Kerr með þrennu í sigri Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. nóvember 2023 21:59 Einu af þremur mörkum kvöldsins fagnað. Chloe Knott/Getty Images Sam Kerr skoraði þrennu þegar Chelsea lagði París FC í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þá vann AS Roma 3-0 sigur á Ajax. Hin ástralska Sam Kerr svífur um á bleiku skýi þessa dagana enda nýbúin að fara á skeljarnar og biðja kærustu sína um að giftast sér. Kerr hélt upp á það að hætti hússins, með því að skora öll mörkin í góðum sigri. Það fyrsta kom eftir sléttan hálftíma en Lauren James fær heiðurinn að því marki. James hafði klúðrað algjöru dauðafæri ekki löngu áður en þerna fékk hún boltann úti vinstra megin, óð að marki gestanna áður en hún fór inn á völlinn og átti þessa stórbrotnu sendingu sem Kerr gat ekki gert annað við en að sparka í netið. What an assist from Lauren James. Sam Kerr finishes the job. Chelsea https://t.co/jWZ0fW8CGB https://t.co/SzA1yH7CPE https://t.co/gE1izq2GLv #UWCLonDAZN pic.twitter.com/AKSKKL1F36— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 Thea Greboval jafnaði fyrir París FC með ágætum skalla eftir að markvörður Chelsea, Ann-Katrin Berger, gat ekki ákveðið hvort hún ætti að koma út í boltann eftir hornspyrnu gestanna. Staðan 1-1 í hálfleik. Rainbow header by Théa Greboval to bring Paris level. https://t.co/jWZ0fW8CGB https://t.co/SzA1yH7CPE https://t.co/gE1izq2GLv #UWCLonDAZN pic.twitter.com/sbH1PdIcHp— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 Kerr kom heimaliðinu yfir á nýjan leik snemma í síðari hálfleik. Að þessu sinni batt hún enda á frábæra skyndisókn sem hófst vinstra megin á vellinum, þaðan fór boltinn yfir til hægri á hin sænsku Johönnu Rytting Kaneryd sem gaf fyrir markið og Kerr skilaði knettinum í netið. SAM KERR GETS CHELSEA'S SECOND! https://t.co/jWZ0fW8CGB https://t.co/SzA1yH7CPE https://t.co/gE1izq2GLv #UWCLonDAZN pic.twitter.com/9mTuy08sVJ— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 Kerr fullkomnaði þrennu sína ekki löngu síðar eftir að langur bolti frá Berger í marki Chelsea rataði alla leið yfir vörn gestanna og allt í einu þurfti Kerr bara að lyfta boltanum yfir markvörð gestanna, sem hún og gerði. Varamaðurinn Sophie Ingle gerði svo fjórða mark Chelsea í uppbótartíma, lokatölur 4-1. Chelsea er í 2. sæti D-riðils með 4 stig en BK Häcken er á toppnum með 6 stig. Real Madríd er með eitt og París rekur lestuna án stiga. Þá vann AS Roma einstaklega öruggan 3-0 sigur á Ajax. Valentina Giacinti skoraði tvívegis snemma í leiknum og Manuela Giugliano gulltryggði sigurinn í upphafi síðari hálfleiks. Manuela Giugliano off the volley 4 goals and 4 assists for the Italian midfielder in her last six UWCL games! https://t.co/sd7lZMVpzk https://t.co/ow8f49ISzS https://t.co/0J80omegSI#UWCLonDAZN pic.twitter.com/wIOakvn1Va— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 AS Roma er á toppi C-riðils með 4 stig líkt og Bayern München sem vann París Saint-Germain 1-0 á útivelli þökk sé stoðsendingu Glódísar Perlu Viggósdóttur. Ajax er með 3 stig en PSG er án stiga. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Glódís Perla lagði upp sigurmarkið í París Bayern München lagði París Saint-Germain á útivelli í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði gestanna, lagði upp sigurmarkið. 23. nóvember 2023 20:01 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Fleiri fréttir Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Neuer spilar ekki fleiri leiki á árinu 2024 Sjá meira
Hin ástralska Sam Kerr svífur um á bleiku skýi þessa dagana enda nýbúin að fara á skeljarnar og biðja kærustu sína um að giftast sér. Kerr hélt upp á það að hætti hússins, með því að skora öll mörkin í góðum sigri. Það fyrsta kom eftir sléttan hálftíma en Lauren James fær heiðurinn að því marki. James hafði klúðrað algjöru dauðafæri ekki löngu áður en þerna fékk hún boltann úti vinstra megin, óð að marki gestanna áður en hún fór inn á völlinn og átti þessa stórbrotnu sendingu sem Kerr gat ekki gert annað við en að sparka í netið. What an assist from Lauren James. Sam Kerr finishes the job. Chelsea https://t.co/jWZ0fW8CGB https://t.co/SzA1yH7CPE https://t.co/gE1izq2GLv #UWCLonDAZN pic.twitter.com/AKSKKL1F36— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 Thea Greboval jafnaði fyrir París FC með ágætum skalla eftir að markvörður Chelsea, Ann-Katrin Berger, gat ekki ákveðið hvort hún ætti að koma út í boltann eftir hornspyrnu gestanna. Staðan 1-1 í hálfleik. Rainbow header by Théa Greboval to bring Paris level. https://t.co/jWZ0fW8CGB https://t.co/SzA1yH7CPE https://t.co/gE1izq2GLv #UWCLonDAZN pic.twitter.com/sbH1PdIcHp— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 Kerr kom heimaliðinu yfir á nýjan leik snemma í síðari hálfleik. Að þessu sinni batt hún enda á frábæra skyndisókn sem hófst vinstra megin á vellinum, þaðan fór boltinn yfir til hægri á hin sænsku Johönnu Rytting Kaneryd sem gaf fyrir markið og Kerr skilaði knettinum í netið. SAM KERR GETS CHELSEA'S SECOND! https://t.co/jWZ0fW8CGB https://t.co/SzA1yH7CPE https://t.co/gE1izq2GLv #UWCLonDAZN pic.twitter.com/9mTuy08sVJ— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 Kerr fullkomnaði þrennu sína ekki löngu síðar eftir að langur bolti frá Berger í marki Chelsea rataði alla leið yfir vörn gestanna og allt í einu þurfti Kerr bara að lyfta boltanum yfir markvörð gestanna, sem hún og gerði. Varamaðurinn Sophie Ingle gerði svo fjórða mark Chelsea í uppbótartíma, lokatölur 4-1. Chelsea er í 2. sæti D-riðils með 4 stig en BK Häcken er á toppnum með 6 stig. Real Madríd er með eitt og París rekur lestuna án stiga. Þá vann AS Roma einstaklega öruggan 3-0 sigur á Ajax. Valentina Giacinti skoraði tvívegis snemma í leiknum og Manuela Giugliano gulltryggði sigurinn í upphafi síðari hálfleiks. Manuela Giugliano off the volley 4 goals and 4 assists for the Italian midfielder in her last six UWCL games! https://t.co/sd7lZMVpzk https://t.co/ow8f49ISzS https://t.co/0J80omegSI#UWCLonDAZN pic.twitter.com/wIOakvn1Va— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 AS Roma er á toppi C-riðils með 4 stig líkt og Bayern München sem vann París Saint-Germain 1-0 á útivelli þökk sé stoðsendingu Glódísar Perlu Viggósdóttur. Ajax er með 3 stig en PSG er án stiga.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Glódís Perla lagði upp sigurmarkið í París Bayern München lagði París Saint-Germain á útivelli í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði gestanna, lagði upp sigurmarkið. 23. nóvember 2023 20:01 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Fleiri fréttir Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Neuer spilar ekki fleiri leiki á árinu 2024 Sjá meira
Glódís Perla lagði upp sigurmarkið í París Bayern München lagði París Saint-Germain á útivelli í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði gestanna, lagði upp sigurmarkið. 23. nóvember 2023 20:01