Afbrotavarnir í þágu öruggs samfélags Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 31. október 2023 07:32 Skýrar vísbendingar hafa komið fram á síðustu árum um að umfang og eðli skipulagðrar brotastarfsemi hafi tekið verulegum breytingum hér á landi til hins verra. Hópar innlendra jafnt sem erlendra aðila hafa það að atvinnu að fremja fjölda afbrota með skipulegum hætti, þar á meðal alvarleg ofbeldisbrot, þjófnað, fjársvik, fíkniefnabrot og peningaþvætti. Þetta er verulegt áhyggjuefni. Nauðsynlegt er að mæta þessari stöðu með markvissum aðgerðum til að varna afbrotum enda eru afbrotavarnir grundvallaratriði í því að halda uppi allsherjarreglu og lögum í landinu. Til þess að byggja öruggara og traustara samfélag er vitundarvakning almennings um afbrotavarnir nauðsynleg. Í því felst ekki síst að ræða og skilja í hverju afbrotavarnir felast. Afbrotavarnir eru ekki ein einstök aðgerð heldur samsafn mismunandi aðgerða sem hafa það markmið að sporna gegn afbrotum. Forvarnir og fræðsla eru hornsteinar áhrifaríkra afbrotavarna auk snemmtæks stuðnings við aðila sem höllum fæti standa í okkar samfélagi. Þá er mikilvægt að löggæsla í nærsamfélögum sé góð og að eftirlits- og fullnustukerfi okkar séu skilvirk, þar sem tryggð er skýr eftirfylgni með afbrotum. Löggæsla nær samfélaginu Aukin áhersla hefur verið lögð á að styrkja tengsl lögreglu og nærsamfélaga, meðal annars með því að koma á fót samfélagslöggæslu. Með samfélagslögreglumönnum er löggæslan færð nær samfélaginu og sköpuð sterkari tengsl. Með uppbyggingu á svæðisbundnu samráði vegna afbrotavarna fá lögreglan og hennar helstu samstarfsaðilar innsýn í áskoranir hvers svæðis. Með reglulegum samráðsfundum, nágrannavörslu, foreldrarölti, gagnkvæmum heimsóknum og sameiginlegum viðburðum byggist upp traust, opnari samskipti og skilningur á sameiginlegri ábyrgð á afbrotavörnum. Hluti af auknu fjármagni til löggæslu hefur verið eyrnamerktur eflingu samfélagslöggæslu og unnið er að því að efla svæðisbundið samstarf á landsvísu með helstu lykilaðilum og lögreglu. Brýnar breytingar á lögreglulögum Breytt afbrotamynstur, fjölgun stafrænna brota og afbrotamenn sem virða engin landamæri krefjast þess að lögreglan hafi skýrar heimildir til afbrotavarna svo unnt sé að bregðast við þessari þróun. Afbrotavarnir lögregluyfirvalda felast ekki síst í greiningu gagna sem hjálpar lögreglunni að meta m.a. hver er þróun afbrota, að greina „heita reiti“ og sjá mögulegan vanda í uppsiglingu. Þar með getur lögreglan gripið fyrr inn í atburðarrás og fyrirbyggt að framin séu alvarleg afbrot. Það er því mikilvægur liður í afbrotavörnum að efla aðgerðarheimildir lögreglunnar til að nýta þær upplýsingar sem hún býr yfir og aflar til greiningar með frumkvæðisvinnu. Þegar litið er til nágrannaríkja okkar höfum við, því miður, veitt lögreglunni hér á landi mun takmarkaðri heimildir til að varna afbrotum að þessu leyti. Úr því verður að bæta. Af þeirri ástæðu er brýnt að gera breytingar á lögreglulögum með það að markmiði að skýra heimildir lögreglu til að grípa til aðgerða í þágu afbrotavarna, einkum til að sporna gegn skipulagðri brotastarfsemi og koma í veg fyrir afbrot eða athafnir sem raskað geta öryggi borgaranna og ríkisins. Frumvarp liggur nú í Samráðsgátt þess efnis en um er að ræða endurflutt frumvarp sem tók töluverðum breytingum undir meðförum þingsins á síðasta löggjafarþingi. Frumvarpið, auk annarra aðgerða, er liður í því að styrkja afbrotavarnir íslensks samfélags. Með því er unnið að því að fyrirbyggja afbrot og stuðla að auknu almannaöryggi og velferð allra. Það er nauðsynlegt skref að stíga. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Lögreglumál Efnahagsbrot Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Skýrar vísbendingar hafa komið fram á síðustu árum um að umfang og eðli skipulagðrar brotastarfsemi hafi tekið verulegum breytingum hér á landi til hins verra. Hópar innlendra jafnt sem erlendra aðila hafa það að atvinnu að fremja fjölda afbrota með skipulegum hætti, þar á meðal alvarleg ofbeldisbrot, þjófnað, fjársvik, fíkniefnabrot og peningaþvætti. Þetta er verulegt áhyggjuefni. Nauðsynlegt er að mæta þessari stöðu með markvissum aðgerðum til að varna afbrotum enda eru afbrotavarnir grundvallaratriði í því að halda uppi allsherjarreglu og lögum í landinu. Til þess að byggja öruggara og traustara samfélag er vitundarvakning almennings um afbrotavarnir nauðsynleg. Í því felst ekki síst að ræða og skilja í hverju afbrotavarnir felast. Afbrotavarnir eru ekki ein einstök aðgerð heldur samsafn mismunandi aðgerða sem hafa það markmið að sporna gegn afbrotum. Forvarnir og fræðsla eru hornsteinar áhrifaríkra afbrotavarna auk snemmtæks stuðnings við aðila sem höllum fæti standa í okkar samfélagi. Þá er mikilvægt að löggæsla í nærsamfélögum sé góð og að eftirlits- og fullnustukerfi okkar séu skilvirk, þar sem tryggð er skýr eftirfylgni með afbrotum. Löggæsla nær samfélaginu Aukin áhersla hefur verið lögð á að styrkja tengsl lögreglu og nærsamfélaga, meðal annars með því að koma á fót samfélagslöggæslu. Með samfélagslögreglumönnum er löggæslan færð nær samfélaginu og sköpuð sterkari tengsl. Með uppbyggingu á svæðisbundnu samráði vegna afbrotavarna fá lögreglan og hennar helstu samstarfsaðilar innsýn í áskoranir hvers svæðis. Með reglulegum samráðsfundum, nágrannavörslu, foreldrarölti, gagnkvæmum heimsóknum og sameiginlegum viðburðum byggist upp traust, opnari samskipti og skilningur á sameiginlegri ábyrgð á afbrotavörnum. Hluti af auknu fjármagni til löggæslu hefur verið eyrnamerktur eflingu samfélagslöggæslu og unnið er að því að efla svæðisbundið samstarf á landsvísu með helstu lykilaðilum og lögreglu. Brýnar breytingar á lögreglulögum Breytt afbrotamynstur, fjölgun stafrænna brota og afbrotamenn sem virða engin landamæri krefjast þess að lögreglan hafi skýrar heimildir til afbrotavarna svo unnt sé að bregðast við þessari þróun. Afbrotavarnir lögregluyfirvalda felast ekki síst í greiningu gagna sem hjálpar lögreglunni að meta m.a. hver er þróun afbrota, að greina „heita reiti“ og sjá mögulegan vanda í uppsiglingu. Þar með getur lögreglan gripið fyrr inn í atburðarrás og fyrirbyggt að framin séu alvarleg afbrot. Það er því mikilvægur liður í afbrotavörnum að efla aðgerðarheimildir lögreglunnar til að nýta þær upplýsingar sem hún býr yfir og aflar til greiningar með frumkvæðisvinnu. Þegar litið er til nágrannaríkja okkar höfum við, því miður, veitt lögreglunni hér á landi mun takmarkaðri heimildir til að varna afbrotum að þessu leyti. Úr því verður að bæta. Af þeirri ástæðu er brýnt að gera breytingar á lögreglulögum með það að markmiði að skýra heimildir lögreglu til að grípa til aðgerða í þágu afbrotavarna, einkum til að sporna gegn skipulagðri brotastarfsemi og koma í veg fyrir afbrot eða athafnir sem raskað geta öryggi borgaranna og ríkisins. Frumvarp liggur nú í Samráðsgátt þess efnis en um er að ræða endurflutt frumvarp sem tók töluverðum breytingum undir meðförum þingsins á síðasta löggjafarþingi. Frumvarpið, auk annarra aðgerða, er liður í því að styrkja afbrotavarnir íslensks samfélags. Með því er unnið að því að fyrirbyggja afbrot og stuðla að auknu almannaöryggi og velferð allra. Það er nauðsynlegt skref að stíga. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun