Á morgun kemur skólinn, hvar verða skýin þá? Dagbjört Hákonardóttir skrifar 9. október 2023 07:01 Það er rétt að minna á að það fá ekki öll börn fræðslu heima fyrir, og síst þau sem allra mest þurfa á henni að halda. Í vikunni sem leið stóð Kennarasamband Íslands fyrir kennaraviku í tilefni alþjóðlegs dags kennara þann 5. október. Á sama tíma bar einna hæst á baugi umræða um kynfræðslu í skólum til yngri aldurshópa og hlutverk grunnskólanna í því að veita slíka fræðslu. Þessi umræða hefur jafnframt verið fyrirferðarmikil um hinseginmálefni og hvort æskilegt væri að fræða grunnskólanemendur um mismunandi kynhneigðir og kyngervi. Þessi umræða hefur öðru fremur staðfest að hér á landi ríkir almenn og breið þjóðfélagsleg sátt um að börn fái viðeigandi fræðslu og menntun í grunnskólanum um eigin líkama, kynheilbrigði, kynhneigðir og mismunandi fjölskyldumynstur – þekkingu sem endurspeglar þeirra daglega líf og áskoranir sem þar birtast. Stafrænn veruleiki barna Það er því ekki lítið á kennara lagt, og börnin okkar ekki heldur. Við búum að því að eiga þaulmenntaða kennarastétt þar sem margir hafa orðið sér úti um djúpa sérhæfingu á sínu sviði. Ein stærsta áskorun þeirrar kynslóðar sem vex nú úr grasi er læra að fóta sig í stafrænum heimi. Nýleg rannsókn Fjölmiðlanefndar og HÍ sýnir okkur að yfirgnæfandi meirihluti barna á grunnskólaaldri fær farsíma í hendur og um leið aðgang að upplýsingum sem eru misáreiðanlegar og oft á tíðum skaðlegar þeim. Þessi umræða er því nátengd þeirri sem lýtur að upplýsingatæknikennslu í grunnskólum. Ólíkt kyn- og hinseginfræðslu, er upplýsinga- og tæknimennt er með beinum orðum nefnd í aðalnámskrá fyrir grunnskóla að virtri endurskoðun hennar frá árinu 2013. Lykilhæfniviðmið og almenn hæfniviðmið eru metnaðarfull og gera í mjög stuttu máli meðal annars ráð fyrir að við lok 10. bekkjar geti nemandi nýtt sér upplýsingatækni til að afla sér þekkingar. Uppnám í upplýsingatæknikennslu Það er ástæða fyrir því að þetta er ávarpað hér. Upplýsingatæknikennsla er nefnilega í ákveðnu uppnámi. Fyrir liggja tvær ákvarðanir Persónuverndar um nýtingu kennslulausna, annars vegar gagnvart Reykjavíkurborg í lok árs 2021 og nú síðast gegn Kópavogsbæ í maí 2023. Af niðurstöðum má draga þá ályktun að það sé mat stofnunarinnar að sveitarfélögum (og þar með talið grunnskólum) sé ekki í sjálfsvald sett að nýta lausnir sem þessar vegna ýmissa áhættuþátta og skorti á lagaheimildum þar um. Þá hefur eftirlitsyfirvaldið jafnframt haft nýtingu skýjalausna til skoðunar á undanförnum mánuðum. Á næstu vikum mun koma í ljós hvort grunnskólum í stærstu sveitarfélögum verði hreinlega gert að láta af nýtingu almennra skýjalausna sem metin hefur verið forsvaranleg af helstu sérfræðingum á sviði persónuverndar og upplýsingatækni, ekki síst að virtri þýðingu hennar fyrir upplýsingatæknikennslu. Erfiðara á Íslandi Á mannamáli þýðir þetta að tækninni (eins og við þekkjum hana í daglegu starfi) yrði gott sem úthýst úr íslenskum skólastofum. Íslenskum grunnskólum er að þessu leyti sniðinn mun þrengri stakkur en á Norðurlöndum og í Evrópu, sem þýðir að bannið verður ekki aðeins leitt til almennu persónuverndarreglugerðar ESB sem tók gildi árið 2018. Margir velta því fyrir sér hvað veldur hinni séríslensku nálgun. Persónuvernd stendur ekki á svörum – það á að vernda börnin og hindra það í lengstu lög að persónuupplýsingar þeirra verði afhentar tæknirisum á silfurfati. Það er góðra gjalda vert, og ekkert sveitarfélag vill stunda slíka gagnaflutninga. Aðferðir og leiðir Persónuverndar til að stemma stigu við slíku koma hvorki heim og saman við aðalnámskrá grunnskóla, né bera þær með sér að grunnskólinn er lykilvettvangur þess þegar kemur að því að standa vörð um hagsmuni barna. Við gerum það fyrst og fremst með því að kenna þeim að bera sig rétt að í upplýsingasamfélaginu. Kennarar kunna sitt fag, og gott betur Þegar horft er á söguna hefur ekki reynst farsælt neita að horfast í augu við áskoranir samtímans að og meina börnum að fræðast um þær. Að því er lýtur að upplýsingatækni er vandséð hvernig á að ná fram markmiðum aðalnámskrár ef kennarar geta ekki nýtt skýjalausnir með sama hætti og viðgengst með farsælum hætti á Norðurlöndunum og víðs vegar í Evrópu. Þar þurfa öll að læra að fóta sig. Skólastarf hefur liðið verulega fyrir þessa óvissu á undanförnum misserum og ber framkvæmdavaldinu, með skýrri aðkomu Alþingis ef þess gerist þörf, að skapa kennurum ótvíræð starfsskilyrði og leggja línur um framtíðarsýn í málaflokknum. Það er ekki síst skylda okkar að sjá grunnskólanemendum fyrir því að þau fái þessa kennslu ekki aðeins heima fyrir. Nemendur þurfa öfluga upplýsingatæknikennslu mótaða af okkar færustu sérfræðingum, og hana fá þau í grunnskólanum. Það er vel þess virði að gjalda varhug við hvers konar yfirlýsingum um að börnum standi ógn af fræðslu og kennslu á því umhverfi sem endurspeglar daglegt líf þeirra. Ég óska kennurum til hamingju með alþjóðlegan kennaradag. Það eruð þið sem eruð sérfræðingar í hagsmunum barna. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjört Hákonardóttir Samfylkingin Grunnskólar Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Það er rétt að minna á að það fá ekki öll börn fræðslu heima fyrir, og síst þau sem allra mest þurfa á henni að halda. Í vikunni sem leið stóð Kennarasamband Íslands fyrir kennaraviku í tilefni alþjóðlegs dags kennara þann 5. október. Á sama tíma bar einna hæst á baugi umræða um kynfræðslu í skólum til yngri aldurshópa og hlutverk grunnskólanna í því að veita slíka fræðslu. Þessi umræða hefur jafnframt verið fyrirferðarmikil um hinseginmálefni og hvort æskilegt væri að fræða grunnskólanemendur um mismunandi kynhneigðir og kyngervi. Þessi umræða hefur öðru fremur staðfest að hér á landi ríkir almenn og breið þjóðfélagsleg sátt um að börn fái viðeigandi fræðslu og menntun í grunnskólanum um eigin líkama, kynheilbrigði, kynhneigðir og mismunandi fjölskyldumynstur – þekkingu sem endurspeglar þeirra daglega líf og áskoranir sem þar birtast. Stafrænn veruleiki barna Það er því ekki lítið á kennara lagt, og börnin okkar ekki heldur. Við búum að því að eiga þaulmenntaða kennarastétt þar sem margir hafa orðið sér úti um djúpa sérhæfingu á sínu sviði. Ein stærsta áskorun þeirrar kynslóðar sem vex nú úr grasi er læra að fóta sig í stafrænum heimi. Nýleg rannsókn Fjölmiðlanefndar og HÍ sýnir okkur að yfirgnæfandi meirihluti barna á grunnskólaaldri fær farsíma í hendur og um leið aðgang að upplýsingum sem eru misáreiðanlegar og oft á tíðum skaðlegar þeim. Þessi umræða er því nátengd þeirri sem lýtur að upplýsingatæknikennslu í grunnskólum. Ólíkt kyn- og hinseginfræðslu, er upplýsinga- og tæknimennt er með beinum orðum nefnd í aðalnámskrá fyrir grunnskóla að virtri endurskoðun hennar frá árinu 2013. Lykilhæfniviðmið og almenn hæfniviðmið eru metnaðarfull og gera í mjög stuttu máli meðal annars ráð fyrir að við lok 10. bekkjar geti nemandi nýtt sér upplýsingatækni til að afla sér þekkingar. Uppnám í upplýsingatæknikennslu Það er ástæða fyrir því að þetta er ávarpað hér. Upplýsingatæknikennsla er nefnilega í ákveðnu uppnámi. Fyrir liggja tvær ákvarðanir Persónuverndar um nýtingu kennslulausna, annars vegar gagnvart Reykjavíkurborg í lok árs 2021 og nú síðast gegn Kópavogsbæ í maí 2023. Af niðurstöðum má draga þá ályktun að það sé mat stofnunarinnar að sveitarfélögum (og þar með talið grunnskólum) sé ekki í sjálfsvald sett að nýta lausnir sem þessar vegna ýmissa áhættuþátta og skorti á lagaheimildum þar um. Þá hefur eftirlitsyfirvaldið jafnframt haft nýtingu skýjalausna til skoðunar á undanförnum mánuðum. Á næstu vikum mun koma í ljós hvort grunnskólum í stærstu sveitarfélögum verði hreinlega gert að láta af nýtingu almennra skýjalausna sem metin hefur verið forsvaranleg af helstu sérfræðingum á sviði persónuverndar og upplýsingatækni, ekki síst að virtri þýðingu hennar fyrir upplýsingatæknikennslu. Erfiðara á Íslandi Á mannamáli þýðir þetta að tækninni (eins og við þekkjum hana í daglegu starfi) yrði gott sem úthýst úr íslenskum skólastofum. Íslenskum grunnskólum er að þessu leyti sniðinn mun þrengri stakkur en á Norðurlöndum og í Evrópu, sem þýðir að bannið verður ekki aðeins leitt til almennu persónuverndarreglugerðar ESB sem tók gildi árið 2018. Margir velta því fyrir sér hvað veldur hinni séríslensku nálgun. Persónuvernd stendur ekki á svörum – það á að vernda börnin og hindra það í lengstu lög að persónuupplýsingar þeirra verði afhentar tæknirisum á silfurfati. Það er góðra gjalda vert, og ekkert sveitarfélag vill stunda slíka gagnaflutninga. Aðferðir og leiðir Persónuverndar til að stemma stigu við slíku koma hvorki heim og saman við aðalnámskrá grunnskóla, né bera þær með sér að grunnskólinn er lykilvettvangur þess þegar kemur að því að standa vörð um hagsmuni barna. Við gerum það fyrst og fremst með því að kenna þeim að bera sig rétt að í upplýsingasamfélaginu. Kennarar kunna sitt fag, og gott betur Þegar horft er á söguna hefur ekki reynst farsælt neita að horfast í augu við áskoranir samtímans að og meina börnum að fræðast um þær. Að því er lýtur að upplýsingatækni er vandséð hvernig á að ná fram markmiðum aðalnámskrár ef kennarar geta ekki nýtt skýjalausnir með sama hætti og viðgengst með farsælum hætti á Norðurlöndunum og víðs vegar í Evrópu. Þar þurfa öll að læra að fóta sig. Skólastarf hefur liðið verulega fyrir þessa óvissu á undanförnum misserum og ber framkvæmdavaldinu, með skýrri aðkomu Alþingis ef þess gerist þörf, að skapa kennurum ótvíræð starfsskilyrði og leggja línur um framtíðarsýn í málaflokknum. Það er ekki síst skylda okkar að sjá grunnskólanemendum fyrir því að þau fái þessa kennslu ekki aðeins heima fyrir. Nemendur þurfa öfluga upplýsingatæknikennslu mótaða af okkar færustu sérfræðingum, og hana fá þau í grunnskólanum. Það er vel þess virði að gjalda varhug við hvers konar yfirlýsingum um að börnum standi ógn af fræðslu og kennslu á því umhverfi sem endurspeglar daglegt líf þeirra. Ég óska kennurum til hamingju með alþjóðlegan kennaradag. Það eruð þið sem eruð sérfræðingar í hagsmunum barna. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun