Fimm ráðin til Maven Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2023 09:43 Nýju starfsmennirnir fimm - Darri Rafn Hólmarsson, Sigrún Inga Ólafsdóttir, Ragnar Stefánsson, Erna Guðrún Stefánsdóttir og Einar Þór Gunnlaugsson. Aðsend Þjónustu- og ráðgjafafyrirtækið Maven hefur ráðið til sín fimm nýja starfsmenn. Erna Guðrún Stefánsdóttir hefur verið ráðin nýr mannauðs- og skrifstofustjóri, Ragnar Stefánsson sérfræðingur í gagnavísindum og þau Sigrún Inga Ólafsdóttir, Darri Rafn Hólmarsson og Einar Þór Gunnlaugsson sem gagnasérfræðingar. Í tilkynningu frá félaginu segir Erna Guðrún sé með BSc í viðskiptafræði og sé að ljúka MSc í mannauðsstjórnun, hvoru tveggja frá Háskólanum á Bifröst. Erna komi með ríka starfsreynslu frá KPMG þar sem hún hafi komið að alhliða bókhaldi fyrir hin ýmsu félög ásamt því að hafa komið að mannauðsmálum innan bókhaldssviðs félagsins. „Sigrún Inga Ólafsdóttir er gagnasérfræðingur hjá Maven. Hún hefur lokið BSc í heilbrigðisverkfræði og BSc í hugbúnaðarverkfræði, hvoru tveggja í Háskólanum í Reykjavík. Hún starfaði áður sem gagnasérfræðingur og verkefnastjóri hjá lyfjafyrirtækinu Medis. Darri Rafn Hólmarsson er gagnasérfræðingur á starfstöð Maven á Akureyri. Hann hefur lokið BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Darri kemur til Maven frá Advania þar sem hann starfaði m.a. sem ráðgjafi og verkefnastjóri á sviði viðskiptalausna. Einar Þór Gunnlaugsson er gagnasérfræðingur með MSc gráðu í upplýsingatæknikerfum (Information Systems) frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð og BSc í viðskiptafræði með áherslu á fjármál frá Háskóla Íslands. Einar starfaði sem gagnasérfræðingur með áherslu á tækninýjungar og nýtingu gagna í Svíþjóð áður en hann var ráðinn til starfa hjá Maven. Ragnar Stefánsson er sérfræðingur í gagnavísindum með MSc gráðu í gagnavísindum frá Háskólanum í Reykjavík og BSc gráðu í tölvunarfræði frá sama skóla. Áður en Ragnar kom til Maven starfaði hann, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, fyrir WildLife Studios sem hannar farsímaleiki sem milljónir leikmanna um allan heim spila daglega. Hans hlutverk þar var að búa til spálíkön byggð á hegðunarmynstri notenda,“ segir í tilkynningunni. Um Maven segir að það sé þekkingarfyrirtæki í upplýsingatækni sem hafi hafið rekstur sinn árið 2021. „Í dag eru starfstöðvar félagsins tvær, í Reykjavík og Akureyri, auk þess sem það er með starfsfólk í Varsjá og Norður Karólínu. Félagið leggur áherslu á að gera stjórnendum og starfsfólki fyrirtækja kleift að öðlast þekkingu og innsýn á þau gögn sem þau búa yfir. Kjarnaþjónustan felst í því að bjóða fyrirtækjum í ýmsum atvinnugeirum upp á aðkomu gagnasérfræðinga Maven sem skapa þekkingu úr margvíslegum gögnum, m.a. með greiningu og stefnumótun, uppbyggingu gagna- og tækniumhverfa, sjálfvirknivæðingu á verkferlum, samþættingu gagna á milli kerfa og gerð mælaborða fyrir stjórnendur. Stjórnendur fyrirtækja fá þannig betri innsýn inn í reksturinn sem leiðir til betri ákvörðunartöku og aukins virðis,“ segir um fyrirtækið. Vistaskipti Upplýsingatækni Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Sjá meira
Í tilkynningu frá félaginu segir Erna Guðrún sé með BSc í viðskiptafræði og sé að ljúka MSc í mannauðsstjórnun, hvoru tveggja frá Háskólanum á Bifröst. Erna komi með ríka starfsreynslu frá KPMG þar sem hún hafi komið að alhliða bókhaldi fyrir hin ýmsu félög ásamt því að hafa komið að mannauðsmálum innan bókhaldssviðs félagsins. „Sigrún Inga Ólafsdóttir er gagnasérfræðingur hjá Maven. Hún hefur lokið BSc í heilbrigðisverkfræði og BSc í hugbúnaðarverkfræði, hvoru tveggja í Háskólanum í Reykjavík. Hún starfaði áður sem gagnasérfræðingur og verkefnastjóri hjá lyfjafyrirtækinu Medis. Darri Rafn Hólmarsson er gagnasérfræðingur á starfstöð Maven á Akureyri. Hann hefur lokið BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Darri kemur til Maven frá Advania þar sem hann starfaði m.a. sem ráðgjafi og verkefnastjóri á sviði viðskiptalausna. Einar Þór Gunnlaugsson er gagnasérfræðingur með MSc gráðu í upplýsingatæknikerfum (Information Systems) frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð og BSc í viðskiptafræði með áherslu á fjármál frá Háskóla Íslands. Einar starfaði sem gagnasérfræðingur með áherslu á tækninýjungar og nýtingu gagna í Svíþjóð áður en hann var ráðinn til starfa hjá Maven. Ragnar Stefánsson er sérfræðingur í gagnavísindum með MSc gráðu í gagnavísindum frá Háskólanum í Reykjavík og BSc gráðu í tölvunarfræði frá sama skóla. Áður en Ragnar kom til Maven starfaði hann, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, fyrir WildLife Studios sem hannar farsímaleiki sem milljónir leikmanna um allan heim spila daglega. Hans hlutverk þar var að búa til spálíkön byggð á hegðunarmynstri notenda,“ segir í tilkynningunni. Um Maven segir að það sé þekkingarfyrirtæki í upplýsingatækni sem hafi hafið rekstur sinn árið 2021. „Í dag eru starfstöðvar félagsins tvær, í Reykjavík og Akureyri, auk þess sem það er með starfsfólk í Varsjá og Norður Karólínu. Félagið leggur áherslu á að gera stjórnendum og starfsfólki fyrirtækja kleift að öðlast þekkingu og innsýn á þau gögn sem þau búa yfir. Kjarnaþjónustan felst í því að bjóða fyrirtækjum í ýmsum atvinnugeirum upp á aðkomu gagnasérfræðinga Maven sem skapa þekkingu úr margvíslegum gögnum, m.a. með greiningu og stefnumótun, uppbyggingu gagna- og tækniumhverfa, sjálfvirknivæðingu á verkferlum, samþættingu gagna á milli kerfa og gerð mælaborða fyrir stjórnendur. Stjórnendur fyrirtækja fá þannig betri innsýn inn í reksturinn sem leiðir til betri ákvörðunartöku og aukins virðis,“ segir um fyrirtækið.
Vistaskipti Upplýsingatækni Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Sjá meira