Brady hleður Brock lofi Valur Páll Eiríksson skrifar 12. október 2023 16:00 Purdy hefur verið frábær í vetur og var það einnig í fyrra. Getty Brock Purdy, leikstjórnandi San Francisco 49ers í NFL-deildinni, er á bleiku skýi þessa dagana. Lið hans hefur unnið fimm fyrstu leiki sína á leiktíðinni og er honum líkt við goðsögnina Tom Brady. Sá síðarnefndi hefur mikið álit á Purdy. Purdy hefur komið sem stormsveipur inn í deildina en hann fékk óvænt tækifæri sem leikstjórnandi 49ers seint á síðustu leiktíð og hefur ekki litið um öxl. Trey Lance og Garoppolo, leikstjórnendur hjá 49ers í fyrra, voru báðir meiddir sem leiddi til þess að Purdy fékk stóra tækifærið. Hans fyrsti leikur var einmitt gegn Tampa Bay Buccaneers sem var leitt af Brady. Hann varð í þeim leik fyrsti leikstjórnandinn í sögunni til að leggja Brady að velli í frumraun sinni í deildinni. Þeir félagar eiga sameiginlegt að hafa verið valdir afar seint í nýliðavalinu en sýnt styrk sinn þegar í deildina var komið. Brady var spurður um Purdy í Let's Go-hlaðvarpinu á dögunum og jós lofi yfir unga leikstjórnandann. „49ers eru að standa stig frábærlega, ég spilaði við hann í fyrra, og þeir eru með mjög gott lið,“ segir Brady. „Þú heyrir ekki um gæja eins og Brock Purdy fyrr en þeir eru farnir að gera ótrúlega hluti úti á velli. Svo þetta er skemmtileg saga. Ég vona að þetta haldi svona áfram fyrir hann vegna þess að hann virðist vera auðmjúkur ungur maður sem vill ná langt. Hann hefur gaman af því að mæta á völlinn og sýna hvað í honum býr,“. Fróðlegt verður að sjá hvort Brock fari svipaða leið og Brady. Purdy var valinn síðastur í nýliðavalinu árið 2022 en hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn eftir að hann fékk tækifæri. Brady þekkir það en hann var valinn 199. í nýliðavalinu árið 1999 og sýndi og sannaði að hann átti heima töluvert ofar. NFL Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Purdy hefur komið sem stormsveipur inn í deildina en hann fékk óvænt tækifæri sem leikstjórnandi 49ers seint á síðustu leiktíð og hefur ekki litið um öxl. Trey Lance og Garoppolo, leikstjórnendur hjá 49ers í fyrra, voru báðir meiddir sem leiddi til þess að Purdy fékk stóra tækifærið. Hans fyrsti leikur var einmitt gegn Tampa Bay Buccaneers sem var leitt af Brady. Hann varð í þeim leik fyrsti leikstjórnandinn í sögunni til að leggja Brady að velli í frumraun sinni í deildinni. Þeir félagar eiga sameiginlegt að hafa verið valdir afar seint í nýliðavalinu en sýnt styrk sinn þegar í deildina var komið. Brady var spurður um Purdy í Let's Go-hlaðvarpinu á dögunum og jós lofi yfir unga leikstjórnandann. „49ers eru að standa stig frábærlega, ég spilaði við hann í fyrra, og þeir eru með mjög gott lið,“ segir Brady. „Þú heyrir ekki um gæja eins og Brock Purdy fyrr en þeir eru farnir að gera ótrúlega hluti úti á velli. Svo þetta er skemmtileg saga. Ég vona að þetta haldi svona áfram fyrir hann vegna þess að hann virðist vera auðmjúkur ungur maður sem vill ná langt. Hann hefur gaman af því að mæta á völlinn og sýna hvað í honum býr,“. Fróðlegt verður að sjá hvort Brock fari svipaða leið og Brady. Purdy var valinn síðastur í nýliðavalinu árið 2022 en hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn eftir að hann fékk tækifæri. Brady þekkir það en hann var valinn 199. í nýliðavalinu árið 1999 og sýndi og sannaði að hann átti heima töluvert ofar.
NFL Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira