Skotinn til bana í miðborg Kaupmannahafnar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 19. október 2023 18:56 Árásarmannsins er enn leitað. Getty/Sergei Gapon 37 ára gamall karlmaður var skotinn til bana í miðborg Kaupmannahafnar upp úr klukkan 15.30 í dag. Árásarmaðurinn er ófundinn. Fórnarlamb skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi en fyrsta hjálp sjúkraliða á vettvangi reyndist árangurslaus. Maðurinn var skotinn mörgum skotum af stuttu færi nálægt aðaljárnbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn. Lögregla veit hver hinn látni er en hann er ekki talin vera „í beinum tengslum“ við glæpagengi, eins og Jesper Bangsgaard aðstoðaryfirlögregluþjónn komst að orði á blaðamannafundi fyrr í kvöld. Tilefni árásarinnar, og hvort árásarmaðurinn og hinn látni hafi þekkst, liggur ekki fyrir samkvæmt Danska ríkisútvarpinu. Eins og fyrr segir leitar lögregla að árásarmanninum en lýst hefur verið eftir grannvöxnum manni sem sást fara af vettvangi á rafhlaupahjóli. Hann var í appelsínugulum jakka og með bláa tösku, sambærilegri þeirri sem sendlar nota, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í Kaupmannahöfn. Stóru svæði hefur verið lokað vegna rannsóknarinnar og þá hafa þyrlur verið nýttar til leitar. Ifm. skyderiet i Herholdtsgade/Nyropsgade har vi afspærret et større område, og vi beder alle respektere politiets anvisninger. For nuværende er det ikke muligt at afhente parkerede biler på Herholdtsgade ml. Vester Søgade og Vester Farimagsgade og på Nyropsgade ml....— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) October 19, 2023 Danmörk Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira
Fórnarlamb skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi en fyrsta hjálp sjúkraliða á vettvangi reyndist árangurslaus. Maðurinn var skotinn mörgum skotum af stuttu færi nálægt aðaljárnbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn. Lögregla veit hver hinn látni er en hann er ekki talin vera „í beinum tengslum“ við glæpagengi, eins og Jesper Bangsgaard aðstoðaryfirlögregluþjónn komst að orði á blaðamannafundi fyrr í kvöld. Tilefni árásarinnar, og hvort árásarmaðurinn og hinn látni hafi þekkst, liggur ekki fyrir samkvæmt Danska ríkisútvarpinu. Eins og fyrr segir leitar lögregla að árásarmanninum en lýst hefur verið eftir grannvöxnum manni sem sást fara af vettvangi á rafhlaupahjóli. Hann var í appelsínugulum jakka og með bláa tösku, sambærilegri þeirri sem sendlar nota, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í Kaupmannahöfn. Stóru svæði hefur verið lokað vegna rannsóknarinnar og þá hafa þyrlur verið nýttar til leitar. Ifm. skyderiet i Herholdtsgade/Nyropsgade har vi afspærret et større område, og vi beder alle respektere politiets anvisninger. For nuværende er det ikke muligt at afhente parkerede biler på Herholdtsgade ml. Vester Søgade og Vester Farimagsgade og på Nyropsgade ml....— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) October 19, 2023
Danmörk Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira