Von á byltingu í Bláfjöllum í vetur Lovísa Arnardóttir skrifar 12. október 2023 18:43 Einar segir það hafa verið góða tilfinningu að sjá snjó í brekkunum í morgun. Mynd/Bláfjöll og Vísir/Arnar Í morgun snjóaði í Bláfjöllum. Þó ekki nóg til að opna brekkurnar en rekstrarstjóri segir fólk eiga von á góðu í vetur. Það styttist í opnun og að nýja snjóframleiðslukerfið verði tekið í notkun. Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla, segir styttast í opnun. Það megi þó gera ráð fyrir það verði ekki fyrr en um miðjan næsta mánuð. Á Facebook-síðu skíðasvæðisins í dag mátti sjá mynd af brekkunum og að þær væru fullar af snjó. „Þetta var bara sett inn til að æsa aðeins í mannskapnum. Við erum á fullu að klára nýja snjókerfið og erum að vonast til þess að ná að klára það á næstu þremur til fimm vikum. Við erum að horfa á miðjan nóvember sem upphaf á snjóframleiðslu, ef það verður frost,“ segir Einar og að snjórinn sem nú er tefji meira en hjálpi. „En það er rosalega gott fyrir hjartað. Það er gott fyrir þau sem eiga bágt heima að fá eina mynd af snjó. Manni líður strax betur,“ segir Einar léttur. Miklar breytingar hafa verið gerðar á skíðasvæðinu undanfarin ár. Síðasta vetur voru reistar tvær nýjar stólalyftur og nú er verið að setja upp nýtt snjóframleiðslukerfi sem er 100 prósent sjálfvirkt. Kerfið virkar þannig að borað er niður í jörðina og dæla sett ofan í sem dælir ofan í lón. Úr lóninu fer það í dælustöð og svo í brekkuna þar sem það fer í gegnum snjóbyssur þar sem vatnið svo frýs í loftinu. Hægt að skíða um jólin „Þetta verður bylting fyrir okkur að nýta haustdagana í nóvember og desember. Að blanda saman framleiddum snjó og náttúrulegum snjó. Þá fáum við besta skíðafæri sem völ er á.“ Hann segir að með vélinni þá opnist að hafa meira opið yfir vetrartímann og tryggi til dæmis að það verði hægt að komast á skíði fyrir jól. Snjóbyssurnar sem skjóta vatninu út, sem svo frýs í loftinu og verður að snjó. Mynd/Skíðasvæðin Bláfjöll „Þá geta allir prófað nýju skíðin og brettin annan í jólum. Fólk þarf ekki að lifa við það að það sé alveg snjólaust. Það er alveg óþolandi,“ segir Einar og að síðasti vetur hafi verið alveg skelfilegur því það hafi rignt svo mikið. Fólk á þá von á góðu í vetur? „Já, við erum að vona það. Við þurfum auðvitað að læra á kerfið í vetur og verðum í námi í haust og inn í veturinn. Svo næsta haust verðum við orðnir pró,“ segir Einar en hann á von á því að það verði haldið upp á það þegar kerfið verður tekið í notkun seinna í haust. Skíðaíþróttir Skíðasvæði Veður Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir „Þetta tryggir okkur skíðafæri“ Framkvæmdir hófust við Bláfjöll í morgun þar sem borað er fyrir vatni fyrir snjóframleiðslu á skíðasvæðinu. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla segir framleiðsluna munu gjörbreyta aðstöðunni. 17. ágúst 2023 16:51 Sérstakur skíðavetur en þróunin upp á við Framkvæmdastjóri skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu segir síðasta vetur hafa verið sérstakan fyrir skíðasvæðin. Lítill snjór hafi komið í Bláfjöll og ekki tókst að vígja formlega nýju lyfturnar á svæðinu. 7. maí 2023 13:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira
Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla, segir styttast í opnun. Það megi þó gera ráð fyrir það verði ekki fyrr en um miðjan næsta mánuð. Á Facebook-síðu skíðasvæðisins í dag mátti sjá mynd af brekkunum og að þær væru fullar af snjó. „Þetta var bara sett inn til að æsa aðeins í mannskapnum. Við erum á fullu að klára nýja snjókerfið og erum að vonast til þess að ná að klára það á næstu þremur til fimm vikum. Við erum að horfa á miðjan nóvember sem upphaf á snjóframleiðslu, ef það verður frost,“ segir Einar og að snjórinn sem nú er tefji meira en hjálpi. „En það er rosalega gott fyrir hjartað. Það er gott fyrir þau sem eiga bágt heima að fá eina mynd af snjó. Manni líður strax betur,“ segir Einar léttur. Miklar breytingar hafa verið gerðar á skíðasvæðinu undanfarin ár. Síðasta vetur voru reistar tvær nýjar stólalyftur og nú er verið að setja upp nýtt snjóframleiðslukerfi sem er 100 prósent sjálfvirkt. Kerfið virkar þannig að borað er niður í jörðina og dæla sett ofan í sem dælir ofan í lón. Úr lóninu fer það í dælustöð og svo í brekkuna þar sem það fer í gegnum snjóbyssur þar sem vatnið svo frýs í loftinu. Hægt að skíða um jólin „Þetta verður bylting fyrir okkur að nýta haustdagana í nóvember og desember. Að blanda saman framleiddum snjó og náttúrulegum snjó. Þá fáum við besta skíðafæri sem völ er á.“ Hann segir að með vélinni þá opnist að hafa meira opið yfir vetrartímann og tryggi til dæmis að það verði hægt að komast á skíði fyrir jól. Snjóbyssurnar sem skjóta vatninu út, sem svo frýs í loftinu og verður að snjó. Mynd/Skíðasvæðin Bláfjöll „Þá geta allir prófað nýju skíðin og brettin annan í jólum. Fólk þarf ekki að lifa við það að það sé alveg snjólaust. Það er alveg óþolandi,“ segir Einar og að síðasti vetur hafi verið alveg skelfilegur því það hafi rignt svo mikið. Fólk á þá von á góðu í vetur? „Já, við erum að vona það. Við þurfum auðvitað að læra á kerfið í vetur og verðum í námi í haust og inn í veturinn. Svo næsta haust verðum við orðnir pró,“ segir Einar en hann á von á því að það verði haldið upp á það þegar kerfið verður tekið í notkun seinna í haust.
Skíðaíþróttir Skíðasvæði Veður Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir „Þetta tryggir okkur skíðafæri“ Framkvæmdir hófust við Bláfjöll í morgun þar sem borað er fyrir vatni fyrir snjóframleiðslu á skíðasvæðinu. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla segir framleiðsluna munu gjörbreyta aðstöðunni. 17. ágúst 2023 16:51 Sérstakur skíðavetur en þróunin upp á við Framkvæmdastjóri skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu segir síðasta vetur hafa verið sérstakan fyrir skíðasvæðin. Lítill snjór hafi komið í Bláfjöll og ekki tókst að vígja formlega nýju lyfturnar á svæðinu. 7. maí 2023 13:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira
„Þetta tryggir okkur skíðafæri“ Framkvæmdir hófust við Bláfjöll í morgun þar sem borað er fyrir vatni fyrir snjóframleiðslu á skíðasvæðinu. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla segir framleiðsluna munu gjörbreyta aðstöðunni. 17. ágúst 2023 16:51
Sérstakur skíðavetur en þróunin upp á við Framkvæmdastjóri skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu segir síðasta vetur hafa verið sérstakan fyrir skíðasvæðin. Lítill snjór hafi komið í Bláfjöll og ekki tókst að vígja formlega nýju lyfturnar á svæðinu. 7. maí 2023 13:44