Lífi fatlaðs fólks slegið á frest Rúnar Björn Herrera Þorkelsson og Silja Steinunnardóttir skrifa 5. október 2023 07:00 Þegar NPA var lögfest fyrir fimm árum, árið 2018, ríkti almenn gleði meðal fatlaðs fólks. Réttur fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs til jafns við aðra var nú bundinn í lög og áætlanir uppi um að fjölga NPA samningum um hátt í 100 samninga til ársins 2022. Nú kæmist loksins skriður á málin! Fjölgun samninga staðið í stað Fyrsta árið eftir lögfestinguna kom vissulega svolítill kippur í fjölgun NPA samninga en árin þar á eftir stóð fjöldi samninga í raun í stað. Í lok síðsta árs voru NPA samningar 89 talsins í stað þeirra 172 sem kveðið hafði verið á um í lögum. Í desember í fyrra voru svo sett ný lög þar sem lofað var allt að 50 nýjum samningum í ár og að fjöldi NPA samninga skyldi vera orðinn allt að 172 í lok næsta árs, 2024. Hingað til hafa hins vegar eingöngu borist óstaðfestar fréttir af 20 nýjum NPA samningum á þessu ári en ekki 50 eins og lofað var. Fatlað fólk upplifir sig nánast í stofufangelsi Á meðan NPA samningum fjölgar lítið sem ekkert, bíður fatlað fólk. Það bíður og er tilneytt til að slá svo mörgu í sínu lífi á frest og upplifir nánast að það búi í stofufangelsi á meðan. Það bíður eftir því að fá samþykki fyrir NPA eða eftir því að fá sinn NPA samning gerðan virkan. Það bíður eftir því að geta ráðið sjálft yfir sínu lífi í stað þess að lúta klukku og hentisemi annarrar þjónustu á vegum sveitarfélaganna. Það bíður með að stunda vinnu og fara í nám. Það sleppir því að fara út að leika með börnunum sínum. Það sleppir því að fara út á meðal fólks, því hver á að aðstoða það ef það þarf að fara á salernið? Það bíður iðulega í mörg ár eftir því að fá NPA. Það bíður og á meðan rennur lífið hjá. Aukin þátttaka í samfélaginu og bætt líðan með NPA Samkvæmt rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands frá 2016 kom m.a. eftirfarandi í ljós: NPA notendur voru margfalt líklegri til að stunda vinnu heldur en fatlað fólk í samanburðarhópi. NPA notendur voru ríflega tvisvar sinnum líklegri til að stunda nám en fatlað fólk í samanburðarhópi. NPA notendur voru tæplega þrisvar sinnum líklegri til að búa í húsnæði á eigin vegum og einungis 9% NPA notenda bjuggu í félagslegu húsnæði á móti 44% fatlaðs fólks í samanburðarhópnum. Þá eru ekki talin áhrif NPA á líðan og lífsfyllingu fatlaðs fólks. NPA notendur lögðust mun sjaldnar inn á spítala eða leituðu til bráðamóttökunnar heldur en fólk í samanburðarhópnum. NPA notendur sögðust mun sjaldnar vera leiðir heldur en fatlað fólk í samanburðarhópi og engir þeirra sögðust alltaf vera leiðir. NPA notendur urðu sjaldnar fyrir ofbeldi og var t.d. sjaldnar öskrað á þá heldur en fatlað fólk í samanburðarhópnum. NPA notendur voru miklu líklegri til að telja sig hafa stjórn á eigin lífi og því hvað þeir gera og hvenær, heldur en fatlað fólk í samanburðarhópnum. Loks ber að nefna jákvæð áhrif NPA á líf aðstandenda fatlaðs fólks með NPA. Almennt voru aðstandendur NPA notenda líklegri en aðstandendur í samanburðarhópi, til að telja að NPA styddi við fjölskyldulíf, að NPA auðveldaði notandanum að lifa sjálfstæðu lífi, að ólíklegra væri að þeir hefðu áhyggjur af þjónustu við NPA notandann og áfram mætti telja. Tryggjum sjálfsögð mannréttindi! Stjórnvöldum ber að fylgja lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og fara eftir samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Við sem samfélag hljótum að vilja tryggja fólki sjálfsögð mannréttindi og byggja inngilt samfélag þar sem öll eru þátttakendur! Bíðum ekki lengur. Fjölgið NPA samningum í takt við lög. Réttindum frestað er réttindum neitað! Rúnar Björn Herrera Þorkelsson er formaður NPA miðstöðvarinnar og Silja Steinunnardóttir samskiptastýra miðstöðvarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Þegar NPA var lögfest fyrir fimm árum, árið 2018, ríkti almenn gleði meðal fatlaðs fólks. Réttur fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs til jafns við aðra var nú bundinn í lög og áætlanir uppi um að fjölga NPA samningum um hátt í 100 samninga til ársins 2022. Nú kæmist loksins skriður á málin! Fjölgun samninga staðið í stað Fyrsta árið eftir lögfestinguna kom vissulega svolítill kippur í fjölgun NPA samninga en árin þar á eftir stóð fjöldi samninga í raun í stað. Í lok síðsta árs voru NPA samningar 89 talsins í stað þeirra 172 sem kveðið hafði verið á um í lögum. Í desember í fyrra voru svo sett ný lög þar sem lofað var allt að 50 nýjum samningum í ár og að fjöldi NPA samninga skyldi vera orðinn allt að 172 í lok næsta árs, 2024. Hingað til hafa hins vegar eingöngu borist óstaðfestar fréttir af 20 nýjum NPA samningum á þessu ári en ekki 50 eins og lofað var. Fatlað fólk upplifir sig nánast í stofufangelsi Á meðan NPA samningum fjölgar lítið sem ekkert, bíður fatlað fólk. Það bíður og er tilneytt til að slá svo mörgu í sínu lífi á frest og upplifir nánast að það búi í stofufangelsi á meðan. Það bíður eftir því að fá samþykki fyrir NPA eða eftir því að fá sinn NPA samning gerðan virkan. Það bíður eftir því að geta ráðið sjálft yfir sínu lífi í stað þess að lúta klukku og hentisemi annarrar þjónustu á vegum sveitarfélaganna. Það bíður með að stunda vinnu og fara í nám. Það sleppir því að fara út að leika með börnunum sínum. Það sleppir því að fara út á meðal fólks, því hver á að aðstoða það ef það þarf að fara á salernið? Það bíður iðulega í mörg ár eftir því að fá NPA. Það bíður og á meðan rennur lífið hjá. Aukin þátttaka í samfélaginu og bætt líðan með NPA Samkvæmt rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands frá 2016 kom m.a. eftirfarandi í ljós: NPA notendur voru margfalt líklegri til að stunda vinnu heldur en fatlað fólk í samanburðarhópi. NPA notendur voru ríflega tvisvar sinnum líklegri til að stunda nám en fatlað fólk í samanburðarhópi. NPA notendur voru tæplega þrisvar sinnum líklegri til að búa í húsnæði á eigin vegum og einungis 9% NPA notenda bjuggu í félagslegu húsnæði á móti 44% fatlaðs fólks í samanburðarhópnum. Þá eru ekki talin áhrif NPA á líðan og lífsfyllingu fatlaðs fólks. NPA notendur lögðust mun sjaldnar inn á spítala eða leituðu til bráðamóttökunnar heldur en fólk í samanburðarhópnum. NPA notendur sögðust mun sjaldnar vera leiðir heldur en fatlað fólk í samanburðarhópi og engir þeirra sögðust alltaf vera leiðir. NPA notendur urðu sjaldnar fyrir ofbeldi og var t.d. sjaldnar öskrað á þá heldur en fatlað fólk í samanburðarhópnum. NPA notendur voru miklu líklegri til að telja sig hafa stjórn á eigin lífi og því hvað þeir gera og hvenær, heldur en fatlað fólk í samanburðarhópnum. Loks ber að nefna jákvæð áhrif NPA á líf aðstandenda fatlaðs fólks með NPA. Almennt voru aðstandendur NPA notenda líklegri en aðstandendur í samanburðarhópi, til að telja að NPA styddi við fjölskyldulíf, að NPA auðveldaði notandanum að lifa sjálfstæðu lífi, að ólíklegra væri að þeir hefðu áhyggjur af þjónustu við NPA notandann og áfram mætti telja. Tryggjum sjálfsögð mannréttindi! Stjórnvöldum ber að fylgja lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og fara eftir samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Við sem samfélag hljótum að vilja tryggja fólki sjálfsögð mannréttindi og byggja inngilt samfélag þar sem öll eru þátttakendur! Bíðum ekki lengur. Fjölgið NPA samningum í takt við lög. Réttindum frestað er réttindum neitað! Rúnar Björn Herrera Þorkelsson er formaður NPA miðstöðvarinnar og Silja Steinunnardóttir samskiptastýra miðstöðvarinnar.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun