Hafna alfarið mismunun á grundvelli húðlitar eða kynþáttar Jakob Bjarnar skrifar 27. október 2023 10:00 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja. Lögmaður bæjarins hefur svarað kröfubréfinu afdráttarlaust og hafnað henni í öllum meginatriðum. Vísir/Vilhelm „Ég get ekki tjáð mig um einstaka mál en ég hafna því algjörlega að starfsfólk sveitarfélagsins sé að mismuna fólki eins og þarna er haldið fram,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja í samtali við Vísi. Hún vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Í DV í vikunni birtist frétt þar sem alvarlegar ásakanir voru settar fram á hendur bænum. Lífeyrisþegi á áttræðisaldri, kona sem upphaflega kemur frá Íran, hafði sent bænum kröfubréf þar sem farið er fram á afsökunarbeiðni og greiðslu þriggja milljóna króna miskabóta. Verði ekki orðið við kröfunni er því hótað að höfðað verði mál á hendur bæjarfélaginu. Alvarlegar ásakanir í kröfunni Í bréfinu eru raktar þrjár ástæður fyrir kröfunni en fram kemur að um sé að ræða ítrekuð og endurtekin atvik sem geti ekki, sé horft á hlutina í samhengi, verið tilviljun eða mistök af hálfu starfsmanna Vestmannaeyjabæjar. Í kröfunni er því haldið fram að ítrekað hafi verið gengið fram hjá konunni við úthlutun félagslegra íbúða og að henni hafi ítrekað verið sendur matur sem innihaldi svínakjöt þrátt fyrir ábendingar þess efnis að hún borði ekki slíkt vegna trúar sinnar. Og í þriðja lagi hafi starfsfólk sveitarfélagsins í tvígang tekið upp á því að flytja konuna hreppaflutningum til Reykjavíkur án nokkurrar sýnilegrar ástæðu eða lagaheimildar og í því felist ólögmæt meingerð sem sé skaðabótaskyld. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sendi bréf fyrir hönds skjólstæðings síns og krafðist afsökunarbeiðni og 3 milljóna króna í skaðbætur.vísir/vilhelm Það er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sem fer með málið fyrir hönd konunnar en í frétt DV og hefur hann gefið Vestmannaeyjarbæ vikufrest til að bregðast við í bréfi dagsettu 23. október. Eins og lætur nærri eru miklar og heitar meiningar látnar falla í athugasemdakerfi DV um þetta mál, flestar sem ekki er hægt að hafa eftir. Lögmaður Eyja vísar ásökunum á bug Lögmaður bæjarins er Elimar Hauksson og hann segist ekki geta tjáð sig um málið í smáatriðum. En þar sé hins vegar eitt og annað sem ekki fái staðist, eiginlega allt. Elimar Hauksson lögmaður Eyja hefur skrifað Vilhjálmi bréf og hafnað öllum kröfum.vísir/vilhelm Hann hefur skrifað Vilhjálmi bréf þar sem kröfunum er alfarið hafnað. „Miskabótakröfunni er hafnað, því er mótmælt að nokkuð í málsmeðferð bæjarins er varðar konuna hafi falið í sér ólögmæta meingerð gagnvart henni sjálfri og því er algjörlega hafnað að starfsfólk mismuni fólki á grundvelli húðlitar eða kynþáttar,“ segir Elimar í samtali við Vísi. Dómsmál Vestmannaeyjar Kynþáttafordómar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Í DV í vikunni birtist frétt þar sem alvarlegar ásakanir voru settar fram á hendur bænum. Lífeyrisþegi á áttræðisaldri, kona sem upphaflega kemur frá Íran, hafði sent bænum kröfubréf þar sem farið er fram á afsökunarbeiðni og greiðslu þriggja milljóna króna miskabóta. Verði ekki orðið við kröfunni er því hótað að höfðað verði mál á hendur bæjarfélaginu. Alvarlegar ásakanir í kröfunni Í bréfinu eru raktar þrjár ástæður fyrir kröfunni en fram kemur að um sé að ræða ítrekuð og endurtekin atvik sem geti ekki, sé horft á hlutina í samhengi, verið tilviljun eða mistök af hálfu starfsmanna Vestmannaeyjabæjar. Í kröfunni er því haldið fram að ítrekað hafi verið gengið fram hjá konunni við úthlutun félagslegra íbúða og að henni hafi ítrekað verið sendur matur sem innihaldi svínakjöt þrátt fyrir ábendingar þess efnis að hún borði ekki slíkt vegna trúar sinnar. Og í þriðja lagi hafi starfsfólk sveitarfélagsins í tvígang tekið upp á því að flytja konuna hreppaflutningum til Reykjavíkur án nokkurrar sýnilegrar ástæðu eða lagaheimildar og í því felist ólögmæt meingerð sem sé skaðabótaskyld. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sendi bréf fyrir hönds skjólstæðings síns og krafðist afsökunarbeiðni og 3 milljóna króna í skaðbætur.vísir/vilhelm Það er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sem fer með málið fyrir hönd konunnar en í frétt DV og hefur hann gefið Vestmannaeyjarbæ vikufrest til að bregðast við í bréfi dagsettu 23. október. Eins og lætur nærri eru miklar og heitar meiningar látnar falla í athugasemdakerfi DV um þetta mál, flestar sem ekki er hægt að hafa eftir. Lögmaður Eyja vísar ásökunum á bug Lögmaður bæjarins er Elimar Hauksson og hann segist ekki geta tjáð sig um málið í smáatriðum. En þar sé hins vegar eitt og annað sem ekki fái staðist, eiginlega allt. Elimar Hauksson lögmaður Eyja hefur skrifað Vilhjálmi bréf og hafnað öllum kröfum.vísir/vilhelm Hann hefur skrifað Vilhjálmi bréf þar sem kröfunum er alfarið hafnað. „Miskabótakröfunni er hafnað, því er mótmælt að nokkuð í málsmeðferð bæjarins er varðar konuna hafi falið í sér ólögmæta meingerð gagnvart henni sjálfri og því er algjörlega hafnað að starfsfólk mismuni fólki á grundvelli húðlitar eða kynþáttar,“ segir Elimar í samtali við Vísi.
Dómsmál Vestmannaeyjar Kynþáttafordómar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira