Segja íbúum á suðurhluta Gasa nú að flýja Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2023 13:03 Ísraelskir hermenn á Gasaströndinni. Ísraelski herinn Ísraelar hafa varpað dreifimiðum á Gasaströndina þar sem íbúar eru beðnir um að flýja frá hlutum svæðisins. Þykir það til marks um að forsvarsmenn ísraelska hersins ætli að útvíkka hernaðinn á jörðu niðri en hundruð þúsunda Palestínumanna hafa flúið frá norðurhluta Gasastrandarinnar til suðurhlutans. Fari ísraelskir hermenn að sækja fram í suðurhluta Gasastrandarinnar má gera ráð fyrir því að sífellt versnandi mannúðarástand á svæðinu myndi versna til muna, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði jarðarinnar þar sem um 2,3 milljónir manna búa á svæði sem er um það bil fjörutíu kílómetra langt og tíu kílómetra breitt. Frá því stríð Ísrael og Hamas, sem stjórna Gasa, hófst í síðasta mánuði hafa að minnsta kosti 1,5 milljón manna þurft að yfirgefa heimili sín. Sjá einnig: Biden ver afstöðu Bandaríkjanna og segir Hamas ekki munu hætta Linnulausar loftárásir Ísraela og hafa komið verulega niður á íbúum sem dáið hafa í þúsundatali. Þessar árásir eru ítrekað gerðar á suðurhluta Gasastrandarinnar en Ísraelar hafa beðið fólk um að flýja þangað úr norðri, þar sem ísraelski herinn hefur eingangrað norðurhlutann frá suðurhlutanum. Á kortinu hér að neðan, sem er frá bandarísku hugveitunni Institute for the study of war má sjá grófa mynd af stöðunni á Gasaströndinni og hvar ísraelskir hermenn hafa verið á ferðinni. Latest #Iran Update covering the #IsraelHamasWar: https://t.co/uz7v8om3mN1/ Israeli forces conducted a reconnaissance operation into the al Shifa Hospital complex on Nov. 14-15 to obtain information about the #Hamas tunnel network #Israel says is under the complex. pic.twitter.com/nQuPeoYY9m— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) November 16, 2023 Ísraelskir hermenn eru enn að framkvæma leit í al-Shifa sjúkrahúsinu í Gasaborg. Ísraelskur blaðamaður segir hermenn fara hús úr húsi á lóðinni og leita á hverri hæð. Enn er gert ráð fyrir að finna megi eitthvað í sjúkrahúsinu. Þá hefur blaðamaðurinn eftir forsvarsmönnum hersins að tölvur hafi fundist í sjúkrahúsinu og á þeim hafi fundist upplýsingar um gísla sem Hamas-liðar tóku í síðasta mánuði og myndefni sem tengist þeim. Íbúum fjögurra bæja á suðurhluta Gasastrandarinnar hefur verið skipað að flýja.Ísraelski herinn Forsvarsmenn hersins hafa haldið því fram að umfangsmiklar bækistöðvar Hamas megi finna í göngum undir sjúkrahúsinu og hafa ráðamenn í Bandaríkjunum tekið undir að vísbendingar séu um slíkt. Sjá einnig: Líkin hrannast upp og læknir segir ástandið á al Shifa „ómannlegt“ Enn sem komið er hafa Ísraelar ekki fært haldbærar sannanir fyrir því og hafa þess í stað birt myndbönd úr sjúkrahúsinu sem sýna nokkrar byssur, vesti, skotfæri og klæðnað. Engar myndir hafa verið birtar af göngum undir sjúkrahúsinu. Harðir bardagar eru sagðir hafa geisað við sjúkrahúsið í nokkra daga. Þá segja talsmenn hersins að nokkrir Hamas-liðar hafi verið felldir við inngang sjúkrahússins. 36, ' . , >> pic.twitter.com/daQfxrTP07— (@idfonline) November 15, 2023 Þúsundir manna héldu til í sjúkrahúsinu áður en atlaga var gerð að því. Í frétt Wall Street Journal segir að reynist það ósatt að Hamas-lið hafi haldið til í göngum undir sjúkrahúsinu, muni það koma niður á Ísraelum og auka alþjóðlega gagnrýni á hernaði þeirra á Gasaströndinni. Eyðileggingin er gífurleg á Gasaströndinni og þúsundir borgara liggja í valnum.Ísraelski herinn Segja þúsundum að flýja Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði í gær að innrás Ísraels á Gasaströndina muni að endingu einnig ná til suðurhluta svæðisins. Reuters segir Ísraelsmenn hafa skipað íbúum fjögurra bæja í suðurhluta Gasastrandarinnar að flýja. Í þessum fjórum bæjum bjuggu rúmlega hundrað þúsund manns fyrir stríðið en tugir þúsunda hafa flúið þangað eftir að það hófst. Á dreifimiðunum sem varpað var á bæina segir að ísraelski herinn neyðist til að ráðast á Hamas-liða á svæðinu. Fólki væri hollast að flýja, til að tryggja eigið öryggi. Íbúar segja umfangsmiklar árásir hafa verið gerðar á svæðinu í nótt. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Segja ekki hafa komið til „samstuðs“ milli hermanna og sjúklinga eða starfsfólks Talið er að um 1.200 sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn séu nú á al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa en Ísraelsher fór inn á sjúkrahússvæðið í morgun í „hnitmiðaðri aðgerð“ sem virðist beinast gegn meintum höfuðstöðvum Hamas undir sjúkrahúsinu. 15. nóvember 2023 11:54 Íranskir hermenn féllu líklega í árásum Bandaríkjamanna Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gærkvöldi myndbönd af loftárásum hersins á byltingarverði Íran og vígahópa sem Írans styður í austurhluta Sýrlands á dögunum. Árásirnar voru gerðar vegna ítrekaðra árása meðlima vígahópa í Írak og Sýrlandi á bandaríska hermenn þar. 15. nóvember 2023 10:29 Þúsundir flýja umkringd sjúkrahús Harðir bardagar við sjúkrahús í norðurhluta Gasastrandarinnar hafa þvingað þúsundir Pelstínumanna til að flýja síðustu skjól svæðisins. Hundruð eru enn fastir á sjúkrahúsunum en þar á meðal eru sjúklingar í alvarlegri stöðu og nýfædd börn en birgðir eru að klárast og ljósavélar eldsneytislausar. 13. nóvember 2023 15:54 Segir al Shifa orðið vettvang dauða, eyðileggingar og örvæntingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir al Shifa-sjúkrahúsið á Gasa ekki lengur starfhæft en þrír dagar séu nú liðnir án rafmagns og vatns. Stöðugar sprengingar og skotárásir hafi gert bága stöðu ómögulega. 13. nóvember 2023 01:31 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Fari ísraelskir hermenn að sækja fram í suðurhluta Gasastrandarinnar má gera ráð fyrir því að sífellt versnandi mannúðarástand á svæðinu myndi versna til muna, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði jarðarinnar þar sem um 2,3 milljónir manna búa á svæði sem er um það bil fjörutíu kílómetra langt og tíu kílómetra breitt. Frá því stríð Ísrael og Hamas, sem stjórna Gasa, hófst í síðasta mánuði hafa að minnsta kosti 1,5 milljón manna þurft að yfirgefa heimili sín. Sjá einnig: Biden ver afstöðu Bandaríkjanna og segir Hamas ekki munu hætta Linnulausar loftárásir Ísraela og hafa komið verulega niður á íbúum sem dáið hafa í þúsundatali. Þessar árásir eru ítrekað gerðar á suðurhluta Gasastrandarinnar en Ísraelar hafa beðið fólk um að flýja þangað úr norðri, þar sem ísraelski herinn hefur eingangrað norðurhlutann frá suðurhlutanum. Á kortinu hér að neðan, sem er frá bandarísku hugveitunni Institute for the study of war má sjá grófa mynd af stöðunni á Gasaströndinni og hvar ísraelskir hermenn hafa verið á ferðinni. Latest #Iran Update covering the #IsraelHamasWar: https://t.co/uz7v8om3mN1/ Israeli forces conducted a reconnaissance operation into the al Shifa Hospital complex on Nov. 14-15 to obtain information about the #Hamas tunnel network #Israel says is under the complex. pic.twitter.com/nQuPeoYY9m— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) November 16, 2023 Ísraelskir hermenn eru enn að framkvæma leit í al-Shifa sjúkrahúsinu í Gasaborg. Ísraelskur blaðamaður segir hermenn fara hús úr húsi á lóðinni og leita á hverri hæð. Enn er gert ráð fyrir að finna megi eitthvað í sjúkrahúsinu. Þá hefur blaðamaðurinn eftir forsvarsmönnum hersins að tölvur hafi fundist í sjúkrahúsinu og á þeim hafi fundist upplýsingar um gísla sem Hamas-liðar tóku í síðasta mánuði og myndefni sem tengist þeim. Íbúum fjögurra bæja á suðurhluta Gasastrandarinnar hefur verið skipað að flýja.Ísraelski herinn Forsvarsmenn hersins hafa haldið því fram að umfangsmiklar bækistöðvar Hamas megi finna í göngum undir sjúkrahúsinu og hafa ráðamenn í Bandaríkjunum tekið undir að vísbendingar séu um slíkt. Sjá einnig: Líkin hrannast upp og læknir segir ástandið á al Shifa „ómannlegt“ Enn sem komið er hafa Ísraelar ekki fært haldbærar sannanir fyrir því og hafa þess í stað birt myndbönd úr sjúkrahúsinu sem sýna nokkrar byssur, vesti, skotfæri og klæðnað. Engar myndir hafa verið birtar af göngum undir sjúkrahúsinu. Harðir bardagar eru sagðir hafa geisað við sjúkrahúsið í nokkra daga. Þá segja talsmenn hersins að nokkrir Hamas-liðar hafi verið felldir við inngang sjúkrahússins. 36, ' . , >> pic.twitter.com/daQfxrTP07— (@idfonline) November 15, 2023 Þúsundir manna héldu til í sjúkrahúsinu áður en atlaga var gerð að því. Í frétt Wall Street Journal segir að reynist það ósatt að Hamas-lið hafi haldið til í göngum undir sjúkrahúsinu, muni það koma niður á Ísraelum og auka alþjóðlega gagnrýni á hernaði þeirra á Gasaströndinni. Eyðileggingin er gífurleg á Gasaströndinni og þúsundir borgara liggja í valnum.Ísraelski herinn Segja þúsundum að flýja Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði í gær að innrás Ísraels á Gasaströndina muni að endingu einnig ná til suðurhluta svæðisins. Reuters segir Ísraelsmenn hafa skipað íbúum fjögurra bæja í suðurhluta Gasastrandarinnar að flýja. Í þessum fjórum bæjum bjuggu rúmlega hundrað þúsund manns fyrir stríðið en tugir þúsunda hafa flúið þangað eftir að það hófst. Á dreifimiðunum sem varpað var á bæina segir að ísraelski herinn neyðist til að ráðast á Hamas-liða á svæðinu. Fólki væri hollast að flýja, til að tryggja eigið öryggi. Íbúar segja umfangsmiklar árásir hafa verið gerðar á svæðinu í nótt.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Segja ekki hafa komið til „samstuðs“ milli hermanna og sjúklinga eða starfsfólks Talið er að um 1.200 sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn séu nú á al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa en Ísraelsher fór inn á sjúkrahússvæðið í morgun í „hnitmiðaðri aðgerð“ sem virðist beinast gegn meintum höfuðstöðvum Hamas undir sjúkrahúsinu. 15. nóvember 2023 11:54 Íranskir hermenn féllu líklega í árásum Bandaríkjamanna Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gærkvöldi myndbönd af loftárásum hersins á byltingarverði Íran og vígahópa sem Írans styður í austurhluta Sýrlands á dögunum. Árásirnar voru gerðar vegna ítrekaðra árása meðlima vígahópa í Írak og Sýrlandi á bandaríska hermenn þar. 15. nóvember 2023 10:29 Þúsundir flýja umkringd sjúkrahús Harðir bardagar við sjúkrahús í norðurhluta Gasastrandarinnar hafa þvingað þúsundir Pelstínumanna til að flýja síðustu skjól svæðisins. Hundruð eru enn fastir á sjúkrahúsunum en þar á meðal eru sjúklingar í alvarlegri stöðu og nýfædd börn en birgðir eru að klárast og ljósavélar eldsneytislausar. 13. nóvember 2023 15:54 Segir al Shifa orðið vettvang dauða, eyðileggingar og örvæntingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir al Shifa-sjúkrahúsið á Gasa ekki lengur starfhæft en þrír dagar séu nú liðnir án rafmagns og vatns. Stöðugar sprengingar og skotárásir hafi gert bága stöðu ómögulega. 13. nóvember 2023 01:31 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Segja ekki hafa komið til „samstuðs“ milli hermanna og sjúklinga eða starfsfólks Talið er að um 1.200 sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn séu nú á al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa en Ísraelsher fór inn á sjúkrahússvæðið í morgun í „hnitmiðaðri aðgerð“ sem virðist beinast gegn meintum höfuðstöðvum Hamas undir sjúkrahúsinu. 15. nóvember 2023 11:54
Íranskir hermenn féllu líklega í árásum Bandaríkjamanna Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gærkvöldi myndbönd af loftárásum hersins á byltingarverði Íran og vígahópa sem Írans styður í austurhluta Sýrlands á dögunum. Árásirnar voru gerðar vegna ítrekaðra árása meðlima vígahópa í Írak og Sýrlandi á bandaríska hermenn þar. 15. nóvember 2023 10:29
Þúsundir flýja umkringd sjúkrahús Harðir bardagar við sjúkrahús í norðurhluta Gasastrandarinnar hafa þvingað þúsundir Pelstínumanna til að flýja síðustu skjól svæðisins. Hundruð eru enn fastir á sjúkrahúsunum en þar á meðal eru sjúklingar í alvarlegri stöðu og nýfædd börn en birgðir eru að klárast og ljósavélar eldsneytislausar. 13. nóvember 2023 15:54
Segir al Shifa orðið vettvang dauða, eyðileggingar og örvæntingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir al Shifa-sjúkrahúsið á Gasa ekki lengur starfhæft en þrír dagar séu nú liðnir án rafmagns og vatns. Stöðugar sprengingar og skotárásir hafi gert bága stöðu ómögulega. 13. nóvember 2023 01:31