„Stundum finnst mér stelpurnar ekki fatta hversu góðar þær eru“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2023 13:00 Blikakonur fagna marki í Bestu deildinni í sumar.Þær geta tryggt sér Evrópusæti í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Gunnleifur Gunnleifsson, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks, kallar eftir stuðningi á bak við liðið sitt í kvöld í gríðarlega mikilvægum leik á móti Val í lokaumferð Bestu deild kvenna. Breiðablik er eins og er í öðru sæti deildarinnar sem gefur Evrópusæti en þær eru að fara að mæt Íslandsmeisturum Vals á þeirra heimavelli. Valskonur eru fyrir löngu búnar að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en Breiðablik hefur tveggja stiga forskot á Stjörnuna í baráttunni um annað sætið. Stjarnan tekur á móti Þrótti á sama tíma og gæti tryggt sér Evrópusæti með sigri. „Það segir sig sjálft og við komumst ekki hjá því að segja að þetta er úrslitaleikur um það hvort við náum Evrópusæti eða ekki. Stærri verða leikirnir ekki hjá okkur,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson í ákalli á miðlum Breiðabliks. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) „Liðið er búið að lenda í alls konar mótlæti og veseni í allt sumar. Við erum að skríða saman og við höfum mikla trú á okkur að við getum gert frábæra hluti í síðasta leiknum,“ sagði Gunnleifur. „Það býr svo mikið í þessum stelpum og þessum leikmönnum. Stundum finnst mér stelpurnar ekki fatta hversu góðar þær eru,“ sagði Gunnleifur. „Á morgun (í dag) ætlum við að ná því allra besta út úr öllum. Ekki bara þeim ellefu leikmönnum sem eru inn á vellinum heldur frá öllum þeim sem eru á bekknum og þeim sem eru utan hóps og öllu starfsliðinu,“ sagði Gunnleifur. „Þá viljum við fá fólkið okkar af því að við erum stærsta félagið. Við erum með stórkostlegt fólk í félaginu og það skiptir okkur svo miklu máli að fólkið mæti og styðji liðið okkar og stelpurnar. Það væri svo frábært að enda þetta á góðum nótum,“ sagði Gunnleifur eins og sjá má hér fyrir ofan. Valur tekur á móti Breiðabliki klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 5 og Stjarnan fær Þrótt í heimsókn á sama tíma en sá leikur verður sýndur á Bestu deildar stöðinni. Lokaumferðin hefst klukkan 15.45 þegar FH fær Þór/KA í heimsókn en sá leikur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Helena mun síðan gera upp lokaumferðina og allt mótið í Bestu mörkunum klukkan 20.00 á morgun á Stöð 2 Sport. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Breiðablik er eins og er í öðru sæti deildarinnar sem gefur Evrópusæti en þær eru að fara að mæt Íslandsmeisturum Vals á þeirra heimavelli. Valskonur eru fyrir löngu búnar að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en Breiðablik hefur tveggja stiga forskot á Stjörnuna í baráttunni um annað sætið. Stjarnan tekur á móti Þrótti á sama tíma og gæti tryggt sér Evrópusæti með sigri. „Það segir sig sjálft og við komumst ekki hjá því að segja að þetta er úrslitaleikur um það hvort við náum Evrópusæti eða ekki. Stærri verða leikirnir ekki hjá okkur,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson í ákalli á miðlum Breiðabliks. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) „Liðið er búið að lenda í alls konar mótlæti og veseni í allt sumar. Við erum að skríða saman og við höfum mikla trú á okkur að við getum gert frábæra hluti í síðasta leiknum,“ sagði Gunnleifur. „Það býr svo mikið í þessum stelpum og þessum leikmönnum. Stundum finnst mér stelpurnar ekki fatta hversu góðar þær eru,“ sagði Gunnleifur. „Á morgun (í dag) ætlum við að ná því allra besta út úr öllum. Ekki bara þeim ellefu leikmönnum sem eru inn á vellinum heldur frá öllum þeim sem eru á bekknum og þeim sem eru utan hóps og öllu starfsliðinu,“ sagði Gunnleifur. „Þá viljum við fá fólkið okkar af því að við erum stærsta félagið. Við erum með stórkostlegt fólk í félaginu og það skiptir okkur svo miklu máli að fólkið mæti og styðji liðið okkar og stelpurnar. Það væri svo frábært að enda þetta á góðum nótum,“ sagði Gunnleifur eins og sjá má hér fyrir ofan. Valur tekur á móti Breiðabliki klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 5 og Stjarnan fær Þrótt í heimsókn á sama tíma en sá leikur verður sýndur á Bestu deildar stöðinni. Lokaumferðin hefst klukkan 15.45 þegar FH fær Þór/KA í heimsókn en sá leikur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Helena mun síðan gera upp lokaumferðina og allt mótið í Bestu mörkunum klukkan 20.00 á morgun á Stöð 2 Sport.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira