Ef samkennd væri drifkraftur stjórnmála Gísli Rafn Ólafsson skrifar 8. nóvember 2023 10:00 Myndir af látnum börnum sem grafin er upp úr húsarústum á Gaza. Myndir af 3 ára barni á strönd grískrar eyju eftir að það drukknaði á leið sinni frá Sýrlandi til Evrópu. Ungur albanskur drengur með bangsa í hönd sem starir út um dyragættina þegar verið er að vísa honum og foreldrum hans úr landi. Fatlaður einstaklingur sem tekinn er úr hjólastól og hent inn í lögreglubíl þegar flytja á hann úr landi. Allt eru þetta myndir sem vekja upp tilfinningar hjá öllum þeim sem þær sjá. Tilfinningar eins og reiði, sorg, vonleysi og samkennd. Já, það er okkur manneskjum eðlislægt að finna til þegar brotið er á öðrum manneskjum. Við finnum til samkenndar. Samkenndin er tilfinning ólík mörgum öðrum, því að hún er afleiðing þess að við setjum okkur í spor annarra, þeirra sem við sjáum mynd af eða heyrum frásögn frá. Við finnum því næst sömu tilfinningar og ef þetta væri okkar barn eða okkar fjölskylda sem lægi þarna undir húsarústunum. Læknum, hjúkrunarfólki og öðrum sem horfa upp á erfiða hluti er oft sagt að það megi ekki tengjast skjólstæðingum of persónulegum böndum, því að það geti verið þeim of flókið að starfa í þeim erfiðu aðstæðum sem framundan geta verið. Á sama hátt er okkur stjórnmálamönnum sagt að hugsa ekki um einstaka mál heldur hag heildarinnar. Þetta er hins vegar kolröng nálgun. Það er akkúrat með því að tengjast einstaklingunum og virkja þar með samkenndina sem við fáum drifkraftinn og skilninginn á því hvað þarf að gera, hvað þarf að bæta og hvað þurfi að setja fókusinn á. Ef samkennd væri drifkraftur stjórnmálanna, þá væru engin stríð, þá væri engin fátækt, því þá værum við löngu búin að nota þær sterku tilfinningar sem samkenndin vekur innanbrjósts hjá okkur til þess að bæta þann heim sem við lifum í. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Myndir af látnum börnum sem grafin er upp úr húsarústum á Gaza. Myndir af 3 ára barni á strönd grískrar eyju eftir að það drukknaði á leið sinni frá Sýrlandi til Evrópu. Ungur albanskur drengur með bangsa í hönd sem starir út um dyragættina þegar verið er að vísa honum og foreldrum hans úr landi. Fatlaður einstaklingur sem tekinn er úr hjólastól og hent inn í lögreglubíl þegar flytja á hann úr landi. Allt eru þetta myndir sem vekja upp tilfinningar hjá öllum þeim sem þær sjá. Tilfinningar eins og reiði, sorg, vonleysi og samkennd. Já, það er okkur manneskjum eðlislægt að finna til þegar brotið er á öðrum manneskjum. Við finnum til samkenndar. Samkenndin er tilfinning ólík mörgum öðrum, því að hún er afleiðing þess að við setjum okkur í spor annarra, þeirra sem við sjáum mynd af eða heyrum frásögn frá. Við finnum því næst sömu tilfinningar og ef þetta væri okkar barn eða okkar fjölskylda sem lægi þarna undir húsarústunum. Læknum, hjúkrunarfólki og öðrum sem horfa upp á erfiða hluti er oft sagt að það megi ekki tengjast skjólstæðingum of persónulegum böndum, því að það geti verið þeim of flókið að starfa í þeim erfiðu aðstæðum sem framundan geta verið. Á sama hátt er okkur stjórnmálamönnum sagt að hugsa ekki um einstaka mál heldur hag heildarinnar. Þetta er hins vegar kolröng nálgun. Það er akkúrat með því að tengjast einstaklingunum og virkja þar með samkenndina sem við fáum drifkraftinn og skilninginn á því hvað þarf að gera, hvað þarf að bæta og hvað þurfi að setja fókusinn á. Ef samkennd væri drifkraftur stjórnmálanna, þá væru engin stríð, þá væri engin fátækt, því þá værum við löngu búin að nota þær sterku tilfinningar sem samkenndin vekur innanbrjósts hjá okkur til þess að bæta þann heim sem við lifum í. Höfundur er þingmaður Pírata.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun