Fjórðu fangaskiptin afstaðin en útlit fyrir áframhaldandi átök Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. nóvember 2023 06:47 Hamas-liðar slepptu í gær bræðrunum Tal Goldstein Almog, 9 ára, og Gal Goldstein Almog, 11 ára. AP/Ísraelsher Fjórðu fangaskipti Ísrael og Hamas hafa átt sér stað en Ísraelsmenn létu 33 Palestínumenn lausa í nótt, 30 börn og þrjár konur, gegn lausn ellefu Ísraelsmanna, níu barna og tveggja kvenna, sem voru teknir gíslingu í árásunum 7. október síðastliðinn. Tilkynnt var í gær að hið fjögurra daga hlé á átökum sem aðilar höfðu samið um yrði framlengt um tvo daga. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði Hamas hafa skuldbundið sig til að sleppa 20 konum og börnum til viðbótar. Skrifstofa Benjamin Netanyahu hefur ekki tjáð sig beint um framlengingu hlésins en greint frá því að 50 kvenkyns föngum hafi verið bætt á lista yfir þá sem Ísraelsmenn eru reiðubúnir til að láta lausa gegn lausn fleiri gísla. Framlenging hlésis kann að vera lítið meira en tímabundið logn á undan storminum en Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, ávarpaði hermenn landsins í gær og sagði að þegar aðgerðir hæfust á ný yrðu þær afdráttarlausari en fyrr og myndu eiga sér stað á öllu Gasasvæðinu. Josep Borrell, æðsti embættismaður Evrópusambandsins í utanríkismálum, hefur hvatt til þess að Ísraelsmenn láti af árásum sínum og sagt að það megi ekki láta Palestínumenn gjalda fyrir aðgerðir Hamas. „Það er ekkert vit í því að gefa fólki brauð sem verður svo drepið daginn eftir,“ sagði hann. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur í þriðju heimsókn sína til Mið-Austurlanda frá því að átökin hófst. Hann mun heimsækja Ísrael, Vesturbakkann og Sameinuðu arabísku furstadæminn. Blinken er sagður munu tala fyrir aukinni neyðaraðstoð á Gasa, lausn gísla í haldi Hamas og hugmyndir Bandaríkjanna um framtíð Gasa ef Ísraelsmönnum tekst að útrýma Hamas. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Tilkynnt var í gær að hið fjögurra daga hlé á átökum sem aðilar höfðu samið um yrði framlengt um tvo daga. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði Hamas hafa skuldbundið sig til að sleppa 20 konum og börnum til viðbótar. Skrifstofa Benjamin Netanyahu hefur ekki tjáð sig beint um framlengingu hlésins en greint frá því að 50 kvenkyns föngum hafi verið bætt á lista yfir þá sem Ísraelsmenn eru reiðubúnir til að láta lausa gegn lausn fleiri gísla. Framlenging hlésis kann að vera lítið meira en tímabundið logn á undan storminum en Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, ávarpaði hermenn landsins í gær og sagði að þegar aðgerðir hæfust á ný yrðu þær afdráttarlausari en fyrr og myndu eiga sér stað á öllu Gasasvæðinu. Josep Borrell, æðsti embættismaður Evrópusambandsins í utanríkismálum, hefur hvatt til þess að Ísraelsmenn láti af árásum sínum og sagt að það megi ekki láta Palestínumenn gjalda fyrir aðgerðir Hamas. „Það er ekkert vit í því að gefa fólki brauð sem verður svo drepið daginn eftir,“ sagði hann. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur í þriðju heimsókn sína til Mið-Austurlanda frá því að átökin hófst. Hann mun heimsækja Ísrael, Vesturbakkann og Sameinuðu arabísku furstadæminn. Blinken er sagður munu tala fyrir aukinni neyðaraðstoð á Gasa, lausn gísla í haldi Hamas og hugmyndir Bandaríkjanna um framtíð Gasa ef Ísraelsmönnum tekst að útrýma Hamas.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira