Mjög sáttur við þessa tvennu og þá sérstaklega fyrri hálfleikinn úti Kári Mímisson skrifar 2. desember 2023 20:46 Óskar Bjarni í leik dagsins. Vísir/Anton Brink Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var að vonum sáttur með sigur liðsins gegn úkraínsku meisturunum í HC Motor í Evrópubikarnum í handbolta. Valur vann sterkan sigur í fyrri leik liðanna ytra og kláraði svo einvígið sannfærandi hér í kvöld. „Ég er mjög sáttur með sigurinn og að komast áfram í 16-liða úrslitin sem verða í febrúar. Sigurinn úti var mjög góður, þar sýnum við breiddina hjá okkur þar sem það vantaði nokkra leikmenn. Við fengum einhverja inn í dag en ekki alla. Ég er mjög stoltur af breiddinni hjá okkur, Agnar Smári kemur með góð mörk fyrir okkur í dag. Þetta var bara mjög faglegur og góður sigur hjá okkur hér í dag en að mínu mati var það sigurinn út sem var frábær. Ég er mjög sáttur við þessa tvennu og þá sérstaklega fyrri hálfleikinn úti.“ Það er ansi hreint sterk tenging milli þessara liða. Roland Valur Eradze, fyrrverandi markvörður Vals, var aðstoðarþjálfari HC Motor í fyrra og gerði þá að meisturum meðal annars. Óskar segist aðeins hafa sent á Roland en bendir á að Roland hafi vissulega miklar tengingar við HC Motor líka. „Ég senti aðeins á Roland en við vorum með myndefni og fleira af þeim. Ég spurði hann bara aðeins hvernig þetta hafi verið í fyrra hjá þeim en annars vildi ég ekkert vera að taka eitthvað svoleiðis. Við vorum með nóg myndefni og Roland hefur náttúrulega tengingar hingað en auðvitað líka til þeirra.“ Alexander Peterson hefur verið á láni í Katar undanfarinn mánuð. Hann var samt hvergi sjáanlegur í dag. Hver er staðan á Alexander? „Hann er kominn en er bara veikur heima eins og er. Það var vitað mál þar sem þetta lán var í mánuð og svo ertu með ákveðna pappírsvinnu varðandi EHF þannig að það var eiginlega vitað að hann yrði ekki með í þessum leik. Lánið var 1. nóvember til 1. desember þannig að maður myndi halda að þetta myndi ganga en því miður var það ekki hægt. Þetta eru furðulegar EHF reglur sem ég nenni eiginlega ekki að fara í. Hann verður með í næsta leik gegn Víking og Magnús Óli verður frá í tvær til þrjá vikur í viðbót. Annars erum við nokkuð sprækir. Við vorum án Arons Dags úti líka og það var mjög gott að fá Róbert Aron inn. Hann var meiddur í læri og kom inn í leikinn úti og var stórkostlegur í vörninni.“ Sigrinum fagnað.Vísir/Anton Brink Spurður að því hversu mikill munur sé á Evrópudeildinni sem Valur keppti í fyrra og Áskorendabikarnum sem liðið sé núna í segir Óskar að munurinn sé talsverður. Hann bendir þó á að það sé fegurð yfir báðum keppnunum. „Það er klárlega munur á þeim. Þú færð alveg hörku lið í þessari keppni eins og FTC sem voru með okkur í riðli í fyrra. Þegar líður á þá koma allskonar góð lið. Það er líka mikill munur á umgjörðinni milli keppna. Evrópudeildinn er náttúrulega svo stórt dæmi þar sem alltaf er spilað á þriðjudögum og á dúk á meðan hér ertu kominn í heima og heiman. Það er því allt miklu stærra og meira í Evrópudeildinni en hér er miklu meiri möguleiki á að fara lengra og á sama tíma geta liðin lent í meiri ævintýrum á útivelli í þessari keppni, bæði varðandi áhorfendur, dómara og þess háttar. Það er því aðeins öðruvísi fegurð á bakvið keppnirnar.“ Að lokum þarf aðeins að spyrja Óskar út í 35 manna hópinn sem kynntur var fyrir EM í handbolta sem fram fer nú í janúar. Spurður að því hvort hann sé ekki stoltur af því hversu marga leikmenn Valur eigi þar svar Óskar glaður. „Valur spilaði auðvitað rosalega vel í fyrra og var í Evrópudeildinni. Við erum búnir að spila vel í vetur. Ég held að það hafi verið mjög erfitt að velja þessa 35 leikmenn enda mikið af góðum leikmönnum sem eru ekki á listanum. Ég treysti Snorra og Arnóri til að tækla þetta. Við erum auðvitað stoltir af því að eiga mikið af bæði núverandi og fyrrverandi Valsmönnum í þessum hóp. Á tímabili vorum við ekki með marga landsliðsmenn en núna erum við að komast aftur inn í þetta sem er bara frábært fyrir strákanna.“ Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Motor 33-28 | Valsmenn örugglega áfram Valur tók á móti úkraínska liðinu HC Motor í 3. umferð Evrópubikarsins. Valur var fyrir leikinn í ágætis stöðu eftir að hafa unnið fyrri leikinn með fjórum mörkum ytra. Svo fór að lokum að Valur vann góðan fimm marka sigur 33-28 og verður því í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslitin. 2. desember 2023 20:30 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
„Ég er mjög sáttur með sigurinn og að komast áfram í 16-liða úrslitin sem verða í febrúar. Sigurinn úti var mjög góður, þar sýnum við breiddina hjá okkur þar sem það vantaði nokkra leikmenn. Við fengum einhverja inn í dag en ekki alla. Ég er mjög stoltur af breiddinni hjá okkur, Agnar Smári kemur með góð mörk fyrir okkur í dag. Þetta var bara mjög faglegur og góður sigur hjá okkur hér í dag en að mínu mati var það sigurinn út sem var frábær. Ég er mjög sáttur við þessa tvennu og þá sérstaklega fyrri hálfleikinn úti.“ Það er ansi hreint sterk tenging milli þessara liða. Roland Valur Eradze, fyrrverandi markvörður Vals, var aðstoðarþjálfari HC Motor í fyrra og gerði þá að meisturum meðal annars. Óskar segist aðeins hafa sent á Roland en bendir á að Roland hafi vissulega miklar tengingar við HC Motor líka. „Ég senti aðeins á Roland en við vorum með myndefni og fleira af þeim. Ég spurði hann bara aðeins hvernig þetta hafi verið í fyrra hjá þeim en annars vildi ég ekkert vera að taka eitthvað svoleiðis. Við vorum með nóg myndefni og Roland hefur náttúrulega tengingar hingað en auðvitað líka til þeirra.“ Alexander Peterson hefur verið á láni í Katar undanfarinn mánuð. Hann var samt hvergi sjáanlegur í dag. Hver er staðan á Alexander? „Hann er kominn en er bara veikur heima eins og er. Það var vitað mál þar sem þetta lán var í mánuð og svo ertu með ákveðna pappírsvinnu varðandi EHF þannig að það var eiginlega vitað að hann yrði ekki með í þessum leik. Lánið var 1. nóvember til 1. desember þannig að maður myndi halda að þetta myndi ganga en því miður var það ekki hægt. Þetta eru furðulegar EHF reglur sem ég nenni eiginlega ekki að fara í. Hann verður með í næsta leik gegn Víking og Magnús Óli verður frá í tvær til þrjá vikur í viðbót. Annars erum við nokkuð sprækir. Við vorum án Arons Dags úti líka og það var mjög gott að fá Róbert Aron inn. Hann var meiddur í læri og kom inn í leikinn úti og var stórkostlegur í vörninni.“ Sigrinum fagnað.Vísir/Anton Brink Spurður að því hversu mikill munur sé á Evrópudeildinni sem Valur keppti í fyrra og Áskorendabikarnum sem liðið sé núna í segir Óskar að munurinn sé talsverður. Hann bendir þó á að það sé fegurð yfir báðum keppnunum. „Það er klárlega munur á þeim. Þú færð alveg hörku lið í þessari keppni eins og FTC sem voru með okkur í riðli í fyrra. Þegar líður á þá koma allskonar góð lið. Það er líka mikill munur á umgjörðinni milli keppna. Evrópudeildinn er náttúrulega svo stórt dæmi þar sem alltaf er spilað á þriðjudögum og á dúk á meðan hér ertu kominn í heima og heiman. Það er því allt miklu stærra og meira í Evrópudeildinni en hér er miklu meiri möguleiki á að fara lengra og á sama tíma geta liðin lent í meiri ævintýrum á útivelli í þessari keppni, bæði varðandi áhorfendur, dómara og þess háttar. Það er því aðeins öðruvísi fegurð á bakvið keppnirnar.“ Að lokum þarf aðeins að spyrja Óskar út í 35 manna hópinn sem kynntur var fyrir EM í handbolta sem fram fer nú í janúar. Spurður að því hvort hann sé ekki stoltur af því hversu marga leikmenn Valur eigi þar svar Óskar glaður. „Valur spilaði auðvitað rosalega vel í fyrra og var í Evrópudeildinni. Við erum búnir að spila vel í vetur. Ég held að það hafi verið mjög erfitt að velja þessa 35 leikmenn enda mikið af góðum leikmönnum sem eru ekki á listanum. Ég treysti Snorra og Arnóri til að tækla þetta. Við erum auðvitað stoltir af því að eiga mikið af bæði núverandi og fyrrverandi Valsmönnum í þessum hóp. Á tímabili vorum við ekki með marga landsliðsmenn en núna erum við að komast aftur inn í þetta sem er bara frábært fyrir strákanna.“
Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Motor 33-28 | Valsmenn örugglega áfram Valur tók á móti úkraínska liðinu HC Motor í 3. umferð Evrópubikarsins. Valur var fyrir leikinn í ágætis stöðu eftir að hafa unnið fyrri leikinn með fjórum mörkum ytra. Svo fór að lokum að Valur vann góðan fimm marka sigur 33-28 og verður því í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslitin. 2. desember 2023 20:30 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Motor 33-28 | Valsmenn örugglega áfram Valur tók á móti úkraínska liðinu HC Motor í 3. umferð Evrópubikarsins. Valur var fyrir leikinn í ágætis stöðu eftir að hafa unnið fyrri leikinn með fjórum mörkum ytra. Svo fór að lokum að Valur vann góðan fimm marka sigur 33-28 og verður því í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslitin. 2. desember 2023 20:30