Hernaðarleg geta Kínverja eykst hraðar en menn gerðu ráð fyrir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2023 08:31 Hernaðarleg geta Kína hefur aukist hraðar en menn höfðu gert ráð fyrir. epa/Cheong Kam Ka Kína hefur fjölgað kjarnavopnum sínum hraðar en búist var við og á nú um það bil 500 virka kjarnaodda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hermálayfirvalda í Bandaríkjunum. Um er að ræða árlega samantekt Pentagon um hernaðarlega stöðu Kína en í henni segir einnig að stjórnvöld í landinu hyggist fjölga virkum kjarnaoddum í yfir 1.000 fyrir árið 2030. Kínverjar séu þó enn með þá yfirlýstu stefnu að grípa ekki til notkunar þeirra af fyrra bragði. Þrátt fyrir fjölgun kjarnaodda í eigu Kínverja er kjarnorkuvopnabúr þeirra langt um minna en vopnabúr Bandaríkjanna eða Rússlands. Rússar eru taldir eiga um 5.889 kjarnaodda og Bandaríkin 5.244. Erlendir miðlar hafa eftir háttsettum embættismanni að hröð framþróun vopnabúrs Kínverja veki ákveðnar áhyggjur en þrátt fyrir að Bandaríkin hafi í mörg horn að líta um þessar mundir er Kína enn álitin helsta ógnin sem þau standa frammi fyrir til lengri tíma litið. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt að Kínverjar muni búa að úrvals her á heimsmælikvarða fyrir árið 2049. Frá því að hann komst til valda árið 2012 hefur hann unnið að því að nútímavæða herinn. Bandaríkjamenn telja Kínverja hafa reist þrjá nýjar þyrpingar þar sem eldflaugar eru geymdar og þeim skotið á loft. Þar á meðal séu 300 skothólf fyrir langdrægar eldflaugar sem ná heimsálfa á milli. Í fyrrnefndri skýrslu segir að Kínverjar hafi unnið að því að þróa langdrægar eldflaugar sem gætu nýst til að gera „hefðbundnar“ árásir á meginland Bandaríkjanna, Hawaii og Alaska, það er að segja með eldflaugum sem eru ekki vopnaðar kjarnaoddum. BBC fjallar ítarlega um málið. Kína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira
Um er að ræða árlega samantekt Pentagon um hernaðarlega stöðu Kína en í henni segir einnig að stjórnvöld í landinu hyggist fjölga virkum kjarnaoddum í yfir 1.000 fyrir árið 2030. Kínverjar séu þó enn með þá yfirlýstu stefnu að grípa ekki til notkunar þeirra af fyrra bragði. Þrátt fyrir fjölgun kjarnaodda í eigu Kínverja er kjarnorkuvopnabúr þeirra langt um minna en vopnabúr Bandaríkjanna eða Rússlands. Rússar eru taldir eiga um 5.889 kjarnaodda og Bandaríkin 5.244. Erlendir miðlar hafa eftir háttsettum embættismanni að hröð framþróun vopnabúrs Kínverja veki ákveðnar áhyggjur en þrátt fyrir að Bandaríkin hafi í mörg horn að líta um þessar mundir er Kína enn álitin helsta ógnin sem þau standa frammi fyrir til lengri tíma litið. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt að Kínverjar muni búa að úrvals her á heimsmælikvarða fyrir árið 2049. Frá því að hann komst til valda árið 2012 hefur hann unnið að því að nútímavæða herinn. Bandaríkjamenn telja Kínverja hafa reist þrjá nýjar þyrpingar þar sem eldflaugar eru geymdar og þeim skotið á loft. Þar á meðal séu 300 skothólf fyrir langdrægar eldflaugar sem ná heimsálfa á milli. Í fyrrnefndri skýrslu segir að Kínverjar hafi unnið að því að þróa langdrægar eldflaugar sem gætu nýst til að gera „hefðbundnar“ árásir á meginland Bandaríkjanna, Hawaii og Alaska, það er að segja með eldflaugum sem eru ekki vopnaðar kjarnaoddum. BBC fjallar ítarlega um málið.
Kína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira