„Ég er eiginlega heppnasti handboltamaður í heimi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2023 09:01 Jón Bjarni Ólafsson með boltann eftir að hafa tekið við sendingu frá Aroni Pálmarssyni. vísir/vilhelm Jón Bjarni Ólafsson átti stórleik þegar FH vann Hauka í Hafnarfjarðarslagnum í Olís-deildinni. Hann nýtur þess til hins ítrasta að spila með Aroni Pálmarssyni. Jón Bjarni skoraði tíu mörk úr ellefu skotum í 29-32 sigri FH-inga á Ásvöllum í fyrradag. Með sigrinum komst liðið á topp Olís-deildarinnar. „Þetta var hörkuleikur eins og leikir þessara liða eru alltaf. Maður mætti undirbúinn og gíraður og gerði sitt,“ sagði Jón Bjarni í samtali við Vísi. Aron var einnig í miklum ham í leiknum á fimmtudaginn, skoraði fimm mörk og gaf þrettán stoðsendingar, þar af tíu á Jón Bjarna. Hann lagði því upp öll mörk línumannsins. „Þetta er veisla, það er ekkert annað,“ sagði Jón Bjarni aðspurður hvernig það sé að spila með Aroni. „Hann gerir sitt og ég þarf bara að grípa boltann. Þá er þetta komið.“ Jón Bjarni segist eðlilega hafa orðið spenntur þegar hann frétti af heimkomu Arons eftir glæstan feril í atvinnumennsku enda er hann duglegur að mata línumennina sem hann spilar með. „Ég er eiginlega heppnasti handboltamaður í heimi,“ sagði Jón Bjarni. „Hann er duglegur að leiðbeina manni og segja manni hvernig maður getur bætt sig. Hann er góður leiðbeinandi.“ Jón Bjarni er fárra örvhentra línumanna í bransanum.vísir/vilhelm Jón Bjarni segir að FH-ingar séu sáttir með tímabilið hingað til, enda á toppi Olís-deildarinnar og komnir áfram í Powerade-bikarnum og Áskorendabikarnum. „Við erum á því róli sem við ætlum að vera á. Við ætlum að halda okkur þarna efst uppi. Það er planið,“ sagði Jón Bjarni. Línumaðurinn hefur verið í stöðugri framför undanfarin ár og hann stefnir enn hærra. „Ég er mjög ánægður. Þetta er afrakstur mikilla æfinga og handboltinn fær mjög mikla athygli frá mér. Ég er með mín markmið og ætla mér að gera alls konar hluti. Ég er á þeirri vegferð,“ sagði Jón Bjarni. En hvert er stefnan sett? „Mig langar bara að verða bestur. Á maður ekki alltaf að reyna að vera bestur?“ svaramaður línumaðurinn örvhenti. Olís-deild karla FH Mest lesið „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Fótbolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Fleiri fréttir Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Sjá meira
Jón Bjarni skoraði tíu mörk úr ellefu skotum í 29-32 sigri FH-inga á Ásvöllum í fyrradag. Með sigrinum komst liðið á topp Olís-deildarinnar. „Þetta var hörkuleikur eins og leikir þessara liða eru alltaf. Maður mætti undirbúinn og gíraður og gerði sitt,“ sagði Jón Bjarni í samtali við Vísi. Aron var einnig í miklum ham í leiknum á fimmtudaginn, skoraði fimm mörk og gaf þrettán stoðsendingar, þar af tíu á Jón Bjarna. Hann lagði því upp öll mörk línumannsins. „Þetta er veisla, það er ekkert annað,“ sagði Jón Bjarni aðspurður hvernig það sé að spila með Aroni. „Hann gerir sitt og ég þarf bara að grípa boltann. Þá er þetta komið.“ Jón Bjarni segist eðlilega hafa orðið spenntur þegar hann frétti af heimkomu Arons eftir glæstan feril í atvinnumennsku enda er hann duglegur að mata línumennina sem hann spilar með. „Ég er eiginlega heppnasti handboltamaður í heimi,“ sagði Jón Bjarni. „Hann er duglegur að leiðbeina manni og segja manni hvernig maður getur bætt sig. Hann er góður leiðbeinandi.“ Jón Bjarni er fárra örvhentra línumanna í bransanum.vísir/vilhelm Jón Bjarni segir að FH-ingar séu sáttir með tímabilið hingað til, enda á toppi Olís-deildarinnar og komnir áfram í Powerade-bikarnum og Áskorendabikarnum. „Við erum á því róli sem við ætlum að vera á. Við ætlum að halda okkur þarna efst uppi. Það er planið,“ sagði Jón Bjarni. Línumaðurinn hefur verið í stöðugri framför undanfarin ár og hann stefnir enn hærra. „Ég er mjög ánægður. Þetta er afrakstur mikilla æfinga og handboltinn fær mjög mikla athygli frá mér. Ég er með mín markmið og ætla mér að gera alls konar hluti. Ég er á þeirri vegferð,“ sagði Jón Bjarni. En hvert er stefnan sett? „Mig langar bara að verða bestur. Á maður ekki alltaf að reyna að vera bestur?“ svaramaður línumaðurinn örvhenti.
Olís-deild karla FH Mest lesið „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Fótbolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Fleiri fréttir Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Sjá meira