Fagnaðarlæti á Vesturbakkanum Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2023 09:55 Frá Vesturbakkanum í gærkvöldi. AP/Majdi Mohammed Mikil fagnaðarlæti brutust út á Vesturbakkanum í gærkvöldi þegar 39 konum og börnum var sleppt úr ísraelskum fangelsum. Það var gert í skiptum fyrir þrettán konur og börn sem vígamenn Hamas og Íslamsks jíhads héldu í gíslingu á Gasaströndinni. Ríkisstjórn Ísrael hafði skipað lögreglu að halda aftur af fagnaðarlátunum og beittu lögregluþjónar minnst einu sini táragasi gegn þvögunni. Fólkinu var sleppt fyrir utan Jerúsalem en mörg þeirra höfðu setið í fangelsi fyrir litlar sakir, eða jafnvel engar. Blaðamaður AP fréttaveitunnar reyndi að ræða við hinn sautján ára gamla Jamal Brahma en hann var orðlaus. Hann hafði verið í haldi í sjö mánuði eftir að hafa verið handtekinn í Jericho á Vesturbakkanum í vor. Hann hefur þó hvorki verið ákærður né gengist réttarhöld. Fólkinu var sleppt á sama tíma og 24 gíslum var sleppt frá Gasaströndinni. Til stendur að halda frekari skipti seinnipartinn í dag. Sjá einnig: Búið að sleppa tuttugu og fjórum gíslum Eins og fram kemur í frétt Al Jazeera hafa Ísraelar samþykkt að sleppa 150 konum og börnum úr fangelsum sínum í skiptum fyrir að Hamas-liðar sleppi fimmtíu konum og börnum sem þeir handsömuðu þann 7. október. Yfirvöld í Ísrael hafa þó birt lista yfir þrjú hundruð palestínska fanga sem verið er að íhuga að sleppa úr haldi. Mögulegt þykir að með þessu vilji Ísraelar lýsa yfir vilja til frekari fangaskipta, þar sem vopnahléssamkomulagið felur í sér að hægt yrði að halda því áfram efir fjóra daga, í skiptum fyrir það að Hamas sleppi tíu manns á dag. Þúsundir í haldi og margir án ákæru Af þessum þrjú hundruð eru 33 konur. Aðrir eru drengir, milli sextán og átján ára gamlir, en þar eru einnig allt að fjórtán ára ungir drengir. Flest börnin voru handtekinn á árunum 2021 til þessa árs. Al Jazeera segir marga á listanum hafa verið dæmda og fangelsaða fyrir að búa til eggvopn, ógna öryggi, fara inn í Ísrael án leyfis, kasta grjóti, styðja hryðjuverk eða fyrir að tengjast óvinveittum samtökum. Miðillinn segir að fyrir 7. október hafi um 5.200 Palestínumenn verið í haldi Ísraela en síðan þá hafi um þrjú þúsund verið handteknir til viðbótar. AP hefur eftir hjálparsamtökum að um 2.200 Palestínumenn séu í haldi án ákæru. Talið er að rúmlega 750 þúsund Palestínumenn hafi farið í gegnum fangelsiskerfi Ísrael frá 1967. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Vopnahlé tekur gildi og fyrstu gíslunum sleppt klukkan tvö Fjögurra daga hlé á átökunum á Gasa hófst klukkan fimm í morgun og síðar í dag, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, verður þrettán ísraelskum gíslum sem hafa verið í haldi Hamas-samtakanna sleppt. 24. nóvember 2023 06:51 Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. 23. nóvember 2023 06:57 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Ríkisstjórn Ísrael hafði skipað lögreglu að halda aftur af fagnaðarlátunum og beittu lögregluþjónar minnst einu sini táragasi gegn þvögunni. Fólkinu var sleppt fyrir utan Jerúsalem en mörg þeirra höfðu setið í fangelsi fyrir litlar sakir, eða jafnvel engar. Blaðamaður AP fréttaveitunnar reyndi að ræða við hinn sautján ára gamla Jamal Brahma en hann var orðlaus. Hann hafði verið í haldi í sjö mánuði eftir að hafa verið handtekinn í Jericho á Vesturbakkanum í vor. Hann hefur þó hvorki verið ákærður né gengist réttarhöld. Fólkinu var sleppt á sama tíma og 24 gíslum var sleppt frá Gasaströndinni. Til stendur að halda frekari skipti seinnipartinn í dag. Sjá einnig: Búið að sleppa tuttugu og fjórum gíslum Eins og fram kemur í frétt Al Jazeera hafa Ísraelar samþykkt að sleppa 150 konum og börnum úr fangelsum sínum í skiptum fyrir að Hamas-liðar sleppi fimmtíu konum og börnum sem þeir handsömuðu þann 7. október. Yfirvöld í Ísrael hafa þó birt lista yfir þrjú hundruð palestínska fanga sem verið er að íhuga að sleppa úr haldi. Mögulegt þykir að með þessu vilji Ísraelar lýsa yfir vilja til frekari fangaskipta, þar sem vopnahléssamkomulagið felur í sér að hægt yrði að halda því áfram efir fjóra daga, í skiptum fyrir það að Hamas sleppi tíu manns á dag. Þúsundir í haldi og margir án ákæru Af þessum þrjú hundruð eru 33 konur. Aðrir eru drengir, milli sextán og átján ára gamlir, en þar eru einnig allt að fjórtán ára ungir drengir. Flest börnin voru handtekinn á árunum 2021 til þessa árs. Al Jazeera segir marga á listanum hafa verið dæmda og fangelsaða fyrir að búa til eggvopn, ógna öryggi, fara inn í Ísrael án leyfis, kasta grjóti, styðja hryðjuverk eða fyrir að tengjast óvinveittum samtökum. Miðillinn segir að fyrir 7. október hafi um 5.200 Palestínumenn verið í haldi Ísraela en síðan þá hafi um þrjú þúsund verið handteknir til viðbótar. AP hefur eftir hjálparsamtökum að um 2.200 Palestínumenn séu í haldi án ákæru. Talið er að rúmlega 750 þúsund Palestínumenn hafi farið í gegnum fangelsiskerfi Ísrael frá 1967.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Vopnahlé tekur gildi og fyrstu gíslunum sleppt klukkan tvö Fjögurra daga hlé á átökunum á Gasa hófst klukkan fimm í morgun og síðar í dag, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, verður þrettán ísraelskum gíslum sem hafa verið í haldi Hamas-samtakanna sleppt. 24. nóvember 2023 06:51 Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. 23. nóvember 2023 06:57 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Vopnahlé tekur gildi og fyrstu gíslunum sleppt klukkan tvö Fjögurra daga hlé á átökunum á Gasa hófst klukkan fimm í morgun og síðar í dag, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, verður þrettán ísraelskum gíslum sem hafa verið í haldi Hamas-samtakanna sleppt. 24. nóvember 2023 06:51
Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. 23. nóvember 2023 06:57