„Þetta verður langvinnt, erfitt og blóðugt“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. október 2023 20:33 Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálium, lagði mat á stöðuna í Ísrael í kvöldfréttum Stöðvar 2. vísir Veruleg hætta er á því að átökin sem nú standa yfir í Ísrael og á Gaza-svæðinu muni dreifa sér víðar. Þetta segir Arnór Sigurjónsson sérfræðingur í varnarmálum. Innrás Ísrael á Gaza-svæðið sé óhjákvæmileg enda hafi yfirvöld þar heitið því að uppræta Hamas-samtökin. Spurður hvers vegna Hamas-liðar stundi árásir á þessum tímapunkti segir Arnór að samtökin hafi á þessum tímapunkti þrjú meginmarkmið. „Í fyrsta lagi að koma í veg fyrir friðsamleg samskipti Ísrael við önnur arabaríki, þar á meðal Sádí-Arabíu. Taka gísla til fangaskipta. Og sameina arabaríkin, og jafnvel heiminn allan, í baráttunni gegn Ísrael, í þágu Palestínu-araba.“ Yfirferð yfir stöðuna í Ísrael, ásamt viðtali við Arnór má sjá hér að neðan. Viðtalið hefst þegar um fjórar mínútur eru liðnar af fréttinni. Hann segir verulega hættu á því að átökin dreifi sér út fyrir átakasvæðið nú og nefnir að Bandaríkjamenn hafi sent herskip og herþotur á svæðið til að vera reiðubúnir því ef allt fer á versta veg. Árás Hamas-liða kom Ísraelsmönnum í opna skjöldu og svo virðist sem að upplýsingaþjónusta hafi brugðist algjörlega. „Þetta virðist vera aljgjört skipbrot leyniþjónustu Ísraelsmanna. Þetta virðist hafa komið Bandaríkjamönnum mjög á óvart líka. Það er eitthvað sem þarf að skoða betur í framtíðinni,“ segir Arnór og segir uppgjör verða að fara fram vegna þessa. Innrás Ísraelsmanna á Gaza-svæðið sé óhjákvæmileg enda hafi Ísrael heitið því að uppræta Hamas. „Það gera þeir ekki nema að hafa full yfirráð yfir Gaza-svæðinu.“ „Þetta verður langvinnt, erfitt og blóðugt,“ sagði Arnór að lokum. Ísrael Palestína Hernaður Átök Ísraela og Palestínumanna Tengdar fréttir Vaktin: Að minnsta kosti 260 manns voru skotnir á tónlistarhátíð Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael hefur lýst yfir herlögum í landinu vegna stríðsins sem hófst þar í gærmorgun. Minnst sex hundruð Ísraelar hafa fallið í árásum Hamas og þrjú hundruð Palestínumenn fallið í gagnárásum Ísraela. 8. október 2023 12:57 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira
Spurður hvers vegna Hamas-liðar stundi árásir á þessum tímapunkti segir Arnór að samtökin hafi á þessum tímapunkti þrjú meginmarkmið. „Í fyrsta lagi að koma í veg fyrir friðsamleg samskipti Ísrael við önnur arabaríki, þar á meðal Sádí-Arabíu. Taka gísla til fangaskipta. Og sameina arabaríkin, og jafnvel heiminn allan, í baráttunni gegn Ísrael, í þágu Palestínu-araba.“ Yfirferð yfir stöðuna í Ísrael, ásamt viðtali við Arnór má sjá hér að neðan. Viðtalið hefst þegar um fjórar mínútur eru liðnar af fréttinni. Hann segir verulega hættu á því að átökin dreifi sér út fyrir átakasvæðið nú og nefnir að Bandaríkjamenn hafi sent herskip og herþotur á svæðið til að vera reiðubúnir því ef allt fer á versta veg. Árás Hamas-liða kom Ísraelsmönnum í opna skjöldu og svo virðist sem að upplýsingaþjónusta hafi brugðist algjörlega. „Þetta virðist vera aljgjört skipbrot leyniþjónustu Ísraelsmanna. Þetta virðist hafa komið Bandaríkjamönnum mjög á óvart líka. Það er eitthvað sem þarf að skoða betur í framtíðinni,“ segir Arnór og segir uppgjör verða að fara fram vegna þessa. Innrás Ísraelsmanna á Gaza-svæðið sé óhjákvæmileg enda hafi Ísrael heitið því að uppræta Hamas. „Það gera þeir ekki nema að hafa full yfirráð yfir Gaza-svæðinu.“ „Þetta verður langvinnt, erfitt og blóðugt,“ sagði Arnór að lokum.
Ísrael Palestína Hernaður Átök Ísraela og Palestínumanna Tengdar fréttir Vaktin: Að minnsta kosti 260 manns voru skotnir á tónlistarhátíð Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael hefur lýst yfir herlögum í landinu vegna stríðsins sem hófst þar í gærmorgun. Minnst sex hundruð Ísraelar hafa fallið í árásum Hamas og þrjú hundruð Palestínumenn fallið í gagnárásum Ísraela. 8. október 2023 12:57 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira
Vaktin: Að minnsta kosti 260 manns voru skotnir á tónlistarhátíð Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael hefur lýst yfir herlögum í landinu vegna stríðsins sem hófst þar í gærmorgun. Minnst sex hundruð Ísraelar hafa fallið í árásum Hamas og þrjú hundruð Palestínumenn fallið í gagnárásum Ísraela. 8. október 2023 12:57