Tillögugerð um lagareglur, Réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 4. desember 2023 13:31 Tillögugerð mín í þessari grein um lagfæringar á nokkrum reglum dómsmálanna markast mikið af því að tekið verði upp betra skipulag í dómskerfinu, en þó einkum að hætt verði að halla á almenning í því og að þátttaka hans verði gerð auðveldari. Fari einstaklingur úr röðum almennings í mál við stóran aðila eða misindismann er hætt við því að hann standi höllum fæti. Sumir, sem eru vel inni í dómsmálunum, orða það þannig, að hann eigi ekki möguleika. Breyta þarf forræðisreglunni Hina svokölluðu forræðisreglu verður að endurskoða en samkvæmt henni stýra málinu fyrst og fremst málflytjendur, hvor fyrir sig. Takið eftir því: Hvor fyrir sig! Dómari grípur aðeins inn í við sérstakar aðstæður, til dæmis ef einhver angi máls hefur verið þæfður sem nemur mörgum mánuðum. Þetta þýðir í aðalatriðum að sá aðili þess ræður ferð sem vill ganga lengst í að gera það sem umfangsmest og þar með dýrast. Hann verður að minnsta kosti seint stöðvaður. Má þar minna á frekar nýlegar hótanir sterks aðila, samkvæmt fréttum, um dýrar málsóknir ef ekki væri farið eftir því sem hann vildi. Hér grasserar réttlæti hins sterka auk þess sem þessi stjórnunaraðferð getur leitt til einhverrar mestu óstjórnar sem ég hef séð á mínum starfsferli sem ráðgjafi stórra fyrirtækja um rekstur. Þekkir yfirleitt einhver til þess að aðilum með alls ólíka hagsmuni í því máli sem um ræðir, sé falið stjórn þess þar sem hver einstakur getur farið sínu fram óháð vilja hins eða hinna? Þegar framkvæma á svokallað mat á einhverju í dómsmáli (sérfræðingur á þröngu sérsviði fenginn til þess að gefa álit eða fella úrskurð) gengur forræðisreglan svo langt að dómarinn er ekki einu sinni inni í málinu heldur eiga málflytjendur að stýra því saman. Það leiðir til þess að sá sem sækir málið reynir að pota því áfram en hinn getur reynt að þvælast fyrir með öllum ráðum. Spurningin er bara hve mikið hugmyndaflug hann hefur til þess. Lýsingu á þessu er að finna í bókinni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi. Talandi um að forræðisreglan geti leitt til fordæmislausrar óstjórnar getur hún þarna beinlínis leitt til hryllings. Nálægð dómarans gerir þrátt fyrir allt svolítið gagn. Allt þetta má laga afgerandi með því að dómarinn sé sá sem hefur alla stjórn á málinu frá upphafi til enda. Breyta þarf þagnarreglunni Þagnarregluna verður að laga. Hún gengur út á það að málsaðila sé ekki skylt að svara spurningum fyrir rétti né leggja fram gögn þrátt fyrir það að málið sem hann neitar að tjá sig um eða vill ekki leggja fram gögn um snúist um meginefni dómsmálsins. Þessi lagaregla virðist hafa verið sett fyrir hinn sterka. Almenningur virðist jafnan vilja halda því fram sem sé satt og rétt. Hún býður upp á þann möguleika að hann leggi fram gagnkröfur sem honum eru hagfelldastar og draga sem mest úr athyglinni á því sem hann vill ekki tjá sig um eða að sjáist. Þessi regla gagnast reyndar misindismönnum best. Það eru þeir sem mest hafa að fela. Í lögunum segir reyndar að dómarinn geti túlkað neitunina viðkomandi í óhag en mér sýnist að það sé alls ekki alltaf tilfellið. Alvarlegast er að ekki sé ráðlegt að segja sannleikann fyrir dómi og oft til bóta að segja ósatt. Mér sýnist mikið umburðarlyndi gagnvart ósannsögli í dómsal enda dæmi um að málum sé snúið með henni einni saman. Í mínu máli var neitað að leggja fram greiðslugögn þrátt fyrir alls konar áskoranir þar að lútandi. Þar sem dómarinn sinnti þeim ekki var málið látið snúast um hvort mín rithönd hefði verið fölsuð sem þýddi 10-15 milljóna króna útlagðan kostnað fyrir mig (sjálfsagt 15-20 milljónir í dag) í stað þess að framlagning greiðslugagna (sem ég veit að voru ekki til) kostaði nánast ekki neitt. Það leiddi að lokum til þeirr-ar niðurstöðu að undirritunin væri fölsuð en ekki fyrr en eftir að dómur mér í óhag var fallinn í Hæstarétti. Fyrir honum voru að vísu lagðar fram sterkar vísbendingar um fölsun. Hann „þurrkaði það af erminni eins og hverju öðru kuski.“ Stefna þarf að því að dómarinn geti kallað eftir öllum gögnum sem hafi þýðingu í málinu og fengið öll svör hvenær sem er. Breyta þarf málshraðareglunni Breyta þarf notkun lagareglunnar um málshraða. Hún gengur út á að mál eigi að ganga eins hratt fyrir sig og tök eru á sem auðvitað er gott og gilt. Hún er hins vegar einkum notuð þegar aðili máls þarf að afla sönnunargagna. Til dæmis vegna staðhæfinga hins aðilans sem getur þá reynt að hamra á henni til þess að koma í veg fyrir það takist að sýna fram á misfelluna í málflutningi hans. Athyglisvert er hve mikið púður fer í það í dómsmáli að hindra að hinn aðili málsins geti komið sönnunargögnum á framfæri. Þetta má laga með því að dómarinn hafi með höndum alla stjórn málsins. Dómskerfið of dýrt og áhættusamt Ofangreind notkun lagareglnanna og allskonar laga, gildra og klækja leiðir til mikils ill fyrirsjáanlegs kostnaðar og gefur málflytjendum möguleika á að stýra málinu í þann farveg sem kemur andstæðingnum sem allra verst og halda því þar sem lengst. Auk þess getur málflutningur gengið mikið út á það að koma kostnaði á hvorn annan á alls konar hátt. Hinum sterkari í þjóðfélaginu getur á þann hátt tekist að margfalda kostnaðinn, velji hann að gera það. Einnig getur annar lögmaðurinn eða báðir drýgt tekjur sínar eins og að ofan greinir enda er mikil hvatning í lögunum um dómsmál til vinnudrýginda fyrir þá. Þetta er unnt að laga með því að dómarinn taki stjórnina eins og áður er bent á og auk þess einfaldlega með því að draga úr eða fella út sem flesta kostnaðarliði eins og til dæmis málskostnað sem gerir það miklu áhættusamara fyrir almenning að fara í dómsmál. Þessi kostnaður er hins vegar lítil áhætta fyrir þann sem er nægilega loðinn um lófana. Sérstaklega þarf að hafa í huga að málskostnaður er tiltölulega miklu hærri í smærri málum sem líklegast er að almenningur sé aðili að heldur en í stórum málum. Í milljarðamálum milli stórfyrirtækja mun þessi kostnaður vera tiltölulega léttvægur. Að lokum Í þessari grein hef ég reynt að leggja til nokkrar einfaldar en mikilvægar umbætur í dómskerfinu. Því miður tel ég samt sem áður að þær yrðu aðeins áfangi að því að gera dómskerfi landsins í þannig stand að almenningi sé í raun fært að taka þátt í því. Eigi möguleika eins og stundum er sagt. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Tillögugerð mín í þessari grein um lagfæringar á nokkrum reglum dómsmálanna markast mikið af því að tekið verði upp betra skipulag í dómskerfinu, en þó einkum að hætt verði að halla á almenning í því og að þátttaka hans verði gerð auðveldari. Fari einstaklingur úr röðum almennings í mál við stóran aðila eða misindismann er hætt við því að hann standi höllum fæti. Sumir, sem eru vel inni í dómsmálunum, orða það þannig, að hann eigi ekki möguleika. Breyta þarf forræðisreglunni Hina svokölluðu forræðisreglu verður að endurskoða en samkvæmt henni stýra málinu fyrst og fremst málflytjendur, hvor fyrir sig. Takið eftir því: Hvor fyrir sig! Dómari grípur aðeins inn í við sérstakar aðstæður, til dæmis ef einhver angi máls hefur verið þæfður sem nemur mörgum mánuðum. Þetta þýðir í aðalatriðum að sá aðili þess ræður ferð sem vill ganga lengst í að gera það sem umfangsmest og þar með dýrast. Hann verður að minnsta kosti seint stöðvaður. Má þar minna á frekar nýlegar hótanir sterks aðila, samkvæmt fréttum, um dýrar málsóknir ef ekki væri farið eftir því sem hann vildi. Hér grasserar réttlæti hins sterka auk þess sem þessi stjórnunaraðferð getur leitt til einhverrar mestu óstjórnar sem ég hef séð á mínum starfsferli sem ráðgjafi stórra fyrirtækja um rekstur. Þekkir yfirleitt einhver til þess að aðilum með alls ólíka hagsmuni í því máli sem um ræðir, sé falið stjórn þess þar sem hver einstakur getur farið sínu fram óháð vilja hins eða hinna? Þegar framkvæma á svokallað mat á einhverju í dómsmáli (sérfræðingur á þröngu sérsviði fenginn til þess að gefa álit eða fella úrskurð) gengur forræðisreglan svo langt að dómarinn er ekki einu sinni inni í málinu heldur eiga málflytjendur að stýra því saman. Það leiðir til þess að sá sem sækir málið reynir að pota því áfram en hinn getur reynt að þvælast fyrir með öllum ráðum. Spurningin er bara hve mikið hugmyndaflug hann hefur til þess. Lýsingu á þessu er að finna í bókinni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi. Talandi um að forræðisreglan geti leitt til fordæmislausrar óstjórnar getur hún þarna beinlínis leitt til hryllings. Nálægð dómarans gerir þrátt fyrir allt svolítið gagn. Allt þetta má laga afgerandi með því að dómarinn sé sá sem hefur alla stjórn á málinu frá upphafi til enda. Breyta þarf þagnarreglunni Þagnarregluna verður að laga. Hún gengur út á það að málsaðila sé ekki skylt að svara spurningum fyrir rétti né leggja fram gögn þrátt fyrir það að málið sem hann neitar að tjá sig um eða vill ekki leggja fram gögn um snúist um meginefni dómsmálsins. Þessi lagaregla virðist hafa verið sett fyrir hinn sterka. Almenningur virðist jafnan vilja halda því fram sem sé satt og rétt. Hún býður upp á þann möguleika að hann leggi fram gagnkröfur sem honum eru hagfelldastar og draga sem mest úr athyglinni á því sem hann vill ekki tjá sig um eða að sjáist. Þessi regla gagnast reyndar misindismönnum best. Það eru þeir sem mest hafa að fela. Í lögunum segir reyndar að dómarinn geti túlkað neitunina viðkomandi í óhag en mér sýnist að það sé alls ekki alltaf tilfellið. Alvarlegast er að ekki sé ráðlegt að segja sannleikann fyrir dómi og oft til bóta að segja ósatt. Mér sýnist mikið umburðarlyndi gagnvart ósannsögli í dómsal enda dæmi um að málum sé snúið með henni einni saman. Í mínu máli var neitað að leggja fram greiðslugögn þrátt fyrir alls konar áskoranir þar að lútandi. Þar sem dómarinn sinnti þeim ekki var málið látið snúast um hvort mín rithönd hefði verið fölsuð sem þýddi 10-15 milljóna króna útlagðan kostnað fyrir mig (sjálfsagt 15-20 milljónir í dag) í stað þess að framlagning greiðslugagna (sem ég veit að voru ekki til) kostaði nánast ekki neitt. Það leiddi að lokum til þeirr-ar niðurstöðu að undirritunin væri fölsuð en ekki fyrr en eftir að dómur mér í óhag var fallinn í Hæstarétti. Fyrir honum voru að vísu lagðar fram sterkar vísbendingar um fölsun. Hann „þurrkaði það af erminni eins og hverju öðru kuski.“ Stefna þarf að því að dómarinn geti kallað eftir öllum gögnum sem hafi þýðingu í málinu og fengið öll svör hvenær sem er. Breyta þarf málshraðareglunni Breyta þarf notkun lagareglunnar um málshraða. Hún gengur út á að mál eigi að ganga eins hratt fyrir sig og tök eru á sem auðvitað er gott og gilt. Hún er hins vegar einkum notuð þegar aðili máls þarf að afla sönnunargagna. Til dæmis vegna staðhæfinga hins aðilans sem getur þá reynt að hamra á henni til þess að koma í veg fyrir það takist að sýna fram á misfelluna í málflutningi hans. Athyglisvert er hve mikið púður fer í það í dómsmáli að hindra að hinn aðili málsins geti komið sönnunargögnum á framfæri. Þetta má laga með því að dómarinn hafi með höndum alla stjórn málsins. Dómskerfið of dýrt og áhættusamt Ofangreind notkun lagareglnanna og allskonar laga, gildra og klækja leiðir til mikils ill fyrirsjáanlegs kostnaðar og gefur málflytjendum möguleika á að stýra málinu í þann farveg sem kemur andstæðingnum sem allra verst og halda því þar sem lengst. Auk þess getur málflutningur gengið mikið út á það að koma kostnaði á hvorn annan á alls konar hátt. Hinum sterkari í þjóðfélaginu getur á þann hátt tekist að margfalda kostnaðinn, velji hann að gera það. Einnig getur annar lögmaðurinn eða báðir drýgt tekjur sínar eins og að ofan greinir enda er mikil hvatning í lögunum um dómsmál til vinnudrýginda fyrir þá. Þetta er unnt að laga með því að dómarinn taki stjórnina eins og áður er bent á og auk þess einfaldlega með því að draga úr eða fella út sem flesta kostnaðarliði eins og til dæmis málskostnað sem gerir það miklu áhættusamara fyrir almenning að fara í dómsmál. Þessi kostnaður er hins vegar lítil áhætta fyrir þann sem er nægilega loðinn um lófana. Sérstaklega þarf að hafa í huga að málskostnaður er tiltölulega miklu hærri í smærri málum sem líklegast er að almenningur sé aðili að heldur en í stórum málum. Í milljarðamálum milli stórfyrirtækja mun þessi kostnaður vera tiltölulega léttvægur. Að lokum Í þessari grein hef ég reynt að leggja til nokkrar einfaldar en mikilvægar umbætur í dómskerfinu. Því miður tel ég samt sem áður að þær yrðu aðeins áfangi að því að gera dómskerfi landsins í þannig stand að almenningi sé í raun fært að taka þátt í því. Eigi möguleika eins og stundum er sagt. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar