Seðlabankinn þarf nú að lækka stýrivexti Stefán Ólafsson skrifar 18. nóvember 2023 13:30 Staðan er sú að háir stýrivextir hafa verið að auka verðbólguna undanfarið. Það er vegna þess að skuldabyrði fyrirtækja hefur þyngst með þessum óvenju miklu hækkunum stýrivaxta sem gengið hafa yfir á síðastliðnu ári. Það hefur ýtt undir verðhækkanir. Seðlabankinn hefur verið að vinna með ranga kenningu um orsakir verðbólgunnar hér á síðustu misserum, enda er árangurinn af aðgerðum hans alltof lítill. Ég útlistaði þetta í nýlegri grein í tímaritinu Vísbendingu (sjá "Hin leiðin gegn verðbólgunni"). Nú er ljóst að eldhræringarnar við Grindavík hægja hugsanlega á hagvexti og stórauka eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði, sem var of mikil fyrir. Á sama tíma eru óvenju háir stýrivextir Seðlabankans að hægja stórlega á framleiðslu nýrra íbúða, eins og Samtök iðnaðarins hafa ítrekað bent á. Versnandi afkoma tekjulægri heimila vegna verulega aukins húsnæðiskostnaðar hefur magnað upp þrýsting launafólks á miklar hækkanir launa í komandi kjarasamningum. Háir stýrivextir og of veikburða húsnæðisstuðningur (vaxta- og leigubætur) eiga mikinn þátt í því. Því þarf nú að söðla um í peningastefnunni. Lækkun stýrivaxta myndi m.a. hafa eftirfarandi áhrif sem öll væru til góðs í stöðunni: Létt yrði á verðbólguþrýstingi með lækkun á skuldabyrði fyrirtækja. Byggingariðnaðurinn fengi merki um að betri tíð gæti verið í vændum sem myndi hafa jákvæð áhrif á áform um nýbyggingar íbúða. Jákvæð skilaboð yrðu þar með send til verkalýðshreyfingarinnar um að lækkun á vöxtum íbúðarlána sé handan við hornið, en það gæti stuðlað að varfærari launahækkunum á fyrsta ári nýs kjarasamnings til þriggja ára. Seðlabankinn er nú í dauðafæri til að sýna vitræn viðbrögð við breyttum aðstæðum og að leggja gott til farsælli framvindu á næstu misserum. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Grindavík Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Staðan er sú að háir stýrivextir hafa verið að auka verðbólguna undanfarið. Það er vegna þess að skuldabyrði fyrirtækja hefur þyngst með þessum óvenju miklu hækkunum stýrivaxta sem gengið hafa yfir á síðastliðnu ári. Það hefur ýtt undir verðhækkanir. Seðlabankinn hefur verið að vinna með ranga kenningu um orsakir verðbólgunnar hér á síðustu misserum, enda er árangurinn af aðgerðum hans alltof lítill. Ég útlistaði þetta í nýlegri grein í tímaritinu Vísbendingu (sjá "Hin leiðin gegn verðbólgunni"). Nú er ljóst að eldhræringarnar við Grindavík hægja hugsanlega á hagvexti og stórauka eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði, sem var of mikil fyrir. Á sama tíma eru óvenju háir stýrivextir Seðlabankans að hægja stórlega á framleiðslu nýrra íbúða, eins og Samtök iðnaðarins hafa ítrekað bent á. Versnandi afkoma tekjulægri heimila vegna verulega aukins húsnæðiskostnaðar hefur magnað upp þrýsting launafólks á miklar hækkanir launa í komandi kjarasamningum. Háir stýrivextir og of veikburða húsnæðisstuðningur (vaxta- og leigubætur) eiga mikinn þátt í því. Því þarf nú að söðla um í peningastefnunni. Lækkun stýrivaxta myndi m.a. hafa eftirfarandi áhrif sem öll væru til góðs í stöðunni: Létt yrði á verðbólguþrýstingi með lækkun á skuldabyrði fyrirtækja. Byggingariðnaðurinn fengi merki um að betri tíð gæti verið í vændum sem myndi hafa jákvæð áhrif á áform um nýbyggingar íbúða. Jákvæð skilaboð yrðu þar með send til verkalýðshreyfingarinnar um að lækkun á vöxtum íbúðarlána sé handan við hornið, en það gæti stuðlað að varfærari launahækkunum á fyrsta ári nýs kjarasamnings til þriggja ára. Seðlabankinn er nú í dauðafæri til að sýna vitræn viðbrögð við breyttum aðstæðum og að leggja gott til farsælli framvindu á næstu misserum. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun