Íran hafi komið að skipulagningu árásanna yfir nokkurra vikna skeið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. október 2023 23:58 Yfirmaður ICGC sveitar Írans, Esmail Qaani, ræðir málin á minningarathöfn herdeildarinnar árið 2022. Háttsettir yfirmenn hersins eru sagðir hafa hjálpað Hamas-samtökunum við skipulagningu árásarinnar á Ísrael. Getty Yfirmenn íranska hersins hjálpuðu til við að skipuleggja óvænta árásarhrinu Hamassveita á Ísrael yfir nokkurra vikna skeið, og gáfu grænt ljós á árásina síðasta mánudag. Þetta hefur Wall Street Journal eftir háttsettum yfirmönnum Hamas- og Hezbollah vígasveita, sem eru báðar styrktar af stjórnvöldum í Íran. Í umfjöllun WSJ kemur fram að yfirmenn Byltingarvarða Írans (IRGC), deildar innan íranska hersins, hafi unnið með Hamas-samtökunum frá því í ágúst við að skipuleggja árásir úr lofti, á landi og í sjó. Vígamönnum tókst að brjóta niður varnarlínur Ísraela og hafa raunar ekki komist jafn langt inn í land Ísraels frá Yom Kippur stríðinu svokallaða árið 1973. Höfðu ekki tengt Íran við árásina Smáatriðum árásarinnar var lýst á fundum þar sem viðstaddir voru fulltrúar íranska hersins, Hamas og Hezbollah í Beitut, höfuðborg Líbanon. Þetta hefur WSJ eftir yfirmönnum innan vígasveitanna. Bandarískum yfirvöldum hafði ekki tekist að tengja Íran við árásir Hamas. CNN hafði eftir Antony Blinken í dag að vísbendingar þess efnis lægju ekki fyrir enn. Hann kvaðst hins vegar meðvitaður um langt samband vígahópa og Írans. Haft er eftir Mahmoud Mirdawi, háttsettum yfirmanni innan Hamas, að sveitin hafi skipulagt árásina eins síns liðs. „Þetta er ákvörðun Palestínu og Hamas,“ segir hann. Í kvöld kom öryggisráð Sameinuðu þjóðanna saman vegna ástandsins. Öryggisráðinu tókst ekki að koma sér saman um fordæmingu árásanna en sendifulltrúi Bandaríkjanna gaf það sterklega til kynna að Rússar hefðu staðið því í vegi. Sendifulltrúi Írans vildi ekki tjá sig við fjölmiðla um aðkomu Írans að árásunum. Sagðir vilja sækja að Ísrael úr öllum áttum Æðsti leiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khamenei, fagnar árás Hamas-liða á X, áður Twitter, og segir ljóst að yfirráð Zíonista á landssvæðinu muni brátt líða undir lok. Bein þátttaka Írans í stríðinu sem nú geisar myndi færa átök Ísraels og Írans á yfirborðið. Með því eru líkur taldar á að átökin við landamæri Ísraels, úr öllum áttum, myndu stigmagnast. Háttsettir yfirmenn ísraelska hersins hafa heitið því að láta til skarar skríða gegn íranska hernum og æðstu yfirmönnum hans, verði írönsk yfirvöld fundin sek um að drepa Ísraela. Til lengri tíma litið er áætlun herdeildarinnar írönsku, Byltingarvarða Írans, að sækja að Ísrael úr öllum áttum, að því er fram kemur í umfjöllun WSJ. Hezbollah úr norðri, ásamt öðrum palestínskum vígahópum, og Hamas frá Vesturbakkanum, með aðstoð íslanmska Jihad. Ísrael Palestína Íran Hernaður Átök Ísraela og Palestínumanna Tengdar fréttir „Þetta verður langvinnt, erfitt og blóðugt“ Veruleg hætta er á því að átökin sem nú standa yfir í Ísrael og á Gaza-svæðinu muni dreifa sér víðar. Þetta segir Arnór Sigurjónossn sérfræðingur í varnarmálum. Innrás Ísrael á Gaza-svæðið sé óhjákvæmileg enda hafi yfirvöld þar heitið því að uppræta Hamas-samtökin. 8. október 2023 20:33 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira
Þetta hefur Wall Street Journal eftir háttsettum yfirmönnum Hamas- og Hezbollah vígasveita, sem eru báðar styrktar af stjórnvöldum í Íran. Í umfjöllun WSJ kemur fram að yfirmenn Byltingarvarða Írans (IRGC), deildar innan íranska hersins, hafi unnið með Hamas-samtökunum frá því í ágúst við að skipuleggja árásir úr lofti, á landi og í sjó. Vígamönnum tókst að brjóta niður varnarlínur Ísraela og hafa raunar ekki komist jafn langt inn í land Ísraels frá Yom Kippur stríðinu svokallaða árið 1973. Höfðu ekki tengt Íran við árásina Smáatriðum árásarinnar var lýst á fundum þar sem viðstaddir voru fulltrúar íranska hersins, Hamas og Hezbollah í Beitut, höfuðborg Líbanon. Þetta hefur WSJ eftir yfirmönnum innan vígasveitanna. Bandarískum yfirvöldum hafði ekki tekist að tengja Íran við árásir Hamas. CNN hafði eftir Antony Blinken í dag að vísbendingar þess efnis lægju ekki fyrir enn. Hann kvaðst hins vegar meðvitaður um langt samband vígahópa og Írans. Haft er eftir Mahmoud Mirdawi, háttsettum yfirmanni innan Hamas, að sveitin hafi skipulagt árásina eins síns liðs. „Þetta er ákvörðun Palestínu og Hamas,“ segir hann. Í kvöld kom öryggisráð Sameinuðu þjóðanna saman vegna ástandsins. Öryggisráðinu tókst ekki að koma sér saman um fordæmingu árásanna en sendifulltrúi Bandaríkjanna gaf það sterklega til kynna að Rússar hefðu staðið því í vegi. Sendifulltrúi Írans vildi ekki tjá sig við fjölmiðla um aðkomu Írans að árásunum. Sagðir vilja sækja að Ísrael úr öllum áttum Æðsti leiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khamenei, fagnar árás Hamas-liða á X, áður Twitter, og segir ljóst að yfirráð Zíonista á landssvæðinu muni brátt líða undir lok. Bein þátttaka Írans í stríðinu sem nú geisar myndi færa átök Ísraels og Írans á yfirborðið. Með því eru líkur taldar á að átökin við landamæri Ísraels, úr öllum áttum, myndu stigmagnast. Háttsettir yfirmenn ísraelska hersins hafa heitið því að láta til skarar skríða gegn íranska hernum og æðstu yfirmönnum hans, verði írönsk yfirvöld fundin sek um að drepa Ísraela. Til lengri tíma litið er áætlun herdeildarinnar írönsku, Byltingarvarða Írans, að sækja að Ísrael úr öllum áttum, að því er fram kemur í umfjöllun WSJ. Hezbollah úr norðri, ásamt öðrum palestínskum vígahópum, og Hamas frá Vesturbakkanum, með aðstoð íslanmska Jihad.
Ísrael Palestína Íran Hernaður Átök Ísraela og Palestínumanna Tengdar fréttir „Þetta verður langvinnt, erfitt og blóðugt“ Veruleg hætta er á því að átökin sem nú standa yfir í Ísrael og á Gaza-svæðinu muni dreifa sér víðar. Þetta segir Arnór Sigurjónossn sérfræðingur í varnarmálum. Innrás Ísrael á Gaza-svæðið sé óhjákvæmileg enda hafi yfirvöld þar heitið því að uppræta Hamas-samtökin. 8. október 2023 20:33 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira
„Þetta verður langvinnt, erfitt og blóðugt“ Veruleg hætta er á því að átökin sem nú standa yfir í Ísrael og á Gaza-svæðinu muni dreifa sér víðar. Þetta segir Arnór Sigurjónossn sérfræðingur í varnarmálum. Innrás Ísrael á Gaza-svæðið sé óhjákvæmileg enda hafi yfirvöld þar heitið því að uppræta Hamas-samtökin. 8. október 2023 20:33