Framtíðin er núna! Gísli Rafn Ólafsson skrifar 18. október 2023 09:01 Þær öru breytingar sem samfélag okkar gengur í gegnum kalla á nýja nálgun. Lausnir gærdagsins standast ekki kröfur dagsins í dag. Stjórnmál fortíðarinnar veikja möguleika okkar á að takast á við breytta heimsmynd. Þau störf sem verða í boði þegar grunnskólabörn nútímans fara út á vinnumarkaðinn verða ansi ólík þeim sem foreldrar þeirra starfa við í dag. Samt er menntun þeirra miðuð við óbreytt samfélag og vinnumarkað. Mikilvægt er að nýta strax nýjar leiðir sem þessar kynslóðir eru þegar farnar að nota til þess að afla sér þekkingar. Nauðsynlegt er að við fjárfestum í kynslóðum framtíðarinnar með því að gera þeim auðveldara fyrir að ná sér í menntun við hæfi, óháð efnahag. Mikilvægt er að laða til starfa í menntakerfinu fólk með djúpa ástríðu fyrir því að byggja upp framtíðarkynslóðir, meðal annars með því að tryggja hærri laun fyrir menntastéttirnar. Slík fjárfesting í menntun skilar sér ávallt margfalt til baka til samfélagsins. Undanfarna öld hefur atvinnulíf á Íslandi einkennst af fiskveiðum, landbúnaði, stóriðju og ferðamennsku og hafa þessir geirar atvinnulífsins oft fengið að vaxa þrátt fyrir ágang þeirra á náttúru, umhverfi og loftslag. Með vaxandi skilningi á þeim slæmu áhrifum sem iðnbyltingin hafði á loftslag og fjölbreytileika lífríkisins þá eru í dag gerðar mun strangari kröfur til þess að allar þessar tegundir atvinnuvega sé vistvænar. Á sama tíma hefur hlutur skapandi greina vaxið mjög hratt og gæti vaxið mun hraðar ef nægur mannskapur með þekkingu og menntun á þeim sviðum væri til staðar. Sem samfélag þurfum við að búa okkur undir að vera aðdráttarafl fyrir störf framtíðarinnar. Við þurfum að draga úr mengandi þáttum eldri atvinnuvega og tryggja að við tökum ríkan þátt í því að tryggja að umhverfi og loftslag framtíðarinnar geri fólki áfram kleift að búa hér á hjara veraldar. En hin öra tæknibylting getur líka haft neikvæð áhrif á samfélagið. Sjálfvirknivæðingin getur dregið úr vali á störfum fyrir fólk, sér í lagi þá sem skortir menntun. Andlitsgreiningar með aðstoð gervigreindar geta líka einfaldað ríkinu að fylgjast með ferðum einstaklinga og þannig gengið mjög nærri friðhelgi einkalífsins. Það er því mikilvægt á sama tíma og við fjárfestum til framtíðar og byggjum upp atvinnuvegi framtíðarinnar, að við tryggjum öllum sem hér búa grundvallar öryggi og borgaralegt frelsi. Við Píratar gerum okkur grein fyrir því að þessi framtíð er að eiga sér stað núna og að það sé ekki hægt að lifa í þeim draumaheimi íhaldsmanna að halda hlutunum óbreyttum um komandi tíma. Þessar öru breytingar gera kröfur um að þeir sem stjórna landinu hafi djúpan skilning á breytingunum og því hvernig eigi að takast á við þær á jákvæðann og uppbyggilegan hátt. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Alþingi Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Þær öru breytingar sem samfélag okkar gengur í gegnum kalla á nýja nálgun. Lausnir gærdagsins standast ekki kröfur dagsins í dag. Stjórnmál fortíðarinnar veikja möguleika okkar á að takast á við breytta heimsmynd. Þau störf sem verða í boði þegar grunnskólabörn nútímans fara út á vinnumarkaðinn verða ansi ólík þeim sem foreldrar þeirra starfa við í dag. Samt er menntun þeirra miðuð við óbreytt samfélag og vinnumarkað. Mikilvægt er að nýta strax nýjar leiðir sem þessar kynslóðir eru þegar farnar að nota til þess að afla sér þekkingar. Nauðsynlegt er að við fjárfestum í kynslóðum framtíðarinnar með því að gera þeim auðveldara fyrir að ná sér í menntun við hæfi, óháð efnahag. Mikilvægt er að laða til starfa í menntakerfinu fólk með djúpa ástríðu fyrir því að byggja upp framtíðarkynslóðir, meðal annars með því að tryggja hærri laun fyrir menntastéttirnar. Slík fjárfesting í menntun skilar sér ávallt margfalt til baka til samfélagsins. Undanfarna öld hefur atvinnulíf á Íslandi einkennst af fiskveiðum, landbúnaði, stóriðju og ferðamennsku og hafa þessir geirar atvinnulífsins oft fengið að vaxa þrátt fyrir ágang þeirra á náttúru, umhverfi og loftslag. Með vaxandi skilningi á þeim slæmu áhrifum sem iðnbyltingin hafði á loftslag og fjölbreytileika lífríkisins þá eru í dag gerðar mun strangari kröfur til þess að allar þessar tegundir atvinnuvega sé vistvænar. Á sama tíma hefur hlutur skapandi greina vaxið mjög hratt og gæti vaxið mun hraðar ef nægur mannskapur með þekkingu og menntun á þeim sviðum væri til staðar. Sem samfélag þurfum við að búa okkur undir að vera aðdráttarafl fyrir störf framtíðarinnar. Við þurfum að draga úr mengandi þáttum eldri atvinnuvega og tryggja að við tökum ríkan þátt í því að tryggja að umhverfi og loftslag framtíðarinnar geri fólki áfram kleift að búa hér á hjara veraldar. En hin öra tæknibylting getur líka haft neikvæð áhrif á samfélagið. Sjálfvirknivæðingin getur dregið úr vali á störfum fyrir fólk, sér í lagi þá sem skortir menntun. Andlitsgreiningar með aðstoð gervigreindar geta líka einfaldað ríkinu að fylgjast með ferðum einstaklinga og þannig gengið mjög nærri friðhelgi einkalífsins. Það er því mikilvægt á sama tíma og við fjárfestum til framtíðar og byggjum upp atvinnuvegi framtíðarinnar, að við tryggjum öllum sem hér búa grundvallar öryggi og borgaralegt frelsi. Við Píratar gerum okkur grein fyrir því að þessi framtíð er að eiga sér stað núna og að það sé ekki hægt að lifa í þeim draumaheimi íhaldsmanna að halda hlutunum óbreyttum um komandi tíma. Þessar öru breytingar gera kröfur um að þeir sem stjórna landinu hafi djúpan skilning á breytingunum og því hvernig eigi að takast á við þær á jákvæðann og uppbyggilegan hátt. Höfundur er þingmaður Pírata.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun