Flóðgáttirnar opnast þegar loksins er rætt um áföllin Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 27. nóvember 2023 07:01 Óttar skrifaði fyrstu Útkallsbókina árið 1994. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Vísir/Vilhelm Undanfarna þrjá áratugi hefur Óttar Sveinsson skrifað ótrúlegar sögur fólks úr íslenskum veruleika - frásagnir af mögnuðum björgunarafrekum og baráttu upp á líf og dauða. Fyrsta Útkallsbókin kom út árið 1994. Nú er sú þrítugasta komin út: Útkall – Mayday – erum að sökkva. Tvær bækur standa upp úr enda sögurnar með endæmum dramatískar. Um þessar mundir eru Vísir og Óttar að ljúka við gerð átta þátta sjónvarpsseríu þar sem hann ræðir við söguhetjur úr Útkallsbókunum. Fólk sem lenti í slysunum, bjargvættina og aðstandendur. Spennandi viðtöl þar sem margt mun líka koma skemmtilega á óvart. Þættirnir verða sýndir í byrjun næsta árs. Fáklæddir í sjónum í sjö stiga frosti í óratíma Í febrúar árið 2002 sökk netabáturinn Bjarmi VE 66 undan Þrídröngum við Vestmannaeyjar með fjóra innanborðs. Tveir skipverjanna fórust. Enginn hafði vitneskju um að báturinn væri sokkinn en skipherra varðskipsins Týs og hans menn heyrðu hins vegar ógreinilegt neyðarkall. Þeir sem komust af urðu að láta fyrir berast í vægðarlausum og nístingsköldum úthafsöldunum í tvær og hálfa klukkustund. Það var sjö stiga frost og mennirnir fáklæddir, annar í gallabuxum og hlýrabol. Í nýjustu Útkallsbókinni er í fyrsta skipti greint frá því sem raunverulega gerðist þennan örlagaríka dag þegar ungu sjómennirnir af Suðurnesjum háðu ótrúlega baráttu upp á líf og dauða. Útkallsþættirnir verða sýndir í janúar næstkomandi.Heiðar Aðalbjörnsson Eins og með fleiri sögur sem ratað hafa í bækur Óttars þá hófst þetta með því að annar skipverjanna hafði samband við höfundinn að fyrra bragði. Hann vildi segja Óttari sögu sína. „Það fór lítið fyrir þessum atburði í fjölmiðlum á sínum tíma,“ segir Óttar og bætir við að hann hafi sjálfur haft litla vitneskju um þessa sögu áður en skipverjinn hringdi í hann einn daginn. „En þessi frásögn greip mig strax. Þetta var ótrúlegur atburður. Það var erfitt að trúa því hvernig þeir höfðu náð að lifa af tvær og hálfa klukkustund í sjónum við þessar hrikalegu aðstæður.“ Hann setti söguna til hliðar í smá tíma en síðan atvikaðist það að fyrir tilviljun rakst hann á yfirflugvirkja hjá Landhelgisgæslunni sem hafði sjálfur verið einn af þeim sem komu að björgunaraðgerðunum, umræddan febrúardag árið 2022. Þeir hittust þegar Óttar var að vinna að sjónvarpsmynd upp úr einni af Útkallsbókunum, ásamt Skot framleiðslufyrirtæki. „Og þá kviknaði ljós hjá mér. Þarna var tengingin komin.“ Þegar Bjarmi sökk umrædda nótt heyrðu skipverjar um borð í varðskipinu Tý ógreinilegt neyðarkall. Tilkynningaskylda íslenskra skipa gerði sér hins vegar ekki ljóst að báturinn hefði horfið af eftirlitsskjánum, fyrir löngu síðan. Þegar Óttar fór að kynna sér atburðinn betur komu margir og óvæntir hlutir í ljós, samanber með hvaða hætti neyðarkallið heyrðist um borð í Tý. Margir af viðmælendum Óttars hafa fengið nokkurs konar síðbúna áfallahjálp við að deila upplifunum sínum með honum.Vísir/Vilhelm Hann ræddi mikið við skipverjana tvo. „Þeir höfðu báðir gríðarlega þörf fyrir að opna sig um þetta, þó svo að það hafi tekið mikið á.“ Flóðgáttin opnaðist Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Óttar upplifir þakklæti og létti af hálfu viðmælenda sem hafa sagt honum frá erfiðustu stundunum í lífi sínu. Í gegnum tíðina hefur hann rætt við mörg hundruð einstaklinga; fólk sem hefur lifað af ótrúlegustu raunir og jafnvel horfst í augu við dauðann. Oftar en ekki er um að ræða sögur venjulegs fólks í óvenjulegum aðstæðum. Margir af þessum einstaklingum eru af þeirri kynslóð þar sem tíðarandinn í samfélaginu einkenndist af þöggun. Það var ekki talað um það sem var erfitt, og orðin áfallastreita og áfallahjálp voru varla komin til sögunnar. Hlutirnir voru gjarnan grafnir niður. Óttar nefnir sem dæmi snjóflóðin í Nesskaupsstað. Hann fjallaði um þá atburði rúmum þremur áratugum eftir að þeir áttu sér stað. „Mér fannst merkilegt að fylgjast með hvað það opnuðust margar flóðgáttir. Það var ekki bara það að fólk var að tjá sig við mig; það fór líka að ræða sín á milli. Miklu meira en það hafði gert áður. Og ekki bara söguhetjurnar, heldur bæjarfélagið allt." Þegar ég var að byrja með Útkallsbækurnar þá var ég aðallega að horfa til þess að koma með góðar sögur. Spennandi sögur. Það var eiginlega ekki fyrr en á leið að ég sá hvað þetta var að gera fólki gott, að geta opnað á áföllin og atburðina sem það hafði upplifað. Sögurnar í bókum Óttars eiga það sameiginlegt að tengjast stöðugri baráttu Íslendinga við náttúruöflin. Sjóslys, flugslys, sprungubjarganir, eldgos, snjóflóð og fleira. Og sagan endurtekur sig. Óttar nefnir sem dæmi eldgosið í Vestmanneyjum árið 1973. Jarðhræringar og yfirvofandi eldgos þessa dagana minna okkur óneitanlega á þá atburði. Sömu hugsanir fimmtíu árum síðar „Þú getur séð fyrir þér hvernig þetta var í Vestmannaeyjum hina örlagaríku nótt í janúar 1973: Fólkið streymdi niður að höfn, sumir með töskur og eitthvað smáræði með sér. Íbúarnir fara um borð í bátana. Hátt í fimm þúsund manns þurfa að flýja upp á meginlandið og óvissan er allsráðandi. Fólkið horfir á eyjuna sína fjarlægast í logunum. Það tala allir um þögnina og æðruleysið þessa nótt. Þögnina þegar fólk gekk niður að bryggju og á leiðinni upp á fastalandið um borð í veltandi fiskibátum. Fólk var auðvitað í áfalli, og í þannig aðstæðum verðum við þögul og æðrulaus. Óttar hefur komið sér upp ákveðnu verklagi þegar kemur að heimildaöflun og viðtölum.Vísir/Vilhelm Það sem fólkið var að hugsa á þessum tíma er það sama og Grindvíkingar eru að hugsa núna: Fæ ég að koma heim? Get ég komið heim aftur? Hvað verður um heimilið mitt? Vinnuna. Hvernig verður tilveran mín? Samfélagið sem ég elska.“ Bubbi kom með hugmynd Sem fyrr segir eru Útkallsbækurnar orðnar þrjátíu talsins. En það eru tvær bækur sem sérstaklega koma upp í huga Óttars þegar hann er spurður um hvað hugsanlega standi upp úr. Sú fyrri er um eftirfarandi atburð: Um hádegisbil 10. nóvember 1944 var Goðafoss, eitt glæsilegasta skip Íslendinga að koma heim eftir tveggja mánaða ferð til New York, með skipalest bandamanna. Um borð voru 44 Íslendingar og 19 Bretar sem bjargað hafði verið af logandi olíuflutningaskipi. Þegar Goðafoss kom fyrir Garðskaga skaut þýski kafbáturinn U-300, tundurskeyti í skipið sem sökk á nokkrum mínútum. Með Goðafossi fórust 43 menn, konur og börn. Um var að ræða mesta manntjón Íslendinga á einum degi í síðari heimsstyrjöldinni. Útkallsbókin sem kom út árið 2003 fjallaði um árásina á Goðafoss. „Fyrir jólin 2002 sat ég við hliðina á Bubba Morthens þegar við vorum báðir að árita í Hagkaup í Kringlunni. Hann snýr sér að mér og segir: „Óttar hefurðu skrifað um Goðafoss árásina? Þú verður að skrifa um hana!““ Þeir féllust í faðma og grétu Óttar ákvað að kanna málið, 58 árum eftir að harmleikurinn átti sér stað. Hann komst að því að sex af þeim nítján Íslendingum sem höfðu komist lífs af á sínum tíma voru enn á lífi. Frásagnir fólksins reyndust ótrúlegar. „Það var magnað að segja frá þessu, þetta er stærsta áfall Íslendinga í seinni heimstyrjöldinni. Okkar mesti missir nánast við bæjardyr Reykjavíkur. En að sama skapi mjög áhrifaríkur atburður sem hafði mikil áhrif á þjóðina. Ég náði líka að segja sögu Þjóðverjanna um borð í kafbátnum." Níu árum síðar, árið 2011 kom umrædd bók út á þýsku og var kynnt á Bókamessunni í Frankfurt. Þar áttu sér stað sögulegir endurfundir eins af þeim sem lifðu af árásina á Goðafoss og eins af Þjóðverjunum sem sökktu skipinu. Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi háseti á Goðafossi, og Þjóðverjinn Horst Koske, fyrrum loftskeytamaður þýska kafbátsins U 300 sem skaut Goðafoss niður með hörmulegum afleiðingum, komu saman og náðu sáttum. „Þetta var svolítið hápunkturinn á mínum ferli,“ segir Óttar. „Nú get ég dáið með frið í hjarta,“ sagði Horst við Óttar eftir atburðinn, orðinn 85 ára, ári eldri en Sigurður. „Þetta var í raun töfrum líkast. Að þessir tveir menn skyldu samþykkja að hittast. „Ég hata þig ekki, ég elska þig miklu frekar. Við vorum bara sjómenn að gera skyldur okkar,“ sagði Sigurður við Horst. Mennirnir féllust í faðma og grétu. Horst var að fá fyrirgefningu og Sigurður var að ná að fyrirgefa." Magnað augnablik Sigurður Guðmundsson og Þjóðverjinn Horst Koske náðu sáttum.Kristinn Ingvarsson „Það voru mjög fáir þurrir hvarmar í salnum. Enn í dag verð ég hrærður þegar ég minnist á þetta.“ Sagan af Geysisslysinu árið 1950 er einnig ofarlega í huga Óttars. Um er að ræða magnaða sögu: Þegar Geysir, glæsilegasta flugvél Íslendinga, brotlenti á Vatnajökli. Talið var fullvíst að vélin hefði farist með allri áhöfn nálægt Vestmannaeyjum og þegar vélarinnar hafði verði saknað í fjóra sólarhringa höfðu margir aðstandendur gefið upp vonina um að áhöfnin væri á lífi. Fólk var farið að skrifa minningargreinar. Þá heyrðist ógreinilegt neyðarkall á morsi. „TF-RVC – all alive, position unknown. Áhöfnin var á lífi en vissi ekki hvar hún var stödd. Fólkið hafði náð með miklum erfiðismunum að grafa sig eftir neyðartalstöðinni í björgunarbáti um borð í vélinni. „Þetta var stórkostlegur og ótrúlegur atburður. Þetta var atburðarás sem átti sér enga hliðstæðu. En það sem stóð upp úr var að þarna var ánægjulegur endir," segir Óttar en framleiðslufyritækið Truenorth er nú að undirbúa gerð bíómyndar um þennan atburð, byggða á umræddri Útkallsbók Óttars. Spenna og drama í bland Óttar er blaðamaður í grunninn og aðferðirnar sem hann notar við skrifin eru af skiljanlegum ástæðum litaðar af því. Hann styðst við ákveðið verklag þegar kemur að heimildaöflun og viðtölum. „Yfirleitt er það þannig að ég byrja að ræða við aðalsöguhetjurnar og svo spinn ég þetta út frá því. Ræði síðan við björgunarfólkið, þá sem komu að atburðinum og við aðstandendur. En svo er það yfirleitt þannig að það koma sífellt upp nýir þræðir eftir því sem ég ræði við fleiri, nýjar hugmyndir að viðmælendum sem tengjast sögunni á einn eða annan hátt. Það leiðir mig áfram.“ Óttar skrifar textann í fyrstu persónu, og það er ástæða fyrir því. „Af því að það gerir þetta persónulegra. Þú ferð beint inn í tilfinningarnar, þú ferð beint inn í hugarheim sögupersónanna.“ Útkallsbækurnar hafa notið fádæma vinsælda hjá breiðum hópi fólks, jafnvel hjá börnum. Sögurnar einkennast af „aksjón“ og spennu og eru á sama tíma dramatískar með mikla mannlega nánd við sögupersónurnar. „Það eru miklar tilfinningar og mikill hraði í þessum sögum, en svo er það líka þessi sterka skírskotun í íslenskan raunveruleika sem fólk tengir við. Þessi stöðuga barátta við náttúruöflin sem við búum sífellt við. Þetta kr er okkar líf, okkar raunveruleiki. Fyrir utan það að flest okkar hafa einhverja tengingu við einhverja af þessum sögum. Við getum speglað okkur í þeim.“ Björgunarsveitir Bíó og sjónvarp Bókaútgáfa Höfundatal Tengdar fréttir Afhenti viðfangsefninu nýju bókina Óttar Sveinsson Útkallsmaður brá sér í þyrluflug í gær með þremur fyrrverandi þyrluflugmönnum Landhelgisgæslunnar 10. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Sjá meira
Um þessar mundir eru Vísir og Óttar að ljúka við gerð átta þátta sjónvarpsseríu þar sem hann ræðir við söguhetjur úr Útkallsbókunum. Fólk sem lenti í slysunum, bjargvættina og aðstandendur. Spennandi viðtöl þar sem margt mun líka koma skemmtilega á óvart. Þættirnir verða sýndir í byrjun næsta árs. Fáklæddir í sjónum í sjö stiga frosti í óratíma Í febrúar árið 2002 sökk netabáturinn Bjarmi VE 66 undan Þrídröngum við Vestmannaeyjar með fjóra innanborðs. Tveir skipverjanna fórust. Enginn hafði vitneskju um að báturinn væri sokkinn en skipherra varðskipsins Týs og hans menn heyrðu hins vegar ógreinilegt neyðarkall. Þeir sem komust af urðu að láta fyrir berast í vægðarlausum og nístingsköldum úthafsöldunum í tvær og hálfa klukkustund. Það var sjö stiga frost og mennirnir fáklæddir, annar í gallabuxum og hlýrabol. Í nýjustu Útkallsbókinni er í fyrsta skipti greint frá því sem raunverulega gerðist þennan örlagaríka dag þegar ungu sjómennirnir af Suðurnesjum háðu ótrúlega baráttu upp á líf og dauða. Útkallsþættirnir verða sýndir í janúar næstkomandi.Heiðar Aðalbjörnsson Eins og með fleiri sögur sem ratað hafa í bækur Óttars þá hófst þetta með því að annar skipverjanna hafði samband við höfundinn að fyrra bragði. Hann vildi segja Óttari sögu sína. „Það fór lítið fyrir þessum atburði í fjölmiðlum á sínum tíma,“ segir Óttar og bætir við að hann hafi sjálfur haft litla vitneskju um þessa sögu áður en skipverjinn hringdi í hann einn daginn. „En þessi frásögn greip mig strax. Þetta var ótrúlegur atburður. Það var erfitt að trúa því hvernig þeir höfðu náð að lifa af tvær og hálfa klukkustund í sjónum við þessar hrikalegu aðstæður.“ Hann setti söguna til hliðar í smá tíma en síðan atvikaðist það að fyrir tilviljun rakst hann á yfirflugvirkja hjá Landhelgisgæslunni sem hafði sjálfur verið einn af þeim sem komu að björgunaraðgerðunum, umræddan febrúardag árið 2022. Þeir hittust þegar Óttar var að vinna að sjónvarpsmynd upp úr einni af Útkallsbókunum, ásamt Skot framleiðslufyrirtæki. „Og þá kviknaði ljós hjá mér. Þarna var tengingin komin.“ Þegar Bjarmi sökk umrædda nótt heyrðu skipverjar um borð í varðskipinu Tý ógreinilegt neyðarkall. Tilkynningaskylda íslenskra skipa gerði sér hins vegar ekki ljóst að báturinn hefði horfið af eftirlitsskjánum, fyrir löngu síðan. Þegar Óttar fór að kynna sér atburðinn betur komu margir og óvæntir hlutir í ljós, samanber með hvaða hætti neyðarkallið heyrðist um borð í Tý. Margir af viðmælendum Óttars hafa fengið nokkurs konar síðbúna áfallahjálp við að deila upplifunum sínum með honum.Vísir/Vilhelm Hann ræddi mikið við skipverjana tvo. „Þeir höfðu báðir gríðarlega þörf fyrir að opna sig um þetta, þó svo að það hafi tekið mikið á.“ Flóðgáttin opnaðist Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Óttar upplifir þakklæti og létti af hálfu viðmælenda sem hafa sagt honum frá erfiðustu stundunum í lífi sínu. Í gegnum tíðina hefur hann rætt við mörg hundruð einstaklinga; fólk sem hefur lifað af ótrúlegustu raunir og jafnvel horfst í augu við dauðann. Oftar en ekki er um að ræða sögur venjulegs fólks í óvenjulegum aðstæðum. Margir af þessum einstaklingum eru af þeirri kynslóð þar sem tíðarandinn í samfélaginu einkenndist af þöggun. Það var ekki talað um það sem var erfitt, og orðin áfallastreita og áfallahjálp voru varla komin til sögunnar. Hlutirnir voru gjarnan grafnir niður. Óttar nefnir sem dæmi snjóflóðin í Nesskaupsstað. Hann fjallaði um þá atburði rúmum þremur áratugum eftir að þeir áttu sér stað. „Mér fannst merkilegt að fylgjast með hvað það opnuðust margar flóðgáttir. Það var ekki bara það að fólk var að tjá sig við mig; það fór líka að ræða sín á milli. Miklu meira en það hafði gert áður. Og ekki bara söguhetjurnar, heldur bæjarfélagið allt." Þegar ég var að byrja með Útkallsbækurnar þá var ég aðallega að horfa til þess að koma með góðar sögur. Spennandi sögur. Það var eiginlega ekki fyrr en á leið að ég sá hvað þetta var að gera fólki gott, að geta opnað á áföllin og atburðina sem það hafði upplifað. Sögurnar í bókum Óttars eiga það sameiginlegt að tengjast stöðugri baráttu Íslendinga við náttúruöflin. Sjóslys, flugslys, sprungubjarganir, eldgos, snjóflóð og fleira. Og sagan endurtekur sig. Óttar nefnir sem dæmi eldgosið í Vestmanneyjum árið 1973. Jarðhræringar og yfirvofandi eldgos þessa dagana minna okkur óneitanlega á þá atburði. Sömu hugsanir fimmtíu árum síðar „Þú getur séð fyrir þér hvernig þetta var í Vestmannaeyjum hina örlagaríku nótt í janúar 1973: Fólkið streymdi niður að höfn, sumir með töskur og eitthvað smáræði með sér. Íbúarnir fara um borð í bátana. Hátt í fimm þúsund manns þurfa að flýja upp á meginlandið og óvissan er allsráðandi. Fólkið horfir á eyjuna sína fjarlægast í logunum. Það tala allir um þögnina og æðruleysið þessa nótt. Þögnina þegar fólk gekk niður að bryggju og á leiðinni upp á fastalandið um borð í veltandi fiskibátum. Fólk var auðvitað í áfalli, og í þannig aðstæðum verðum við þögul og æðrulaus. Óttar hefur komið sér upp ákveðnu verklagi þegar kemur að heimildaöflun og viðtölum.Vísir/Vilhelm Það sem fólkið var að hugsa á þessum tíma er það sama og Grindvíkingar eru að hugsa núna: Fæ ég að koma heim? Get ég komið heim aftur? Hvað verður um heimilið mitt? Vinnuna. Hvernig verður tilveran mín? Samfélagið sem ég elska.“ Bubbi kom með hugmynd Sem fyrr segir eru Útkallsbækurnar orðnar þrjátíu talsins. En það eru tvær bækur sem sérstaklega koma upp í huga Óttars þegar hann er spurður um hvað hugsanlega standi upp úr. Sú fyrri er um eftirfarandi atburð: Um hádegisbil 10. nóvember 1944 var Goðafoss, eitt glæsilegasta skip Íslendinga að koma heim eftir tveggja mánaða ferð til New York, með skipalest bandamanna. Um borð voru 44 Íslendingar og 19 Bretar sem bjargað hafði verið af logandi olíuflutningaskipi. Þegar Goðafoss kom fyrir Garðskaga skaut þýski kafbáturinn U-300, tundurskeyti í skipið sem sökk á nokkrum mínútum. Með Goðafossi fórust 43 menn, konur og börn. Um var að ræða mesta manntjón Íslendinga á einum degi í síðari heimsstyrjöldinni. Útkallsbókin sem kom út árið 2003 fjallaði um árásina á Goðafoss. „Fyrir jólin 2002 sat ég við hliðina á Bubba Morthens þegar við vorum báðir að árita í Hagkaup í Kringlunni. Hann snýr sér að mér og segir: „Óttar hefurðu skrifað um Goðafoss árásina? Þú verður að skrifa um hana!““ Þeir féllust í faðma og grétu Óttar ákvað að kanna málið, 58 árum eftir að harmleikurinn átti sér stað. Hann komst að því að sex af þeim nítján Íslendingum sem höfðu komist lífs af á sínum tíma voru enn á lífi. Frásagnir fólksins reyndust ótrúlegar. „Það var magnað að segja frá þessu, þetta er stærsta áfall Íslendinga í seinni heimstyrjöldinni. Okkar mesti missir nánast við bæjardyr Reykjavíkur. En að sama skapi mjög áhrifaríkur atburður sem hafði mikil áhrif á þjóðina. Ég náði líka að segja sögu Þjóðverjanna um borð í kafbátnum." Níu árum síðar, árið 2011 kom umrædd bók út á þýsku og var kynnt á Bókamessunni í Frankfurt. Þar áttu sér stað sögulegir endurfundir eins af þeim sem lifðu af árásina á Goðafoss og eins af Þjóðverjunum sem sökktu skipinu. Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi háseti á Goðafossi, og Þjóðverjinn Horst Koske, fyrrum loftskeytamaður þýska kafbátsins U 300 sem skaut Goðafoss niður með hörmulegum afleiðingum, komu saman og náðu sáttum. „Þetta var svolítið hápunkturinn á mínum ferli,“ segir Óttar. „Nú get ég dáið með frið í hjarta,“ sagði Horst við Óttar eftir atburðinn, orðinn 85 ára, ári eldri en Sigurður. „Þetta var í raun töfrum líkast. Að þessir tveir menn skyldu samþykkja að hittast. „Ég hata þig ekki, ég elska þig miklu frekar. Við vorum bara sjómenn að gera skyldur okkar,“ sagði Sigurður við Horst. Mennirnir féllust í faðma og grétu. Horst var að fá fyrirgefningu og Sigurður var að ná að fyrirgefa." Magnað augnablik Sigurður Guðmundsson og Þjóðverjinn Horst Koske náðu sáttum.Kristinn Ingvarsson „Það voru mjög fáir þurrir hvarmar í salnum. Enn í dag verð ég hrærður þegar ég minnist á þetta.“ Sagan af Geysisslysinu árið 1950 er einnig ofarlega í huga Óttars. Um er að ræða magnaða sögu: Þegar Geysir, glæsilegasta flugvél Íslendinga, brotlenti á Vatnajökli. Talið var fullvíst að vélin hefði farist með allri áhöfn nálægt Vestmannaeyjum og þegar vélarinnar hafði verði saknað í fjóra sólarhringa höfðu margir aðstandendur gefið upp vonina um að áhöfnin væri á lífi. Fólk var farið að skrifa minningargreinar. Þá heyrðist ógreinilegt neyðarkall á morsi. „TF-RVC – all alive, position unknown. Áhöfnin var á lífi en vissi ekki hvar hún var stödd. Fólkið hafði náð með miklum erfiðismunum að grafa sig eftir neyðartalstöðinni í björgunarbáti um borð í vélinni. „Þetta var stórkostlegur og ótrúlegur atburður. Þetta var atburðarás sem átti sér enga hliðstæðu. En það sem stóð upp úr var að þarna var ánægjulegur endir," segir Óttar en framleiðslufyritækið Truenorth er nú að undirbúa gerð bíómyndar um þennan atburð, byggða á umræddri Útkallsbók Óttars. Spenna og drama í bland Óttar er blaðamaður í grunninn og aðferðirnar sem hann notar við skrifin eru af skiljanlegum ástæðum litaðar af því. Hann styðst við ákveðið verklag þegar kemur að heimildaöflun og viðtölum. „Yfirleitt er það þannig að ég byrja að ræða við aðalsöguhetjurnar og svo spinn ég þetta út frá því. Ræði síðan við björgunarfólkið, þá sem komu að atburðinum og við aðstandendur. En svo er það yfirleitt þannig að það koma sífellt upp nýir þræðir eftir því sem ég ræði við fleiri, nýjar hugmyndir að viðmælendum sem tengjast sögunni á einn eða annan hátt. Það leiðir mig áfram.“ Óttar skrifar textann í fyrstu persónu, og það er ástæða fyrir því. „Af því að það gerir þetta persónulegra. Þú ferð beint inn í tilfinningarnar, þú ferð beint inn í hugarheim sögupersónanna.“ Útkallsbækurnar hafa notið fádæma vinsælda hjá breiðum hópi fólks, jafnvel hjá börnum. Sögurnar einkennast af „aksjón“ og spennu og eru á sama tíma dramatískar með mikla mannlega nánd við sögupersónurnar. „Það eru miklar tilfinningar og mikill hraði í þessum sögum, en svo er það líka þessi sterka skírskotun í íslenskan raunveruleika sem fólk tengir við. Þessi stöðuga barátta við náttúruöflin sem við búum sífellt við. Þetta kr er okkar líf, okkar raunveruleiki. Fyrir utan það að flest okkar hafa einhverja tengingu við einhverja af þessum sögum. Við getum speglað okkur í þeim.“
Björgunarsveitir Bíó og sjónvarp Bókaútgáfa Höfundatal Tengdar fréttir Afhenti viðfangsefninu nýju bókina Óttar Sveinsson Útkallsmaður brá sér í þyrluflug í gær með þremur fyrrverandi þyrluflugmönnum Landhelgisgæslunnar 10. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Sjá meira
Afhenti viðfangsefninu nýju bókina Óttar Sveinsson Útkallsmaður brá sér í þyrluflug í gær með þremur fyrrverandi þyrluflugmönnum Landhelgisgæslunnar 10. nóvember 2018 08:00