Sundraðir Repúblikanar gefa sér viku Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2023 13:32 Kevin McCarthy varð í gær fyrsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til að verða vikið úr embætti. AP/J. Scott Applewhite Átta Repúblikanar, af 220 í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, veltu Kevin McCarthy, fyrrverandi forseta fulltrúadeildarinnar, úr sessi í gærkvöldi. Þetta eru margir af sömu þingmönnunum og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. Mikil kergja ríkir á þinginu. Þingmenn Repúblikanaflokksins eru sagðir vera reiðir út í Matt Gaetz, sem lagði fram vantrauststillöguna sem samþykkt var í gær, og eru þingmenn Repúblikanaflokksins einnig sagðir vera reiðir út í Demókrata, fyrir að hafa greitt atkvæði með því að víkja McCarthy úr embætti. Allir þingmenn Demókrataflokksins sem gátu mætt, greiddu atkvæði gegn McCarthy. Atkvæðagreiðslan fór 216-210. Sjá einnig: McCarthy steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu Þeir átta þingmenn sem greiddu atkvæði gegn McCarthy höfðu svo gott sem haldið honum í gíslingu undanfarnar vikur. Fyrir atkvæðagreiðslunnar í gær fóru fram umræður þar sem Repúblikanar tóku einir til máls. Bandamenn McCarthy fóru hlýjum orðum um þingforsetann og töluðu illa um uppreisnarmennina innan flokksins. Gaetz og aðrir andstæðingar hans gagnrýndu McCarthy harðlega og sögðu ekki hægt að treysta honum. „Hugsið ykkur vel um áður en þið dembið okkur út í óreiðuna,“ sagði Tom Cole, stuðningsmaður McCarthy. „Því þangað stefnum við ef við víkjum honum úr embætti.“ Ætla að finna nýjan þingforseta á viku Þar sem þeir eru í meirihluta í fulltrúadeildinni stýra Repúblikanar meðal annars skipan skrifstofa en blaðamaðurinn Jake Sherman, segir að þingmanni Demókrataflokksins hafi verið vísað úr skrifstofu sinni í morgun og að von sé á fleiri hefndaraðgerðum sem þessari. Þingið er nú lamað þar til nýr forseti finnst en það gæti reynst erfitt. Tveir menn þykja líklegir til að sækjast eftir embættinu en þeir eru báðir á hægri væng Repúblikanaflokksins og gætu átt erfitt með að sækja sér stuðning frá miðjusinnuðum þingmönnum. Patrick McHenry tók við sem þingforseti í bili og sleit hann þingfundi eftir að McCarthy var vikið úr embætti. Hann virtist reiður þegar hann sleit þingfundi. McHenry sagði Repúblikana vonast til þess að þeir finni nýjan forseta fyrir umræðu á þinginu, þriðjudaginn í næstu viku, og að hægt verði að greiða atkvæði næsta miðvikudag. The Rep. Patrick McHenry gavel slam .... pic.twitter.com/TV1VGbkT7Y— Howard Mortman (@HowardMortman) October 3, 2023 Eins og fram kemur í frétt Washington Post hefur McCarthy varið undanförnum níu mánuðum í að láta eftir fjar-hægri þingmönnum í flokki sínum, jafnvel þó kröfur þeirra hafi komið niður á þinginu. Þó McCarthy hafi látið mikið eftir þeim, enduðu þeir á því að velta honum úr sessi. Vantrauststillagan var meðal annars lögð fram vegna þess að McCarthy gerði samkomulag við Demókrata um síðustu helgi til að koma í veg fyrir lokun opinberra stofnana. Þingið samþykkti bráðabirgðafjárlög til 45 daga á síðustu stundu. Sjá einnig: Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Treysta McCarthy ekki Demókratar segja McCarthy hafa sýnt að honum sé ekki treystandi. Meðal þess sem þeir vísa til því til stuðnings er að hann gerði samkomulag við Joe Biden, forseta, fyrr á árinu. Það samkomulag kom í veg fyrir það að Bandaríkin færu í greiðsluþrot í fyrsta sinn og fól í sér að ríkisútgjöld til stofnanna, annarra en herafla Bandaríkjanna, yrðu ekkert aukin á næsta ári og aðeins aukin um eitt prósent árið 2025. Eftir mótmæli frá sömu þingmönnum og veltu honum svo seinna úr sessi, fór McCarthy gegn samkomulaginu og skipaði fjárlaganefnd að fara í hundrað milljarða dala niðurskurð. Demókratar benda einnig á að McCarthy hafi í síðasta mánuði lofað því að halda atkvæðagreiðslu á þinginu um það hvort hefja ætti formlega rannsókn á Joe Biden fyrir möguleg brot í starfi. Skömmu síðar tilkynnti hann að slík rannsókn væri hafin en engin atkvæðagreiðsla fór fram. Demókratar hafa einnig gagnrýnt McCarthy í tengslum við Donald Trump og árásina á bandaríska þinghúsið í janúar 2021. Upprunalega lýsti McCarthy því yfir að Trump bæri ábyrgð á árásinni og sagðist hlynntur sjálfstæðri rannsókn. Hann fór þó fljótt til Flórída á fund Trumps og bað um stuðnings hans fyrir næstu þingkosningar. Í kjölfar þess stóð McCarthy í vegi sjálfstæðrar rannsóknarnefndar og barðist ötullega gegn þingnefndinni sem að endingu var stofnuð til að rannsaka árásina. Sjá einnig: Repúblikanar leita á náðir Trumps Það er einnig sagt hafa farið í taugarnar á Demókrötum hvernig McCarthy talaði um þá eftir að bráðabirgðafjárlögin voru samþykkt og þar að auki sagði McCarthy í gær að Demókratar hefðu leitað til hans varðandi einhverskonar samkomulag en að slíkt kæmi ekki til greina af hans hálfu. Eftir að honum var velt úr sessi í gærkvöldi hélt McCarthy blaðamannafund þar sem hann gagnrýndi meðal annars Demókrata fyrir að hafa ekki staðið við bakið á honum. Hann sakaði Demókrata um að hafa tekið pólitíska ákvörðun og sagði þá hafa skaðað fulltrúadeildina. Þá hefst baráttan Blaðamenn Politico segja minnst þrjá þingmenn Repúblikanaflokksins hafa áhuga á embættinu. Það eru þeir Steve Scalise, Jim Jordan og Kevin Hern. Vandi Repúblikana fellst þó ekki í því að finna áhugasama þingmenn heldur fellst vandinn í því að finna forseta sem allir þingmenn geta verið sammála um, sökum naums meirihluta þeirra. Fregnir eru þegar byrjaðar að berast af því að bandamenn McCarthy setji sig á móti Scalise, þó McCarthy ætli ekki að gefa kost á sér aftur. Í grein Politico segir einnig að margir Repúblikanar hafi enn sem komið er takmarkaðan áhuga á því að finna nýjan forseta í bili. Þess í stað vilji þeir refsa Matt Gaetz og hefur jafnvel verið talað um að reka hann úr þingflokknum. Staða Repúblikana virðist þó ekki góð. Gaetz og hinir sjö sem felldu McCarthy eru ekki líklegir til að gefa frá sér þau völd sem þeir hafa og gætu mögulega haldið áfram að krefjast alls sem þeir vilja af næsta forseta, finni Repúblikanar yfir höfuð einhvern sem getur verið samþykktur. Eitt af fyrstu verkum nýs þingforseta verður að takast á við að semja ný fjárlög og koma í veg fyrir mögulega lokun opinberra stofnana. Rétt rúmir fjörutíu dagar eru til stefnu og ljóst er að Repúblikanar eru ekki sammála um hvernig fjárlög eiga að vera. Starfandi forseti? Ein hugmynd sem hefur verið viðruð á þingi er að McHenry, reiði maðurinn með hamarinn, sinni stöðunni í bili. Hann segir þó að samkvæmt reglum þingsins megi hann eingöngu sitja yfir atkvæðagreiðslu um nýjan þingforseta. Hann má ekki sitja yfir almennri lagasetningu. Staðan sem McHenry er í er fordæmalaus, þar sem þingforseta hefur aldrei verið vikið úr embætti áður og einhverjir segja hann geta stýrt almennum þingfundum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Örlög McCarthy ráðast líklega í dag Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði þingflokki Repúblikanaflokksins í dag að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn honum fari fram seinnipartinn. Greiði allir Demókratar atkvæði með tillögunni geta einungis fimm Repúblikanar velt McCarthy úr sessi. 3. október 2023 15:30 Gaetz leggur fram sögulega tillögu til höfuðs flokksbróður sínum Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram tillögu um að flokksbróðir hans Kevin McCarthy verði fjarlægður úr embætti forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins eftir að síðarnefndi reiddi sig á stuðning Demókrata til að koma fjárlögum í gegn um helgina. 3. október 2023 07:36 Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. 2. október 2023 07:15 Lokun stofnana vestanhafs virðist óhjákvæmileg Ekkert virðist geta komið í veg fyrir lokun opinberra stofnana í Bandaríkjunum. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, þvertekur fyrir að frumvarp frá öldungadeildinni um fjármögnun ríkisrekstursins verði tekið fyrir í fulltrúadeildinni en harðlínumenn í Repúblikanaflokknum eru sagðir ætla sér að velta McCarthy úr sessi. 29. september 2023 15:59 McCarthy í basli og þingið lamað Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, mistókst í gær að koma frumvarpi um fjárveitingar til varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna í gegnum þingið. Hópur öfgafullra þingmanna Repúblikanaflokksins kom í veg fyrir að frumvarpið yrði tekið til umræðu og er útlit fyrir algera lömun á þingi. 20. september 2023 13:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Mikil kergja ríkir á þinginu. Þingmenn Repúblikanaflokksins eru sagðir vera reiðir út í Matt Gaetz, sem lagði fram vantrauststillöguna sem samþykkt var í gær, og eru þingmenn Repúblikanaflokksins einnig sagðir vera reiðir út í Demókrata, fyrir að hafa greitt atkvæði með því að víkja McCarthy úr embætti. Allir þingmenn Demókrataflokksins sem gátu mætt, greiddu atkvæði gegn McCarthy. Atkvæðagreiðslan fór 216-210. Sjá einnig: McCarthy steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu Þeir átta þingmenn sem greiddu atkvæði gegn McCarthy höfðu svo gott sem haldið honum í gíslingu undanfarnar vikur. Fyrir atkvæðagreiðslunnar í gær fóru fram umræður þar sem Repúblikanar tóku einir til máls. Bandamenn McCarthy fóru hlýjum orðum um þingforsetann og töluðu illa um uppreisnarmennina innan flokksins. Gaetz og aðrir andstæðingar hans gagnrýndu McCarthy harðlega og sögðu ekki hægt að treysta honum. „Hugsið ykkur vel um áður en þið dembið okkur út í óreiðuna,“ sagði Tom Cole, stuðningsmaður McCarthy. „Því þangað stefnum við ef við víkjum honum úr embætti.“ Ætla að finna nýjan þingforseta á viku Þar sem þeir eru í meirihluta í fulltrúadeildinni stýra Repúblikanar meðal annars skipan skrifstofa en blaðamaðurinn Jake Sherman, segir að þingmanni Demókrataflokksins hafi verið vísað úr skrifstofu sinni í morgun og að von sé á fleiri hefndaraðgerðum sem þessari. Þingið er nú lamað þar til nýr forseti finnst en það gæti reynst erfitt. Tveir menn þykja líklegir til að sækjast eftir embættinu en þeir eru báðir á hægri væng Repúblikanaflokksins og gætu átt erfitt með að sækja sér stuðning frá miðjusinnuðum þingmönnum. Patrick McHenry tók við sem þingforseti í bili og sleit hann þingfundi eftir að McCarthy var vikið úr embætti. Hann virtist reiður þegar hann sleit þingfundi. McHenry sagði Repúblikana vonast til þess að þeir finni nýjan forseta fyrir umræðu á þinginu, þriðjudaginn í næstu viku, og að hægt verði að greiða atkvæði næsta miðvikudag. The Rep. Patrick McHenry gavel slam .... pic.twitter.com/TV1VGbkT7Y— Howard Mortman (@HowardMortman) October 3, 2023 Eins og fram kemur í frétt Washington Post hefur McCarthy varið undanförnum níu mánuðum í að láta eftir fjar-hægri þingmönnum í flokki sínum, jafnvel þó kröfur þeirra hafi komið niður á þinginu. Þó McCarthy hafi látið mikið eftir þeim, enduðu þeir á því að velta honum úr sessi. Vantrauststillagan var meðal annars lögð fram vegna þess að McCarthy gerði samkomulag við Demókrata um síðustu helgi til að koma í veg fyrir lokun opinberra stofnana. Þingið samþykkti bráðabirgðafjárlög til 45 daga á síðustu stundu. Sjá einnig: Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Treysta McCarthy ekki Demókratar segja McCarthy hafa sýnt að honum sé ekki treystandi. Meðal þess sem þeir vísa til því til stuðnings er að hann gerði samkomulag við Joe Biden, forseta, fyrr á árinu. Það samkomulag kom í veg fyrir það að Bandaríkin færu í greiðsluþrot í fyrsta sinn og fól í sér að ríkisútgjöld til stofnanna, annarra en herafla Bandaríkjanna, yrðu ekkert aukin á næsta ári og aðeins aukin um eitt prósent árið 2025. Eftir mótmæli frá sömu þingmönnum og veltu honum svo seinna úr sessi, fór McCarthy gegn samkomulaginu og skipaði fjárlaganefnd að fara í hundrað milljarða dala niðurskurð. Demókratar benda einnig á að McCarthy hafi í síðasta mánuði lofað því að halda atkvæðagreiðslu á þinginu um það hvort hefja ætti formlega rannsókn á Joe Biden fyrir möguleg brot í starfi. Skömmu síðar tilkynnti hann að slík rannsókn væri hafin en engin atkvæðagreiðsla fór fram. Demókratar hafa einnig gagnrýnt McCarthy í tengslum við Donald Trump og árásina á bandaríska þinghúsið í janúar 2021. Upprunalega lýsti McCarthy því yfir að Trump bæri ábyrgð á árásinni og sagðist hlynntur sjálfstæðri rannsókn. Hann fór þó fljótt til Flórída á fund Trumps og bað um stuðnings hans fyrir næstu þingkosningar. Í kjölfar þess stóð McCarthy í vegi sjálfstæðrar rannsóknarnefndar og barðist ötullega gegn þingnefndinni sem að endingu var stofnuð til að rannsaka árásina. Sjá einnig: Repúblikanar leita á náðir Trumps Það er einnig sagt hafa farið í taugarnar á Demókrötum hvernig McCarthy talaði um þá eftir að bráðabirgðafjárlögin voru samþykkt og þar að auki sagði McCarthy í gær að Demókratar hefðu leitað til hans varðandi einhverskonar samkomulag en að slíkt kæmi ekki til greina af hans hálfu. Eftir að honum var velt úr sessi í gærkvöldi hélt McCarthy blaðamannafund þar sem hann gagnrýndi meðal annars Demókrata fyrir að hafa ekki staðið við bakið á honum. Hann sakaði Demókrata um að hafa tekið pólitíska ákvörðun og sagði þá hafa skaðað fulltrúadeildina. Þá hefst baráttan Blaðamenn Politico segja minnst þrjá þingmenn Repúblikanaflokksins hafa áhuga á embættinu. Það eru þeir Steve Scalise, Jim Jordan og Kevin Hern. Vandi Repúblikana fellst þó ekki í því að finna áhugasama þingmenn heldur fellst vandinn í því að finna forseta sem allir þingmenn geta verið sammála um, sökum naums meirihluta þeirra. Fregnir eru þegar byrjaðar að berast af því að bandamenn McCarthy setji sig á móti Scalise, þó McCarthy ætli ekki að gefa kost á sér aftur. Í grein Politico segir einnig að margir Repúblikanar hafi enn sem komið er takmarkaðan áhuga á því að finna nýjan forseta í bili. Þess í stað vilji þeir refsa Matt Gaetz og hefur jafnvel verið talað um að reka hann úr þingflokknum. Staða Repúblikana virðist þó ekki góð. Gaetz og hinir sjö sem felldu McCarthy eru ekki líklegir til að gefa frá sér þau völd sem þeir hafa og gætu mögulega haldið áfram að krefjast alls sem þeir vilja af næsta forseta, finni Repúblikanar yfir höfuð einhvern sem getur verið samþykktur. Eitt af fyrstu verkum nýs þingforseta verður að takast á við að semja ný fjárlög og koma í veg fyrir mögulega lokun opinberra stofnana. Rétt rúmir fjörutíu dagar eru til stefnu og ljóst er að Repúblikanar eru ekki sammála um hvernig fjárlög eiga að vera. Starfandi forseti? Ein hugmynd sem hefur verið viðruð á þingi er að McHenry, reiði maðurinn með hamarinn, sinni stöðunni í bili. Hann segir þó að samkvæmt reglum þingsins megi hann eingöngu sitja yfir atkvæðagreiðslu um nýjan þingforseta. Hann má ekki sitja yfir almennri lagasetningu. Staðan sem McHenry er í er fordæmalaus, þar sem þingforseta hefur aldrei verið vikið úr embætti áður og einhverjir segja hann geta stýrt almennum þingfundum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Örlög McCarthy ráðast líklega í dag Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði þingflokki Repúblikanaflokksins í dag að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn honum fari fram seinnipartinn. Greiði allir Demókratar atkvæði með tillögunni geta einungis fimm Repúblikanar velt McCarthy úr sessi. 3. október 2023 15:30 Gaetz leggur fram sögulega tillögu til höfuðs flokksbróður sínum Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram tillögu um að flokksbróðir hans Kevin McCarthy verði fjarlægður úr embætti forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins eftir að síðarnefndi reiddi sig á stuðning Demókrata til að koma fjárlögum í gegn um helgina. 3. október 2023 07:36 Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. 2. október 2023 07:15 Lokun stofnana vestanhafs virðist óhjákvæmileg Ekkert virðist geta komið í veg fyrir lokun opinberra stofnana í Bandaríkjunum. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, þvertekur fyrir að frumvarp frá öldungadeildinni um fjármögnun ríkisrekstursins verði tekið fyrir í fulltrúadeildinni en harðlínumenn í Repúblikanaflokknum eru sagðir ætla sér að velta McCarthy úr sessi. 29. september 2023 15:59 McCarthy í basli og þingið lamað Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, mistókst í gær að koma frumvarpi um fjárveitingar til varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna í gegnum þingið. Hópur öfgafullra þingmanna Repúblikanaflokksins kom í veg fyrir að frumvarpið yrði tekið til umræðu og er útlit fyrir algera lömun á þingi. 20. september 2023 13:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Örlög McCarthy ráðast líklega í dag Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði þingflokki Repúblikanaflokksins í dag að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn honum fari fram seinnipartinn. Greiði allir Demókratar atkvæði með tillögunni geta einungis fimm Repúblikanar velt McCarthy úr sessi. 3. október 2023 15:30
Gaetz leggur fram sögulega tillögu til höfuðs flokksbróður sínum Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram tillögu um að flokksbróðir hans Kevin McCarthy verði fjarlægður úr embætti forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins eftir að síðarnefndi reiddi sig á stuðning Demókrata til að koma fjárlögum í gegn um helgina. 3. október 2023 07:36
Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. 2. október 2023 07:15
Lokun stofnana vestanhafs virðist óhjákvæmileg Ekkert virðist geta komið í veg fyrir lokun opinberra stofnana í Bandaríkjunum. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, þvertekur fyrir að frumvarp frá öldungadeildinni um fjármögnun ríkisrekstursins verði tekið fyrir í fulltrúadeildinni en harðlínumenn í Repúblikanaflokknum eru sagðir ætla sér að velta McCarthy úr sessi. 29. september 2023 15:59
McCarthy í basli og þingið lamað Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, mistókst í gær að koma frumvarpi um fjárveitingar til varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna í gegnum þingið. Hópur öfgafullra þingmanna Repúblikanaflokksins kom í veg fyrir að frumvarpið yrði tekið til umræðu og er útlit fyrir algera lömun á þingi. 20. september 2023 13:53