Flaug þotu þremur metrum frá sprengjuflugvél Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2023 11:10 Bandaríski herinn hefur birtmyndband af atvikinu þegar kínverskri herþotu var flogið upp að bandarískri sprengjuflugvél. AP/Herafli Bandaríkjanna Kínverskri orrustuþotu var flogið minna en þremur metrum upp að bandarískri sprengjuflugvél yfir Suður-Kínahafi í vikunni. Forsvarsmenn bandaríska heraflans segja kínverska flugmanninn hafa sýnt mikið gáleysi og að næstum því hafi orðið slys. J-11 orrustuþotu var flogið upp að B-52 sprengjuflugvél og flaug kínverski flugmaðurinn undir og framfyrir sprengjuvélina en þegar mest var flaug hann innan þrjá metra frá flugvélinni. Í yfirlýsingu frá herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi segir að herinn hafi áhyggjur af því að kínverski flugmaðurinn hafi ekki áttað sig á því hve nærri hann fór því að valda stórslysi. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Kína að Bandaríkjamönnum sé um að kenna. Það að flugvélinni hafi yfir höfuð verið flogið yfir Suður-Kínahafi hafi verið vísvitandi ögrun. Henni hafi verið flogið í þúsunda kílómetra fjarlægð frá Bandaríkjunum og það stuðli ekki að friði og stöðugleika. Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu og hafa þeir aldrei viðurkennt úrskurðinn. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu. Bandaríkjamenn hafa þrátt fyrir það haldið áfram að sigla herskipum um alþjóðlegt hafsvæði í Suður-Kínahafi og flogið herflugvélum þar yfir, með því yfirlýsta markmiði að tryggja frjálsa flutninga um svæðið. Kína Bandaríkin Suður-Kínahaf Hernaður Tengdar fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Kína látinn Li Keqiang, sem gegndi embætti forsætisráðherra Kína frá árinu 2013 til marsmánaðar á þessu ári, er látinn. Hann varð 68 ára gamall. 27. október 2023 07:25 Varnarmálaráðherrann sem hvarf látinn taka pokann sinn Li Shangfu, varnarmálaráðherra Kína, hefur verið látinn fjúka en tveir mánuðir eru liðnir frá því að hann sást síðast opinberlega. Engar skýringar hafa verið gefnar á brotthvarfi hans né hefur verið greint frá því hver tekur við af honum. 25. október 2023 08:50 Spenna og ásiglingar í Suður-Kínahafi Yfirvöld á Filippseyjum segja áhöfn kínversks strandgæsluskips hafa siglt utan í tvö filippseysk skip í gær. Verið var að sigla filippseysku skipunum til Second Thomas-grynninga og var verið að flytja birgðir til hermanna þar. Engan sakaði. 23. október 2023 13:38 Hernaðarleg geta Kínverja eykst hraðar en menn gerðu ráð fyrir Kína hefur fjölgað kjarnavopnum sínum hraðar en búist var við og á nú um það bil 500 virka kjarnaodda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hermálayfirvalda í Bandaríkjunum. 20. október 2023 08:31 Pútín staddur í Kína Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er staddur í Peking í Kína, þar sem hann mun funda með Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í annað sinn sem Pútín fer frá Rússlandi síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra en Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun gagnvart honum. 17. október 2023 10:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
J-11 orrustuþotu var flogið upp að B-52 sprengjuflugvél og flaug kínverski flugmaðurinn undir og framfyrir sprengjuvélina en þegar mest var flaug hann innan þrjá metra frá flugvélinni. Í yfirlýsingu frá herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi segir að herinn hafi áhyggjur af því að kínverski flugmaðurinn hafi ekki áttað sig á því hve nærri hann fór því að valda stórslysi. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Kína að Bandaríkjamönnum sé um að kenna. Það að flugvélinni hafi yfir höfuð verið flogið yfir Suður-Kínahafi hafi verið vísvitandi ögrun. Henni hafi verið flogið í þúsunda kílómetra fjarlægð frá Bandaríkjunum og það stuðli ekki að friði og stöðugleika. Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu og hafa þeir aldrei viðurkennt úrskurðinn. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu. Bandaríkjamenn hafa þrátt fyrir það haldið áfram að sigla herskipum um alþjóðlegt hafsvæði í Suður-Kínahafi og flogið herflugvélum þar yfir, með því yfirlýsta markmiði að tryggja frjálsa flutninga um svæðið.
Kína Bandaríkin Suður-Kínahaf Hernaður Tengdar fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Kína látinn Li Keqiang, sem gegndi embætti forsætisráðherra Kína frá árinu 2013 til marsmánaðar á þessu ári, er látinn. Hann varð 68 ára gamall. 27. október 2023 07:25 Varnarmálaráðherrann sem hvarf látinn taka pokann sinn Li Shangfu, varnarmálaráðherra Kína, hefur verið látinn fjúka en tveir mánuðir eru liðnir frá því að hann sást síðast opinberlega. Engar skýringar hafa verið gefnar á brotthvarfi hans né hefur verið greint frá því hver tekur við af honum. 25. október 2023 08:50 Spenna og ásiglingar í Suður-Kínahafi Yfirvöld á Filippseyjum segja áhöfn kínversks strandgæsluskips hafa siglt utan í tvö filippseysk skip í gær. Verið var að sigla filippseysku skipunum til Second Thomas-grynninga og var verið að flytja birgðir til hermanna þar. Engan sakaði. 23. október 2023 13:38 Hernaðarleg geta Kínverja eykst hraðar en menn gerðu ráð fyrir Kína hefur fjölgað kjarnavopnum sínum hraðar en búist var við og á nú um það bil 500 virka kjarnaodda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hermálayfirvalda í Bandaríkjunum. 20. október 2023 08:31 Pútín staddur í Kína Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er staddur í Peking í Kína, þar sem hann mun funda með Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í annað sinn sem Pútín fer frá Rússlandi síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra en Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun gagnvart honum. 17. október 2023 10:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra Kína látinn Li Keqiang, sem gegndi embætti forsætisráðherra Kína frá árinu 2013 til marsmánaðar á þessu ári, er látinn. Hann varð 68 ára gamall. 27. október 2023 07:25
Varnarmálaráðherrann sem hvarf látinn taka pokann sinn Li Shangfu, varnarmálaráðherra Kína, hefur verið látinn fjúka en tveir mánuðir eru liðnir frá því að hann sást síðast opinberlega. Engar skýringar hafa verið gefnar á brotthvarfi hans né hefur verið greint frá því hver tekur við af honum. 25. október 2023 08:50
Spenna og ásiglingar í Suður-Kínahafi Yfirvöld á Filippseyjum segja áhöfn kínversks strandgæsluskips hafa siglt utan í tvö filippseysk skip í gær. Verið var að sigla filippseysku skipunum til Second Thomas-grynninga og var verið að flytja birgðir til hermanna þar. Engan sakaði. 23. október 2023 13:38
Hernaðarleg geta Kínverja eykst hraðar en menn gerðu ráð fyrir Kína hefur fjölgað kjarnavopnum sínum hraðar en búist var við og á nú um það bil 500 virka kjarnaodda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hermálayfirvalda í Bandaríkjunum. 20. október 2023 08:31
Pútín staddur í Kína Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er staddur í Peking í Kína, þar sem hann mun funda með Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í annað sinn sem Pútín fer frá Rússlandi síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra en Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun gagnvart honum. 17. október 2023 10:47