„Ekki vera með leiðindi, veittu mér bara betri þjónustu“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. nóvember 2023 07:00 Afreksmerki fyrir góðan árangur í Meðmælingum Maskínu 2023 voru veitt á dögunum en það voru Indó, Blush og Tesla sem urðu hlutskörpust. Ólafur Þór Gylfason í Maskínu, sviðsstjóri markaðsrannsókna Maskínu skýrir út hversu mikil áhrif umræða neytenda getur haft á söluaðila. Vísir/Vilhelm „Ungt fólk er með allt annað viðhorf en við þekktum áður og eldra fólk er að breytast með því. Við hugsum öðruvísi en fyrir tuttugu árum og það á þá líka við um það hvernig við metum vöru og þjónustu sem við kaupum sem neytendur,“ segir Ólafur Þór Gylfason sviðsstjóri markaðsrannsókna Maskínu. „Nú gildir einfaldlega að vera vinur. Ekki vera með leiðindi, veittu mér bara betri þjónustu.“ Þetta er mikil breyting frá því sem áður var en frá árinu 2014 hefur verið mælt, hversu líklegt fólk er til þess að mæla með vöru eða þjónustu sem það kaupir. Eða að hallmæla viðkomandi söluaðila. „Með tilkomu samfélagsmiðlanna eru rásirnar til þess að mæla með eða hallmæla orðnar svo margar. Það hvað fólk segir um vöruna þína eða þjónustu, getur haft gífurlega mikil áhrif. Slæmt umtal getur breiðst svo hratt út í dag, að það er erfitt og jafnvel ógerningur fyrir fyrirtæki að sporna við neikvæðri umræðu um vöru- eða þjónustukaup.“ Á dögunum voru veitt afreksmerki fyrir góðan árangur í Meðmælingum Maskínu, en þetta er í annað sinn sem þessar viðurkenningar eru veittar. Meðmælingarannsóknin hefur þó verið framkvæmd árlega frá árinu 2014. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um Meðmælingarnar Maskínu. Indó, Tesla og Blush Í Meðmælingu Maskínu er mælt hversu líklegt fólk er til að mæla með, eða hallmæla, fyrirtækjum sem þau hafa átt viðskipti við. Rannsóknir hafa sýnt að líklegustu áhrifin á það hvort þú kaupir vöru eða ekki, eru meðmæli,“ segir Ólafur en bætir við að það sama eigi við um það ef vörum eða þjónustu er hallmælt. 174 fyrirtæki voru mæld í Meðmælingu Maskínu að þessu sinni en Ólafur segir að þetta sé gífurleg fjölgun miðað við það sem var í upphafi mælinga, þegar tuttugu til þrjátíu fyrirtæki voru mæld. Þau fyrirtæki sem voru hlutskörpust árið 2023 reyndust vera Indó, Tesla og Blush. Svarendur voru um 2500 manns og athygli vekur að ýmsar erlendar neysluvörur eru einnig mældar. Til dæmis Netflix og Spotify. „Já það sem gerir Meðmælinguna svo áhugaverða er að í raun er hægt að gera samanburð á milli atvinnugreina, því að við mælum líka þekktar vörur sem eru algengar eða teljast stórar neysluvörur. Með þessu geta íslensku fyrirtækin borið niðurstöðurnar sínar saman við erlenda samkeppnisaðila.“ Ólafur segir mjög áhugavert að sjá hvernig aðilar eins og til dæmis Indó eða Blush mælast. Viðskiptavinir þessara fyrirtækja séu að staðfesta að þeir myndu mjög líklega mæla með viðskiptum við þessi fyrirtæki. Blush hefur auðvitað vakið athygli fyrir alls konar hluti og er augljóslega að gera góða hluti fyrir sína viðskiptavini. Að sama skapi er áhugavert að sjá hvað Indó er að koma inn á markaðinn með miklum hvelli. Því 15% þeirra sem eru átján ára og eldri segjast vera komin í viðskipti við Indó. Það er framúrskarandi góður árangur hjá nýjum aðila.“ Þá segir Ólafur einnig áhugavert að sjá hvernig nýir aðilar eru að koma inn á markaðinn. „Til viðbótar við Indó nefni ég til dæmis Hopp. Þeir eru með þriðja stærsta notendahópinn í samgönguþjónustu. Aðeins Icelandair og Play eru stærri. Bæði Strætó og Hreyfill eru til dæmis með minni notendahóp en Hopp.“ Yngri kynslóðir eru með allt annað viðhorf en það sem eitt sinn gilti hjá eldri kynslóðum og nú er eldra fólk farið að læra af yngra fólkinu. Nú gildir ekkert annað en að fyrirtæki séu ekki með neitt vesen, engin leiðindi og sýni í verki að þau vilji vera vinur viðskiptavina sinna.Vísir/Vilhelm Ekki vera með leiðindi Ólafur segir mörg dæmi úr fyrri mælingum sýna hversu mikið hefur breyst í hugum fólks varðandi það að gera kröfu um góða þjónustu. „Að fyrirtækin séu vinur en ekki einhver sem er með leiðindi,“ segir Ólafur. Sem dæmi nefnir hann þegar Nova kom fyrst inn á markaðinn. „Símafyrirtækin þá höfðu í raun verið með eintóm leiðindi í sinni þjónustu í dágóðan tíma. Og komust upp með það. Þar til Nova kemur inn á markaðinn með algjörlega nýja nálgun. Stærsti skemmtistaður í heimi sem tilkynnti þú mátt hringja eins og þú vilt og nota netið eins og þú vilt og þarft ekkert að borga neitt meira. Við erum vinur þinn og ekki með nein leiðindi. Þetta á endanum kollvarpaði þjónustu hinna símafyrirtækjanna sem auðvitað komust ekkert upp með neitt annað en að breyta sinni nálgun algjörlega og verða vinur kaupenda.“ Þá segir hann ánægju fólks með fyrirtæki geta skipt sköpum um þau viðbrögð sem verða í kjölfar þess að eitthvað kemur upp. Þegar Costco kom fyrst inn á markað var ánægjan með Costco gífurlega mikil. Stuttu eftir opnun fannst skordýr í jarðaberjum frá þeim og um það var rætt á samfélagsmiðlunum. Í staðinn fyrir að þetta þætti alveg ferlegt eða hneykslanlegt, snerist umræðan um það að þeir hjá Costco væru svo frábærir að þeir væru ekki að bjóða upp á jarðaber sem búið væri að eitra rosalega mikið. Skordýrið var þarna allt í einu orðið að einhverjum jákvæðum fítus um það hversu frábær söluaðilinn væri.“ Þá segir Ólafur orðspor og umræðu oft hafa áhrif á það í hvaða átt markaður færist eða hversu meðvitaður markaðurinn er um einhverja þjónustu. „Við sjáum það í niðurstöðum Meðmælinga að trúverðugleiki fyrirtækja getur byggst á því hvernig fyrirtækið vinnur úr áföllum, frekar en hvað leiðir til þess að áfallið verður,“ segir Ólafur og tekur dæmi: „Eitt sinn varð mikið rafmagnsleysi fyrir norðan sem hafði gífurleg áhrif á fjölda heimila og fyrirtækja. Rafmagnsöluaðilinn greip hins vegar boltann og lagði sig í líma við að útskýra og upplýsa neytendur vel um stöðu mála og hvað væri verið að gera til að leysa úr málum. Fram að þeim tíma var eins og fólk hefði þó ekki mikið velt því fyrir sér að rafmagn væri ekki sjálfsögð vara. Eftir þetta atvik höfum við tekið eftir því í mælingum að fólk er orðið meðvitaðra um þá vöru sem rafmagnið er og það birtist í skýrari svörum um það hvort að fólk myndi mæla með einhverjum rafmagnssala eða ekki.“ Símafyrirtækin komust upp með að vera með leiðindi þar til Nova kom til sögunnar og neytendur voru svo jákvæðir gagnvart Costco fyrst eftir opnun að meira að segja skordýr sem fannst í jarðaberjum þar kallaði fram jákvæða umræðu. Ólafur segir Meðmælingar Maskínu afar upplýsandi niðurstöður.Vísir/Vilhelm Oft segir Ólafur niðurstöður Meðmælinga Maskínu líka endurspegla eitthvað sem stundum má sjá í fréttum fjölmiðla. „Ég nefni sem dæmi nýlega frétt um að póstþjónusta Póstsins á Íslandi mælist sú lakasta í Evrópu. Þessi frétt endurspeglar það sem við sjáum í okkar gögnum. Þar má sjá hvernig þessi alþjóðlegu póstdreifingarfyrirtæki eins og DHL og Ups eru að mælast mun betur. Síðan kemur póstdreifingin DROPP sem er að mælast mjög vel hjá fólki. Sem er svolítið merkilegt því að DROPP er milliliður viðskipta við til dæmis Boozt og ekkert endilega sjálfgefið að fólk taki eftir því hver er að afhenda pakkana. En fólk er greinilega með þessa hluti á hreinu,“ segir Ólafur og bætir við: „Pósturinn hefur auðvitað verið í umbreytingarferli, að skera niður póstþjónustu og að reyna að fóta sig í þessari pökkunarþjónustu. Umtalið um Póstinn er frekar neikvætt og það er eins og fólk geri einfaldlega ráð fyrir því að það taki Póstinn lengri tíma að afhenda pakka en aðra. Fólk er því ekki líklegt til að mæla með Póstinum en líklegt til að mæla með fyrirtæki eins og DROPP sem starfar á sama sviði.“ Ólafur segir mikla gleði fylgja því að hljóta afreksmerki Meðmælingu Maskínu. „Mörg fyrirtæki eru í þannig starfsemi að þau heyra sjaldnast af ánægju viðskiptavina. Ég nefni sem dæmi fyrirtækið Dineout. Þar var gleðin mikil þegar viðurkenningin var veitt til þeirra í fyrra, því þau einfaldlega heyra aldrei hrósið sjálf, verandi milliliður í að fólk bókar borð á veitingastöðum. En það er mjög gaman að sjá samt í Meðmælingunum hvað fólk er oft meðvitað um þjónustuaðila og mjög áhugavert að sjá hvaða aðilar það eru, sem fólk er tilbúið til að mæla með.“ Til dæmis segir Ólafur meðmæli og upplifun á góðri þjónustu ekki endilega sama hlutinn. „Meðmæli frá öðrum er áhrifaríkasta leiðin til þess að hafa áhrif á það hvort fólk vilji versla við þitt fyrirtæki eða ekki. Þó sýna Meðmælingarnar að fólk er ekkert endilega jákvætt gagnvart því að gefa vöru eða þjónustu meðmæli, þótt það sé ánægt með keypta vöru eða þjónustu. Við virðumst frekar sjá að ef söluaðilar sýna markvisst að þeir vilja ekkert vesen né leiðindi heldur einungis að gera vel við þig, þá aukast líkurnar á að fólk mæli með viðkomandi vöru eða þjónustu.“ Neytendur Verslun Fjarskipti Costco Auglýsinga- og markaðsmál Góðu ráðin Tengdar fréttir Með puttann á púlsinum í áratugi Þóra Ásgeirsdóttir hefur verið með puttann á kannanapúlsinum í áratugi, eða frá árinu 1986 þegar hún hóf störf hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. 21. febrúar 2022 07:00 Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu „Heilt yfir eru jákvæð teikn á vinnumarkaði því að kulnun mælist nú átta prósent í samanburði við ellefu prósent í fyrra,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents um niðurstöður nýrrar könnunar Prósents. 6. október 2023 07:02 Stutt í að LinkedIn breytist líka á Íslandi og verði aðalmiðillinn í ráðningum „Ég held að það sé einungis tímaspursmál hvenær það gerist að LinkedIn auglýsingakerfið opni fyrir Ísland. Og þegar það gerist er eins gott að íslenskir vinnustaðir séu undir það búin að sá miðill mun hafa gífurleg áhrif á það hver ásýnd vinnustaða er fyrir framtíðarstarfsfólk,“ segir Arnar Gísli Hinriksson hjá Digido. 5. október 2023 07:00 „En hvers vegna þurfum við að vera feimin?“ „Það er ekkert óalgengt að fólk sé með fyrirlestur hér og þar og segi frá því sem vinnustaðurinn er að gera eða takast á við. En þegar kemur að því að bjóða fólki „heim“ er eins og við verðum eitthvað feimnari,“ segir Margrét Tryggvadóttir skemmtana- og forstjóri Nova. 2. október 2023 07:00 Ranghugmyndir um hvaða fólk notar TikTok og hvernig „Oft er TikTok bara meðhöndlað þannig að yngsta starfsmanninum er réttur síminn og hann beðinn um að gera eitthvað sniðugt,“ segir Klara Símonardóttir framkvæmdastjóri Petmark sem nýlega hlaut hæstu einkunn í viðskiptadeild Háskólans á Bifröst það sem af er ári, fyrir BS ritgerðina sína í viðskiptafræði. 5. júní 2023 07:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Nú gildir einfaldlega að vera vinur. Ekki vera með leiðindi, veittu mér bara betri þjónustu.“ Þetta er mikil breyting frá því sem áður var en frá árinu 2014 hefur verið mælt, hversu líklegt fólk er til þess að mæla með vöru eða þjónustu sem það kaupir. Eða að hallmæla viðkomandi söluaðila. „Með tilkomu samfélagsmiðlanna eru rásirnar til þess að mæla með eða hallmæla orðnar svo margar. Það hvað fólk segir um vöruna þína eða þjónustu, getur haft gífurlega mikil áhrif. Slæmt umtal getur breiðst svo hratt út í dag, að það er erfitt og jafnvel ógerningur fyrir fyrirtæki að sporna við neikvæðri umræðu um vöru- eða þjónustukaup.“ Á dögunum voru veitt afreksmerki fyrir góðan árangur í Meðmælingum Maskínu, en þetta er í annað sinn sem þessar viðurkenningar eru veittar. Meðmælingarannsóknin hefur þó verið framkvæmd árlega frá árinu 2014. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um Meðmælingarnar Maskínu. Indó, Tesla og Blush Í Meðmælingu Maskínu er mælt hversu líklegt fólk er til að mæla með, eða hallmæla, fyrirtækjum sem þau hafa átt viðskipti við. Rannsóknir hafa sýnt að líklegustu áhrifin á það hvort þú kaupir vöru eða ekki, eru meðmæli,“ segir Ólafur en bætir við að það sama eigi við um það ef vörum eða þjónustu er hallmælt. 174 fyrirtæki voru mæld í Meðmælingu Maskínu að þessu sinni en Ólafur segir að þetta sé gífurleg fjölgun miðað við það sem var í upphafi mælinga, þegar tuttugu til þrjátíu fyrirtæki voru mæld. Þau fyrirtæki sem voru hlutskörpust árið 2023 reyndust vera Indó, Tesla og Blush. Svarendur voru um 2500 manns og athygli vekur að ýmsar erlendar neysluvörur eru einnig mældar. Til dæmis Netflix og Spotify. „Já það sem gerir Meðmælinguna svo áhugaverða er að í raun er hægt að gera samanburð á milli atvinnugreina, því að við mælum líka þekktar vörur sem eru algengar eða teljast stórar neysluvörur. Með þessu geta íslensku fyrirtækin borið niðurstöðurnar sínar saman við erlenda samkeppnisaðila.“ Ólafur segir mjög áhugavert að sjá hvernig aðilar eins og til dæmis Indó eða Blush mælast. Viðskiptavinir þessara fyrirtækja séu að staðfesta að þeir myndu mjög líklega mæla með viðskiptum við þessi fyrirtæki. Blush hefur auðvitað vakið athygli fyrir alls konar hluti og er augljóslega að gera góða hluti fyrir sína viðskiptavini. Að sama skapi er áhugavert að sjá hvað Indó er að koma inn á markaðinn með miklum hvelli. Því 15% þeirra sem eru átján ára og eldri segjast vera komin í viðskipti við Indó. Það er framúrskarandi góður árangur hjá nýjum aðila.“ Þá segir Ólafur einnig áhugavert að sjá hvernig nýir aðilar eru að koma inn á markaðinn. „Til viðbótar við Indó nefni ég til dæmis Hopp. Þeir eru með þriðja stærsta notendahópinn í samgönguþjónustu. Aðeins Icelandair og Play eru stærri. Bæði Strætó og Hreyfill eru til dæmis með minni notendahóp en Hopp.“ Yngri kynslóðir eru með allt annað viðhorf en það sem eitt sinn gilti hjá eldri kynslóðum og nú er eldra fólk farið að læra af yngra fólkinu. Nú gildir ekkert annað en að fyrirtæki séu ekki með neitt vesen, engin leiðindi og sýni í verki að þau vilji vera vinur viðskiptavina sinna.Vísir/Vilhelm Ekki vera með leiðindi Ólafur segir mörg dæmi úr fyrri mælingum sýna hversu mikið hefur breyst í hugum fólks varðandi það að gera kröfu um góða þjónustu. „Að fyrirtækin séu vinur en ekki einhver sem er með leiðindi,“ segir Ólafur. Sem dæmi nefnir hann þegar Nova kom fyrst inn á markaðinn. „Símafyrirtækin þá höfðu í raun verið með eintóm leiðindi í sinni þjónustu í dágóðan tíma. Og komust upp með það. Þar til Nova kemur inn á markaðinn með algjörlega nýja nálgun. Stærsti skemmtistaður í heimi sem tilkynnti þú mátt hringja eins og þú vilt og nota netið eins og þú vilt og þarft ekkert að borga neitt meira. Við erum vinur þinn og ekki með nein leiðindi. Þetta á endanum kollvarpaði þjónustu hinna símafyrirtækjanna sem auðvitað komust ekkert upp með neitt annað en að breyta sinni nálgun algjörlega og verða vinur kaupenda.“ Þá segir hann ánægju fólks með fyrirtæki geta skipt sköpum um þau viðbrögð sem verða í kjölfar þess að eitthvað kemur upp. Þegar Costco kom fyrst inn á markað var ánægjan með Costco gífurlega mikil. Stuttu eftir opnun fannst skordýr í jarðaberjum frá þeim og um það var rætt á samfélagsmiðlunum. Í staðinn fyrir að þetta þætti alveg ferlegt eða hneykslanlegt, snerist umræðan um það að þeir hjá Costco væru svo frábærir að þeir væru ekki að bjóða upp á jarðaber sem búið væri að eitra rosalega mikið. Skordýrið var þarna allt í einu orðið að einhverjum jákvæðum fítus um það hversu frábær söluaðilinn væri.“ Þá segir Ólafur orðspor og umræðu oft hafa áhrif á það í hvaða átt markaður færist eða hversu meðvitaður markaðurinn er um einhverja þjónustu. „Við sjáum það í niðurstöðum Meðmælinga að trúverðugleiki fyrirtækja getur byggst á því hvernig fyrirtækið vinnur úr áföllum, frekar en hvað leiðir til þess að áfallið verður,“ segir Ólafur og tekur dæmi: „Eitt sinn varð mikið rafmagnsleysi fyrir norðan sem hafði gífurleg áhrif á fjölda heimila og fyrirtækja. Rafmagnsöluaðilinn greip hins vegar boltann og lagði sig í líma við að útskýra og upplýsa neytendur vel um stöðu mála og hvað væri verið að gera til að leysa úr málum. Fram að þeim tíma var eins og fólk hefði þó ekki mikið velt því fyrir sér að rafmagn væri ekki sjálfsögð vara. Eftir þetta atvik höfum við tekið eftir því í mælingum að fólk er orðið meðvitaðra um þá vöru sem rafmagnið er og það birtist í skýrari svörum um það hvort að fólk myndi mæla með einhverjum rafmagnssala eða ekki.“ Símafyrirtækin komust upp með að vera með leiðindi þar til Nova kom til sögunnar og neytendur voru svo jákvæðir gagnvart Costco fyrst eftir opnun að meira að segja skordýr sem fannst í jarðaberjum þar kallaði fram jákvæða umræðu. Ólafur segir Meðmælingar Maskínu afar upplýsandi niðurstöður.Vísir/Vilhelm Oft segir Ólafur niðurstöður Meðmælinga Maskínu líka endurspegla eitthvað sem stundum má sjá í fréttum fjölmiðla. „Ég nefni sem dæmi nýlega frétt um að póstþjónusta Póstsins á Íslandi mælist sú lakasta í Evrópu. Þessi frétt endurspeglar það sem við sjáum í okkar gögnum. Þar má sjá hvernig þessi alþjóðlegu póstdreifingarfyrirtæki eins og DHL og Ups eru að mælast mun betur. Síðan kemur póstdreifingin DROPP sem er að mælast mjög vel hjá fólki. Sem er svolítið merkilegt því að DROPP er milliliður viðskipta við til dæmis Boozt og ekkert endilega sjálfgefið að fólk taki eftir því hver er að afhenda pakkana. En fólk er greinilega með þessa hluti á hreinu,“ segir Ólafur og bætir við: „Pósturinn hefur auðvitað verið í umbreytingarferli, að skera niður póstþjónustu og að reyna að fóta sig í þessari pökkunarþjónustu. Umtalið um Póstinn er frekar neikvætt og það er eins og fólk geri einfaldlega ráð fyrir því að það taki Póstinn lengri tíma að afhenda pakka en aðra. Fólk er því ekki líklegt til að mæla með Póstinum en líklegt til að mæla með fyrirtæki eins og DROPP sem starfar á sama sviði.“ Ólafur segir mikla gleði fylgja því að hljóta afreksmerki Meðmælingu Maskínu. „Mörg fyrirtæki eru í þannig starfsemi að þau heyra sjaldnast af ánægju viðskiptavina. Ég nefni sem dæmi fyrirtækið Dineout. Þar var gleðin mikil þegar viðurkenningin var veitt til þeirra í fyrra, því þau einfaldlega heyra aldrei hrósið sjálf, verandi milliliður í að fólk bókar borð á veitingastöðum. En það er mjög gaman að sjá samt í Meðmælingunum hvað fólk er oft meðvitað um þjónustuaðila og mjög áhugavert að sjá hvaða aðilar það eru, sem fólk er tilbúið til að mæla með.“ Til dæmis segir Ólafur meðmæli og upplifun á góðri þjónustu ekki endilega sama hlutinn. „Meðmæli frá öðrum er áhrifaríkasta leiðin til þess að hafa áhrif á það hvort fólk vilji versla við þitt fyrirtæki eða ekki. Þó sýna Meðmælingarnar að fólk er ekkert endilega jákvætt gagnvart því að gefa vöru eða þjónustu meðmæli, þótt það sé ánægt með keypta vöru eða þjónustu. Við virðumst frekar sjá að ef söluaðilar sýna markvisst að þeir vilja ekkert vesen né leiðindi heldur einungis að gera vel við þig, þá aukast líkurnar á að fólk mæli með viðkomandi vöru eða þjónustu.“
Neytendur Verslun Fjarskipti Costco Auglýsinga- og markaðsmál Góðu ráðin Tengdar fréttir Með puttann á púlsinum í áratugi Þóra Ásgeirsdóttir hefur verið með puttann á kannanapúlsinum í áratugi, eða frá árinu 1986 þegar hún hóf störf hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. 21. febrúar 2022 07:00 Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu „Heilt yfir eru jákvæð teikn á vinnumarkaði því að kulnun mælist nú átta prósent í samanburði við ellefu prósent í fyrra,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents um niðurstöður nýrrar könnunar Prósents. 6. október 2023 07:02 Stutt í að LinkedIn breytist líka á Íslandi og verði aðalmiðillinn í ráðningum „Ég held að það sé einungis tímaspursmál hvenær það gerist að LinkedIn auglýsingakerfið opni fyrir Ísland. Og þegar það gerist er eins gott að íslenskir vinnustaðir séu undir það búin að sá miðill mun hafa gífurleg áhrif á það hver ásýnd vinnustaða er fyrir framtíðarstarfsfólk,“ segir Arnar Gísli Hinriksson hjá Digido. 5. október 2023 07:00 „En hvers vegna þurfum við að vera feimin?“ „Það er ekkert óalgengt að fólk sé með fyrirlestur hér og þar og segi frá því sem vinnustaðurinn er að gera eða takast á við. En þegar kemur að því að bjóða fólki „heim“ er eins og við verðum eitthvað feimnari,“ segir Margrét Tryggvadóttir skemmtana- og forstjóri Nova. 2. október 2023 07:00 Ranghugmyndir um hvaða fólk notar TikTok og hvernig „Oft er TikTok bara meðhöndlað þannig að yngsta starfsmanninum er réttur síminn og hann beðinn um að gera eitthvað sniðugt,“ segir Klara Símonardóttir framkvæmdastjóri Petmark sem nýlega hlaut hæstu einkunn í viðskiptadeild Háskólans á Bifröst það sem af er ári, fyrir BS ritgerðina sína í viðskiptafræði. 5. júní 2023 07:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Með puttann á púlsinum í áratugi Þóra Ásgeirsdóttir hefur verið með puttann á kannanapúlsinum í áratugi, eða frá árinu 1986 þegar hún hóf störf hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. 21. febrúar 2022 07:00
Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu „Heilt yfir eru jákvæð teikn á vinnumarkaði því að kulnun mælist nú átta prósent í samanburði við ellefu prósent í fyrra,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents um niðurstöður nýrrar könnunar Prósents. 6. október 2023 07:02
Stutt í að LinkedIn breytist líka á Íslandi og verði aðalmiðillinn í ráðningum „Ég held að það sé einungis tímaspursmál hvenær það gerist að LinkedIn auglýsingakerfið opni fyrir Ísland. Og þegar það gerist er eins gott að íslenskir vinnustaðir séu undir það búin að sá miðill mun hafa gífurleg áhrif á það hver ásýnd vinnustaða er fyrir framtíðarstarfsfólk,“ segir Arnar Gísli Hinriksson hjá Digido. 5. október 2023 07:00
„En hvers vegna þurfum við að vera feimin?“ „Það er ekkert óalgengt að fólk sé með fyrirlestur hér og þar og segi frá því sem vinnustaðurinn er að gera eða takast á við. En þegar kemur að því að bjóða fólki „heim“ er eins og við verðum eitthvað feimnari,“ segir Margrét Tryggvadóttir skemmtana- og forstjóri Nova. 2. október 2023 07:00
Ranghugmyndir um hvaða fólk notar TikTok og hvernig „Oft er TikTok bara meðhöndlað þannig að yngsta starfsmanninum er réttur síminn og hann beðinn um að gera eitthvað sniðugt,“ segir Klara Símonardóttir framkvæmdastjóri Petmark sem nýlega hlaut hæstu einkunn í viðskiptadeild Háskólans á Bifröst það sem af er ári, fyrir BS ritgerðina sína í viðskiptafræði. 5. júní 2023 07:00