Sömdu um lausn 50 gísla gegn fjögurra daga hléi á átökum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. nóvember 2023 06:25 Samkomulagið felur í sér aukna mannúðaraðstoð á Gasa, meðal annars eldsneyti til að koma sjúkrahúsum á svæðinu aftur í gang. AP/Mohammed Dahman Ísraelsmenn og Hamas-samtökin hafa komist að samkomulagi um lausn 50 gísla úr haldi Hamas á fjórum dögum gegn hléi á átökum á Gasa. Um verður að ræða börn og konur og hafa Ísraelar samþykkt að frelsa 150 börn og konur úr fangelsum sínum. Það voru stjórnvöld í Katar sem áttu milligöngu um samkomulagið ásamt Egyptum og Bandaríkjamönnum. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur fagnað samkomulaginu og segir mikilvægt að það nái fram að ganga. Það felur einnig í sér aukna mannúðaraðstoð á svæðinu. Bandarískur embættismaður sem staðfesti að samkomulagið væri í höfn greindi frá því að það væri þannig upp byggt að til staðar væri hvati fyrir Hamas til að sleppa fleiri gíslum af þeim um 240 sem samtökin og aðrir aðilar fjandsamlegir Ísrael eru taldir hafa í haldi. Í yfirlýsingu frá skrifstofu forsætisráðherra Ísrael sagði að möguleiki væri á að framlengja hlé á átökum um einn dag fyrir hverja tíu gísla sem verður sleppt. Ekki hefur verið greint frá því hvenær hléið hefst en Benjamin Netanyahu forsætisráðherra sagði á ríkisstjórnarfundi að fyrsta gíslinum yrði sleppt innan 48 klukkustunda. Hamas-samtökin hafa sömuleiðis staðfest að samkomulag liggi fyrir. Segja samtökin Ísraelsmenn hafa samþykkt að hætta loftárásum á suðurhluta Gasa á umræddum fjórum dögum og takmarka aðgerðir á norðurhluta svæðisins við sex tíma á dag. Þá segja samtökin Ísraelsmenn hafa samþykkt að engar handtökur eigi sér stað á tímabilinu. Þrátt fyrir samkomulagið hefur Netanyahu ítrekað að stríðinu sé ekki lokið; því muni ekki ljúka fyrr en allir gíslarnir séu komnir heim og Ísraelsmenn hafa náð öllum markmiðum sínum. Forsætisráðherrann hefur heitið því að útrýma Hamas. Af þeim um 240 gíslum sem eru í haldi er um helmingur hermenn og um helmingur Ísraelsmenn. Næstum helmingur er sagður hafa tvöfalt ríkisfang. Eins og fyrr segir eru þeir ekki allir í haldi Hamas og það kann að reynast samtökunum erfitt að hafa uppi á þeim sem eru í haldi annarra hópa. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Það voru stjórnvöld í Katar sem áttu milligöngu um samkomulagið ásamt Egyptum og Bandaríkjamönnum. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur fagnað samkomulaginu og segir mikilvægt að það nái fram að ganga. Það felur einnig í sér aukna mannúðaraðstoð á svæðinu. Bandarískur embættismaður sem staðfesti að samkomulagið væri í höfn greindi frá því að það væri þannig upp byggt að til staðar væri hvati fyrir Hamas til að sleppa fleiri gíslum af þeim um 240 sem samtökin og aðrir aðilar fjandsamlegir Ísrael eru taldir hafa í haldi. Í yfirlýsingu frá skrifstofu forsætisráðherra Ísrael sagði að möguleiki væri á að framlengja hlé á átökum um einn dag fyrir hverja tíu gísla sem verður sleppt. Ekki hefur verið greint frá því hvenær hléið hefst en Benjamin Netanyahu forsætisráðherra sagði á ríkisstjórnarfundi að fyrsta gíslinum yrði sleppt innan 48 klukkustunda. Hamas-samtökin hafa sömuleiðis staðfest að samkomulag liggi fyrir. Segja samtökin Ísraelsmenn hafa samþykkt að hætta loftárásum á suðurhluta Gasa á umræddum fjórum dögum og takmarka aðgerðir á norðurhluta svæðisins við sex tíma á dag. Þá segja samtökin Ísraelsmenn hafa samþykkt að engar handtökur eigi sér stað á tímabilinu. Þrátt fyrir samkomulagið hefur Netanyahu ítrekað að stríðinu sé ekki lokið; því muni ekki ljúka fyrr en allir gíslarnir séu komnir heim og Ísraelsmenn hafa náð öllum markmiðum sínum. Forsætisráðherrann hefur heitið því að útrýma Hamas. Af þeim um 240 gíslum sem eru í haldi er um helmingur hermenn og um helmingur Ísraelsmenn. Næstum helmingur er sagður hafa tvöfalt ríkisfang. Eins og fyrr segir eru þeir ekki allir í haldi Hamas og það kann að reynast samtökunum erfitt að hafa uppi á þeim sem eru í haldi annarra hópa.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira