Stiven vinnur aftur með Snorra: „Fyrsta sem hann gerði var að láta okkur hlaupa“ Aron Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2023 15:00 Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari Íslands og Stiven Tobar Valencia, landsliðsmaður þekkjast vel frá fyrri tíð með Val. Vísir/Samsett mynd Stiven Tobar Valencia er bjartsýnn fyrir komandi tíma íslenska karlalandsliðsins í handbolta undir stjórn Snorra Stein Guðjónssonar sem stýrir í kvöld sínu fyrsta leik sem landsliðsþjálfari. Stiven, sem leikur með Benfica í Portúgal, þekkir vel til Snorra Steins frá fyrri tíð. Ísland tekur á móti Færeyjum í Laugardalshöll í kvöld. Um er að ræða fyrri leik liðanna sem munu síðan mætast aftur á morgun í seinni æfingarleik sínum. Hvernig lýst þér á komandi tíma með landsliðinu undir stjórn Snorra Steins? „Mér lýst bara mjög vel á þá. Ég þekki mjög vel til Snorra, veit hvernig handbolta hann vill að sín lið spili. Þá er þetta þjálfari sem þekkir einnig inn á styrkleika mína. Hann veit hvernig hann getur notað mig,“ segir Stiven Tobar. Ákveðnar áherslubreytingar hjá landsliðinu hafi komið inn með Snorra. „Fyrsta sem hann gerði var að láta okkur hlaupa. Maður sér að hann er að koma inn með sömu pælingar og hann var með hjá Val. Lætur okkur hlaupa mikið og vill að við keyrum dálítið á hraðann. Við erum með leikmenn til þess að fylgja því eftir. Það eru svona helstu breytingarnar sem ég hef tekið eftir í byrjun hans stjórnartíðar.“ Stiven hefur verið að stíga sín fyrstu skref í atvinnumennsku með Benfica, einu af toppliðum Portúgal. Hann er enn að aðlagst lífinu úti, handboltanum, en lýst vel á framhaldið. „Þetta hefur verið aðeins öðruvísi en maður hafði upplifað hérna heima. Ég hafði vanist annars konar spilamennsku. Það hefur tekið sinn tíma að koma sér fyrir þarna úti, aðlagast þeim kerfum sem liðið spilar. En virkilega gaman og spennandi að fá tækifæri til þess að prófa sig áfram á þessu stigi.“ Finnur þú sem sagt fyrir miklum mun á þeim handbolta sem er spilaður úti í Portúgal, samanborið við þann handbolta sem spilaður er hér heima? „Já. Ég fæ ekki að keyra jafn mikið á hraðaupphlaupin eins og var raunin þegar að ég var hjá Val. Boltinn þarna úti er aðeins hægari.“ Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Ísland tekur á móti Færeyjum í Laugardalshöll í kvöld. Um er að ræða fyrri leik liðanna sem munu síðan mætast aftur á morgun í seinni æfingarleik sínum. Hvernig lýst þér á komandi tíma með landsliðinu undir stjórn Snorra Steins? „Mér lýst bara mjög vel á þá. Ég þekki mjög vel til Snorra, veit hvernig handbolta hann vill að sín lið spili. Þá er þetta þjálfari sem þekkir einnig inn á styrkleika mína. Hann veit hvernig hann getur notað mig,“ segir Stiven Tobar. Ákveðnar áherslubreytingar hjá landsliðinu hafi komið inn með Snorra. „Fyrsta sem hann gerði var að láta okkur hlaupa. Maður sér að hann er að koma inn með sömu pælingar og hann var með hjá Val. Lætur okkur hlaupa mikið og vill að við keyrum dálítið á hraðann. Við erum með leikmenn til þess að fylgja því eftir. Það eru svona helstu breytingarnar sem ég hef tekið eftir í byrjun hans stjórnartíðar.“ Stiven hefur verið að stíga sín fyrstu skref í atvinnumennsku með Benfica, einu af toppliðum Portúgal. Hann er enn að aðlagst lífinu úti, handboltanum, en lýst vel á framhaldið. „Þetta hefur verið aðeins öðruvísi en maður hafði upplifað hérna heima. Ég hafði vanist annars konar spilamennsku. Það hefur tekið sinn tíma að koma sér fyrir þarna úti, aðlagast þeim kerfum sem liðið spilar. En virkilega gaman og spennandi að fá tækifæri til þess að prófa sig áfram á þessu stigi.“ Finnur þú sem sagt fyrir miklum mun á þeim handbolta sem er spilaður úti í Portúgal, samanborið við þann handbolta sem spilaður er hér heima? „Já. Ég fæ ekki að keyra jafn mikið á hraðaupphlaupin eins og var raunin þegar að ég var hjá Val. Boltinn þarna úti er aðeins hægari.“
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira