Þurfti að rýma myndverið í beinni útsendingu Aron Guðmundsson skrifar 27. nóvember 2023 23:00 Scott Hanson hefur notið mikillar hylli sem umsjónarmaður NFL Red Zone Vísir/Getty Scott Hanson og félagar hans í NFL Red Zone þurftu að hafa hraðar hendur í gærkvöldi í beinni útsendingu þegar að brunabjalla í höfuðstöðvum þáttarins fór í gang. NFL Red Zone færir áhorfendum sleitulausa útsendingu frá leikjum NFL deildarinnar á sunnudögum í um það bil sjö klukkustundir án auglýsinga. Þar er sýnt frá öllu því markverðasta sem gerist í öllum leikjum NFL-deildarinnar og í fyrsta sinn í ár er boðið upp á þessa útsendingu á sjónvarpsskjáum landsmanna á Stöð 2 Sport. Oftar en ekki ganga þessar útsendingar áfallalaust fyrir sig undir stjórn Scott Hanson en í gærkvöldi fór af stað atburðarás sem hann einn réði ekki við. Hanson var í miðju kafi að lýsa atviki í einum leik NFL deildarinnar þegar að áhorfendur heyrðu í brunabjöllu fara af stað. „Ég reyndi að halda mínu striki án þess að minnast á þetta í von um að brunabjallan myndi þagna,“ segir Scott Hanson í samtali við The Athletic. „Þegar að hún hélt áfram var ég viss um að þetta færi ekki fram hjá áhorfendum. Ég sagði við þá að brunabjallan myndi brátt þagna og baðst afsökunar á trufluninni. Í sömu andrá fæ ég að heyra það í eyrað frá pródúsentinum að um raunverulega hættu á ferð gæti verið að ræða. Ég tjáði þá áhorfendum að við þyrftum að rýma stúdíóið.“ Þetta er í fyrsta sinn í yfir 250 þátta sögu NFL Red Zone sem þáttastjórnandinn hefur þurft að slíta umfjöllun sinni í miðri útsendingu. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan: Scott Hanson signing off NFL Redzone while the evacuation alarm continues sounding is an All Time Broadcaster Moment Hope all is well for the Redzone Crew pic.twitter.com/QZuXeP2JCw— PlayerProfiler (@rotounderworld) November 27, 2023 NFL Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
NFL Red Zone færir áhorfendum sleitulausa útsendingu frá leikjum NFL deildarinnar á sunnudögum í um það bil sjö klukkustundir án auglýsinga. Þar er sýnt frá öllu því markverðasta sem gerist í öllum leikjum NFL-deildarinnar og í fyrsta sinn í ár er boðið upp á þessa útsendingu á sjónvarpsskjáum landsmanna á Stöð 2 Sport. Oftar en ekki ganga þessar útsendingar áfallalaust fyrir sig undir stjórn Scott Hanson en í gærkvöldi fór af stað atburðarás sem hann einn réði ekki við. Hanson var í miðju kafi að lýsa atviki í einum leik NFL deildarinnar þegar að áhorfendur heyrðu í brunabjöllu fara af stað. „Ég reyndi að halda mínu striki án þess að minnast á þetta í von um að brunabjallan myndi þagna,“ segir Scott Hanson í samtali við The Athletic. „Þegar að hún hélt áfram var ég viss um að þetta færi ekki fram hjá áhorfendum. Ég sagði við þá að brunabjallan myndi brátt þagna og baðst afsökunar á trufluninni. Í sömu andrá fæ ég að heyra það í eyrað frá pródúsentinum að um raunverulega hættu á ferð gæti verið að ræða. Ég tjáði þá áhorfendum að við þyrftum að rýma stúdíóið.“ Þetta er í fyrsta sinn í yfir 250 þátta sögu NFL Red Zone sem þáttastjórnandinn hefur þurft að slíta umfjöllun sinni í miðri útsendingu. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan: Scott Hanson signing off NFL Redzone while the evacuation alarm continues sounding is an All Time Broadcaster Moment Hope all is well for the Redzone Crew pic.twitter.com/QZuXeP2JCw— PlayerProfiler (@rotounderworld) November 27, 2023
NFL Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira