Samgöngubætur eða átta milljarða krúnudjásn Marta Guðjónsdóttir skrifar 3. nóvember 2023 08:01 Í síðustu viku birtist á Vísi.is frumleg grein um brú. Þar er lagt til að skattgreiðendur komi sér upp brú yfir Fossvoginn, frá Nauthólsvík yfir í Kársnesið, u.þ.b. einn og hálfan kílómetra fyrir vestan Kringlumýrarbraut. Brúin á að vera fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, fyrir Strætó og Borgarlínu, ef ske kynni að einhver hluti hennar kæmist einhvern tímann í gagnið. Félag og framkvæmdastjóri Höfundur greinarinnar, Davíð Þorláksson, er framkvæmdastjóri opinbera hlutafélagsins Betri samgangna. Það félag var stofnað vegna Samgöngusáttmálans milli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, sem undirritaður var árið 2019. Sá sáttmáli er nú í endurskoðun. Lögum samkvæmt er það eitt megin hlutverk Betri samgangna ohf. að hrinda í framkvæmd uppbyggingu þeirra samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu sem sáttmálinn kveður á um og fara með heildstæða áætlanagerð og áhættustýringu fyrir þessa uppbyggingu. Þessi sömu lög veita hins vegar framkvæmdastjóranum ekkert ákvörðunarvald yfir stefnumótun eða endurskoðun sáttmálans. Þau ákvæði eru öll í höndum lýðkjörinna fulltrúa Alþingis og viðkomandi sveitarfélaga. Það er því óviðeigandi að embættismaður sé að útlista opinberlega sínar persónulegu skoðanir á því hvernig eigi að endurskoða sáttmálann, á meðan sú vinna er í gangi og þingmenn, borgar- og bæjarfulltrúar eiga eftir að kynna sér niðurstöður hennar. Röksemdir greinarinnar eru hins vegar svo frumlegar að það er vel þess virði að rifja þær hér upp. Þau rök minna einna helst á gullmola úr leikhúsverkum sem falla undir bókmenntastefnuna Théâtre de l'absurde. Leikhús fáránleikans Upphaflega og samkvæmt kostnaðaráætlun Samgöngusáttmálans átti brúin að kosta 2.2 milljarða og það er nákvæmlega kostnaðurinn við nánast jafn langa Þorskafjarðarbrú sem var vígð í síðustu viku. En einhverra hluta vegna hefur kostnaðurinn við brúna yfir Fossvoginn hækkað úr 2,2 milljörðum upp í 8 milljarða. Sumum finnst það svolítið mikil hækkun á fjórum árum, einkum fólki sem borgar skatta. En það finnst Davíð Þorlákssyni ekki. Hann bendir á að Fossvogsbrúin sé ekki bara djásn, heldur krúnudjásn Samgöngusáttmálans. Fái skattborgarar krúnudjásn, verða þeir auðvitað að borga fyrir það. Gullna hliðið Auk þess bendir hann á að brúin verði Nýtt hlið að höfuðborgarsvæðinu, og það er reyndar heiti greinarinnar. Þar hefur hann að vísu aðeins ruglast í hugtökum: Svona brú verður aldrei að Nýju hliði að höfuðborgarsvæðinu, heldur einungis á milli tveggja sveitarfélaga sem bæði eru innan höfuðborgarsvæðisins. En það er nú kannski ekki svo nauið því hann bendir einmitt og einnig á að brúin „tengir tvö stærstu sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins og landsins alls, Reykjavík og Kópavog.“ Það er nú ekki smátt. Það er laukrétt að við eigum að huga oftar að svona hliðum milli sveitarfélaga. Eitt slíkt hlið er t.d. við Vegamót á Nesveginum þar sem fiskbúðin góða er til húsa. Þar eru tvær stæðilegar vörður, sitt hvoru megin Nesvegar, til marks um hliðið á milli Reykjavíkur og Seltjarnarnesbæjar. Það hlið kostaði að vísu ekki 8 milljarða. En það er nú samt nokkuð gott hlið. Núna sérðu – ekki nú! Ein þyngstu rök greinarinnar fyrir brúnni yfir Fossvoginn felast í þeirri staðreynd að hún verður sýnileg. Þar virðist höfundurinn komast að kjarna málsins: „Hún verður sýnileg öllum þeim sem aka milli Reykjavíkur og Kópavogs um Kringlumýrarbraut. Í dag eru það rúmlega 50.000 bílferðir á hverjum virkum degi eða rúmlega 60.000 manns.“ Hér má hnykkja á rökum Davíðs og gera þau enn veigameiri. Tafir vegfarenda á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins hafa aukist um meira en 50 prósent á örfáum árum. Þessi stóri og sífellt stærri áhorfendahópur á Kringlumýrarbrautinni getur því stytt sér stundir við að horfa á krúnudjásnið, sífellt lengur, í sífellt lengri biðröðum ökutækja. Að hugsa stórt Davíð lýkur greininni með kafla sem heitir Hugsum stórt, á eftirfarandi hátt: „Geta þær kynslóðir sem eru nú að byggja upp landið, sem er nú eitt það ríkasta í heimi, ekki leyft sér að búa til stórhuga mannvirki, þótt þau séu e.t.v. aðeins dýrari? Hvers konar mannvirki viljum við skilja eftir fyrir börnin okkar og barnabörn á þessum vinsæla útivistarstað?“ Ja - þegar stórt er spurt, þá er kannski bara ein efasemd í lokin. Gæti hugsast að vegfarendur í sífellt lengri biðröðum á Kringlumýrarbraut fari að velta því fyrir sér, að ef þessum átta þúsund milljónum króna af þeirra eigin fé hefði ekki verið sólundað í krúnudjásn, heldur skynsamlega varið í arðsemisgreindar samgöngubætur - þá sætu þeir ekki lengur í biðröð, að horfa á krúnudjásn, heldur væru þeir löngu komnir heim til fjölskyldna sinna? Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Marta Guðjónsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birtist á Vísi.is frumleg grein um brú. Þar er lagt til að skattgreiðendur komi sér upp brú yfir Fossvoginn, frá Nauthólsvík yfir í Kársnesið, u.þ.b. einn og hálfan kílómetra fyrir vestan Kringlumýrarbraut. Brúin á að vera fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, fyrir Strætó og Borgarlínu, ef ske kynni að einhver hluti hennar kæmist einhvern tímann í gagnið. Félag og framkvæmdastjóri Höfundur greinarinnar, Davíð Þorláksson, er framkvæmdastjóri opinbera hlutafélagsins Betri samgangna. Það félag var stofnað vegna Samgöngusáttmálans milli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, sem undirritaður var árið 2019. Sá sáttmáli er nú í endurskoðun. Lögum samkvæmt er það eitt megin hlutverk Betri samgangna ohf. að hrinda í framkvæmd uppbyggingu þeirra samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu sem sáttmálinn kveður á um og fara með heildstæða áætlanagerð og áhættustýringu fyrir þessa uppbyggingu. Þessi sömu lög veita hins vegar framkvæmdastjóranum ekkert ákvörðunarvald yfir stefnumótun eða endurskoðun sáttmálans. Þau ákvæði eru öll í höndum lýðkjörinna fulltrúa Alþingis og viðkomandi sveitarfélaga. Það er því óviðeigandi að embættismaður sé að útlista opinberlega sínar persónulegu skoðanir á því hvernig eigi að endurskoða sáttmálann, á meðan sú vinna er í gangi og þingmenn, borgar- og bæjarfulltrúar eiga eftir að kynna sér niðurstöður hennar. Röksemdir greinarinnar eru hins vegar svo frumlegar að það er vel þess virði að rifja þær hér upp. Þau rök minna einna helst á gullmola úr leikhúsverkum sem falla undir bókmenntastefnuna Théâtre de l'absurde. Leikhús fáránleikans Upphaflega og samkvæmt kostnaðaráætlun Samgöngusáttmálans átti brúin að kosta 2.2 milljarða og það er nákvæmlega kostnaðurinn við nánast jafn langa Þorskafjarðarbrú sem var vígð í síðustu viku. En einhverra hluta vegna hefur kostnaðurinn við brúna yfir Fossvoginn hækkað úr 2,2 milljörðum upp í 8 milljarða. Sumum finnst það svolítið mikil hækkun á fjórum árum, einkum fólki sem borgar skatta. En það finnst Davíð Þorlákssyni ekki. Hann bendir á að Fossvogsbrúin sé ekki bara djásn, heldur krúnudjásn Samgöngusáttmálans. Fái skattborgarar krúnudjásn, verða þeir auðvitað að borga fyrir það. Gullna hliðið Auk þess bendir hann á að brúin verði Nýtt hlið að höfuðborgarsvæðinu, og það er reyndar heiti greinarinnar. Þar hefur hann að vísu aðeins ruglast í hugtökum: Svona brú verður aldrei að Nýju hliði að höfuðborgarsvæðinu, heldur einungis á milli tveggja sveitarfélaga sem bæði eru innan höfuðborgarsvæðisins. En það er nú kannski ekki svo nauið því hann bendir einmitt og einnig á að brúin „tengir tvö stærstu sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins og landsins alls, Reykjavík og Kópavog.“ Það er nú ekki smátt. Það er laukrétt að við eigum að huga oftar að svona hliðum milli sveitarfélaga. Eitt slíkt hlið er t.d. við Vegamót á Nesveginum þar sem fiskbúðin góða er til húsa. Þar eru tvær stæðilegar vörður, sitt hvoru megin Nesvegar, til marks um hliðið á milli Reykjavíkur og Seltjarnarnesbæjar. Það hlið kostaði að vísu ekki 8 milljarða. En það er nú samt nokkuð gott hlið. Núna sérðu – ekki nú! Ein þyngstu rök greinarinnar fyrir brúnni yfir Fossvoginn felast í þeirri staðreynd að hún verður sýnileg. Þar virðist höfundurinn komast að kjarna málsins: „Hún verður sýnileg öllum þeim sem aka milli Reykjavíkur og Kópavogs um Kringlumýrarbraut. Í dag eru það rúmlega 50.000 bílferðir á hverjum virkum degi eða rúmlega 60.000 manns.“ Hér má hnykkja á rökum Davíðs og gera þau enn veigameiri. Tafir vegfarenda á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins hafa aukist um meira en 50 prósent á örfáum árum. Þessi stóri og sífellt stærri áhorfendahópur á Kringlumýrarbrautinni getur því stytt sér stundir við að horfa á krúnudjásnið, sífellt lengur, í sífellt lengri biðröðum ökutækja. Að hugsa stórt Davíð lýkur greininni með kafla sem heitir Hugsum stórt, á eftirfarandi hátt: „Geta þær kynslóðir sem eru nú að byggja upp landið, sem er nú eitt það ríkasta í heimi, ekki leyft sér að búa til stórhuga mannvirki, þótt þau séu e.t.v. aðeins dýrari? Hvers konar mannvirki viljum við skilja eftir fyrir börnin okkar og barnabörn á þessum vinsæla útivistarstað?“ Ja - þegar stórt er spurt, þá er kannski bara ein efasemd í lokin. Gæti hugsast að vegfarendur í sífellt lengri biðröðum á Kringlumýrarbraut fari að velta því fyrir sér, að ef þessum átta þúsund milljónum króna af þeirra eigin fé hefði ekki verið sólundað í krúnudjásn, heldur skynsamlega varið í arðsemisgreindar samgöngubætur - þá sætu þeir ekki lengur í biðröð, að horfa á krúnudjásn, heldur væru þeir löngu komnir heim til fjölskyldna sinna? Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun