhrifum innilokunar geri það að verkum að fangar sækist eftir allri ráðgjöf sem félagið hefur upp á að bjóða, á jafningjagrundvelli og út frá gagnkvæmu trausti sem annars staðar fæst ekki. Afstaða hefur í mörg ár bent á þá vankanta fangelsiskerfisins sem fjallað hefur verið að undanförnu, hvort sem það er í skýrslum Ríkisendurskoðunar, pyntingarnefndar Evrópuráðsins(CPT), úttekt Amnesty International, Umboðsmanni barna eða í álitum Umboðsmanns Alþingis. Stjórnvöld hafa ávallt skellt skollaeyrum við ábendingum Afstöðu en það geta þau ekki lengur. Til dæmis hafa stjórnvöld loksins viðurkennt það sem Afstaða hefur endurtekið haldið fram, þ.e. að endurkomutíðni i fangelsum landsins er hátt í þrisvar sinnum hærri en fullyrt hefur verið - og það á alþjóðavettvangi! Það er staðreynd að fyrstu níu mánuði ársins veitti Afstaða um 1.200 viðtöl til fanga, aðstandenda og annarra sem leituðu til félagsins og líklegt er að sú tala fari upp í um 1.500 við lok árs. Rúmlega helmingur þeirra sem leitað hafa til Afstöðu á árinu eru karlar og tæpur helmingur konur og önnur kyn, þegar aðstandendur eru teknir með í reikninginn en yfir 90% fanga eru karlar. Afstaða skorar á stjórnvöld almennt – og ekki síst sveitarfélög landsins – að kynna sér rækilega starfssvið félagsins og læra af henni í þeirri von um að snúa við þeirri þróun sem á sér stað í íslensku samfélagi. Við erum alltaf til í að koma með kynningu og fræða ykkar fagfólk með okkar sérfræðingum. Einn okkar helsti afbrotafræðingur lét hafa eftir sér fleyg orð á þá leið að engin þjóð hafi fleiri fanga en hún á skilið. Það er ljóst að einangrun, aðskilnaður og fátækt gerir ekkert okkar að betri manneskju. Gerum betur, bætum við fjármagni í fangelsismál og setjum Afstöðu á fjárlög. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Fréttaflutningur af fangelsismálum hér á landi hefur sjaldan – ef nokkurn tíma - verið jákvæður og að undanförnu hefur keyrt um þverbak í fjölda neikvæðra frétta af málaflokknum. Ljóst er að velferðarmál fanga í íslenskum fangelsum eru í fullkomnum ólestri og stjórnvöld verða að hverfa af núverandi braut ef samfélaginu á ekki að standa frekari ógn af ástandinu. Afstaða hefur í nú næstum 19 ár, allt árinu 2005 barist fyrir hvers kyns aðstoð og vinnu fyrir fanga í þeim tilgangi að þeir öðlist tækifæri af lokinni afplánun, viðhaldi fjölskyldutengslum, skapi sér atvinnutækifæri, greiða sína skatta og skyldur og taki þátt í að byggja upp samfélagið en rífi það ekki niður. Samstarf við stjórnvöld hefur á umliðnum misserum verið til mikilla bóta en betur má ef duga skal. Félagið Afstaða hefur tekið miklum breytingum i áranna rás og verkefni að sama skapi vaxið gríðarlega að umfangi. Fangelsismálastofnun er fjársvelt og eingöngu til fjármagn þar fyrir tvö og hálft stöðugildi félagsráðgjafa. Þau stöðugildi eru vel mönnuð en duga engan veginn til að sinna velferðarskyldum stjórnvalda gagnvart hinum frelsissviptu skjólstæðingum sínum. Því hefur það komið í hlut Afstöðu á árinu 2023 að sinna mörgum af þeim félagslegu verkefnum sem unnin eru í fangelsum landsins og í eftirfylgni í frelsinu. Hjá Afstöðu starfa þrír félagsráðgjafar og hafa þeir ásamt ráðgjöfum félagsins og vettvangsteymi sinnt á fyrstu 9 mánuðum ársins rúmlega 1.200 verkefnum. Sú vinna hefur verið gjaldfrjáls og án aðstoðar eða aðkomu yfirvalda. Allt það fólk sem kemur að Afstöðu starfar í sjálfboðavinnu og sparnaður ríkisins vegna aðkomu Afstöðu hleypur á ansi mörgum tugum milljóna króna. Félagsráðgjafar Afstöðu starfa allir á sínu sviði í velferðarþjónustu sveitarfélaga. Vinna þeirra með föngum bætist við þeirra aðalstarf en hefur sannarlega komið mörgum til bjargar og samfélaginu um leið. Sú staðreynd að félagsráðgjafarnir vinna á vegum Afstöðu hefur skapað mikið traust og góður árangur náðst. Árangurinn bendir til þess að reynsla félagsins og einstök þekking á áhrifum innilokunar geri það að verkum að fangar sækist eftir allri ráðgjöf sem félagið hefur upp á að bjóða, á jafningjagrundvelli og út frá gagnkvæmu trausti sem annars staðar fæst ekki. Afstaða hefur í mörg ár bent á þá vankanta fangelsiskerfisins sem fjallað hefur verið að undanförnu, hvort sem það er í skýrslum Ríkisendurskoðunar, pyntingarnefndar Evrópuráðsins(CPT), úttekt Amnesty International, Umboðsmanni barna eða í álitum Umboðsmanns Alþingis. Stjórnvöld hafa ávallt skellt skollaeyrum við ábendingum Afstöðu en það geta þau ekki lengur. Til dæmis hafa stjórnvöld loksins viðurkennt það sem Afstaða hefur endurtekið haldið fram, þ.e. að endurkomutíðni i fangelsum landsins er hátt í þrisvar sinnum hærri en fullyrt hefur verið - og það á alþjóðavettvangi! Það er staðreynd að fyrstu níu mánuði ársins veitti Afstaða um 1.200 viðtöl til fanga, aðstandenda og annarra sem leituðu til félagsins og líklegt er að sú tala fari upp í um 1.500 við lok árs. Rúmlega helmingur þeirra sem leitað hafa til Afstöðu á árinu eru karlar og tæpur helmingur konur og önnur kyn, þegar aðstandendur eru teknir með í reikninginn en yfir 90% fanga eru karlar. Afstaða skorar á stjórnvöld almennt – og ekki síst sveitarfélög landsins – að kynna sér rækilega starfssvið félagsins og læra af henni í þeirri von um að snúa við þeirri þróun sem á sér stað í íslensku samfélagi. Við erum alltaf til í að koma með kynningu og fræða ykkar fagfólk með okkar sérfræðingum. Einn okkar helsti afbrotafræðingur lét hafa eftir sér fleyg orð á þá leið að engin þjóð hafi fleiri fanga en hún á skilið. Það er ljóst að einangrun, aðskilnaður og fátækt gerir ekkert okkar að betri manneskju. Gerum betur, bætum við fjármagni í fangelsismál og setjum Afstöðu á fjárlög. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun