Lík enn að finnast á víð og dreif í þorpum og bæjum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. október 2023 06:45 Maður liggur látinn á jörðinni eftir árás Hamas á Kfar Aza. AP/Hassan Eslaiah Hermenn, viðbragðsaðilar og íbúar í Ísrael eru enn að finna lík á víð og dreif í þorpum og bæjum við landamörkin að Gaza, eftir árás Hamas á laugardag. Þá er verið að safna myndskeiðum úr öryggismyndavélum og íbúum, sem sýna hvernig árásin fór fram. Fjöldi látinna í árásunum stendur í 1.200. Á myndum og myndskeiðum má sjá hvernig fólk var skotið niður á heimilum sínum, í bænum, á vegum og á tónlistarhátíð. Á Nova-útihátíðinni voru yfir hundrað drepnir og á myndskeiði sem New York Times hefur yfirfarið sjást Hamas-liðar ræna konu og aka með hana burt á mótorhjóli. Blaðamenn New York Times og BBC hafa fengið að heimsækja Kfar Aza-samfélagið þar sem talið er að yfir hundrað manns hafi verið drepnir, þeirra á meðal ungabörn og foreldrar. Sumir af þeim sem björguðust voru með brunasár eftir Molotov-kokteila. Blaðamaður New York Times segist hafa séð lík á vegum og í görðum, á heimilum og á öðrum stöðum. „Þetta er ekki stríð eða vígvöllur; þetta er blóðbað,“ segir hershöfðinginn Itai Veruv. „Þetta er eitthvað sem ég hef aldrei séð áður, þetta er líkara kynþáttahreinsun eins og afar okkar og ömmur upplifðu.“ Í Sderot fundust sjö lík við strætóstoppistöð og í Nir Oz tóku vígamennirnir upp 30 mínútna myndskeið, sem sýnir meðal annars sex blóðug lík liggja á gólfi herbergis. Einn mannanna sést skjóta á líkin. Þegar íbúar söfnuðust saman eftir árásirnar, áttuðu þeir sig á því að það vantaði um helming þeirra. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira
Fjöldi látinna í árásunum stendur í 1.200. Á myndum og myndskeiðum má sjá hvernig fólk var skotið niður á heimilum sínum, í bænum, á vegum og á tónlistarhátíð. Á Nova-útihátíðinni voru yfir hundrað drepnir og á myndskeiði sem New York Times hefur yfirfarið sjást Hamas-liðar ræna konu og aka með hana burt á mótorhjóli. Blaðamenn New York Times og BBC hafa fengið að heimsækja Kfar Aza-samfélagið þar sem talið er að yfir hundrað manns hafi verið drepnir, þeirra á meðal ungabörn og foreldrar. Sumir af þeim sem björguðust voru með brunasár eftir Molotov-kokteila. Blaðamaður New York Times segist hafa séð lík á vegum og í görðum, á heimilum og á öðrum stöðum. „Þetta er ekki stríð eða vígvöllur; þetta er blóðbað,“ segir hershöfðinginn Itai Veruv. „Þetta er eitthvað sem ég hef aldrei séð áður, þetta er líkara kynþáttahreinsun eins og afar okkar og ömmur upplifðu.“ Í Sderot fundust sjö lík við strætóstoppistöð og í Nir Oz tóku vígamennirnir upp 30 mínútna myndskeið, sem sýnir meðal annars sex blóðug lík liggja á gólfi herbergis. Einn mannanna sést skjóta á líkin. Þegar íbúar söfnuðust saman eftir árásirnar, áttuðu þeir sig á því að það vantaði um helming þeirra.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira