María Rut verður framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2023 10:51 María Rut Reynisdóttir hefur mikla reynslu af störfum í íslensku tónlistarlífi. Stjórn Tónlistarmiðstöðvar Íslands hefur ráðið Maríu Rut Reynisdóttur, skrifstofustjóra menningarmála hjá Reykjavíkurborg sem framkvæmdastjóra nýrrar Tónlistarmiðstöðvar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tónlistarmiðstöð. Þar segir að Tónlistarmiðstöð sé stofnuð með það að markmiði að verða einn af hornsteinum íslensks tónlistarlífs og -iðnaðar. Með henni sé stigið stórt skref í áttina að því að veita listgreininni aukið vægi og til að greiða leið íslensks tónlistarfólks, innan lands sem utan. Tónlistarmiðstöðin var formlega stofnuð þann 15. ágúst síðastliðinn. María Rut hefur frá árinu 2008 helgað sig störfum í listum og menningu, einkum tónlist, og hefur víðtæka reynslu sem menningarstjórnandi og sérfræðingur í menningarmálum. María var umboðsmaður Ásgeirs Trausta árin 2012-2017 og framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna um fjögurra ára skeið. Árið 2017 hóf hún störf hjá Reykjavíkurborg og leiddi starf Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur á mótunarárum verkefnisins eða frá 2017 til 2022. Hún starfar nú sem skrifstofustjóri menningarmála á menningar- og íþróttasviði Reykjavíkurborgar. „Það er einstaklega spennandi áskorun að fá að leiða nýja Tónlistarmiðstöð og vinna að hag íslenskrar tónlistar um land allt sem og erlendis. Stofnun Tónlistarmiðstöðvar er stórt skref fyrir íslenskt tónlistarlíf og þar sameinast Útón, Tónverkamiðstöð og hið nýja Inntón undir einum og sama hattinum þar sem unnið verður að því að efla allar hliðar tónlistarlífsins,“ segir María Rut. Hún hlakki til að taka til starfa. „Það er mikill fengur að fá Maríu Rut til að leiða starfsemina Hún hefur mikla yfirsýn yfir greinina og hún nýtur trausts þvert á stefnur og strauma,“ segir Einar Bárðarson formaður stjórnar Tónlistarmiðstöðvarinnar. Stjórn hennar skipa auk hans þau Sólrún Sumarliðadóttir, Ásmundur Jónsson, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Gunnar Hrafnsson, Páll Ragnar Pálsson og Sigrún Grendal. María sat í stjórn Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss 2022 - 2023 og var um tíma sendiherra Norræna menningarsjóðsins hér á landi. María var annar tveggja höfunda skýrslunnar um áhrif Covid á íslenskan tónlistariðnað sem kom út árið 2020 og hún sat í starfshóp um stofnun tónlistarmiðstöðvar sem menningar- og viðskiptaráðherra skipaði árið 2021. María er útskrifaður KaosPilot frá KaosPilot-skólanum í Árósum í Danmörku (Enterprising leadership and creative project, process and business design) og er að auki með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Tónlistarmiðstöð er sjálfseignarstofnun sem rekin er á einkaréttarlegum grunni með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð og starfar samkvæmt sérstakri skipulagsskrá sem stjórn setur og staðfestir. Stofnaðilar Tónlistarmiðstöðvar eru STEF, Félag hljómplötuframleiðenda, Félag íslenskra hljómlistarmanna, Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Tónskáldafélag Íslands, auk menningar- og viðskiptaráðherra f.h. ríkissjóðs. Öll félögin eiga fulltrúa í stjórninni. Tónlistarmiðstöð starfar samkvæmt nýjum tónlistarlögum, nr. 33/2023. Tónlist Vistaskipti Menning Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Þar segir að Tónlistarmiðstöð sé stofnuð með það að markmiði að verða einn af hornsteinum íslensks tónlistarlífs og -iðnaðar. Með henni sé stigið stórt skref í áttina að því að veita listgreininni aukið vægi og til að greiða leið íslensks tónlistarfólks, innan lands sem utan. Tónlistarmiðstöðin var formlega stofnuð þann 15. ágúst síðastliðinn. María Rut hefur frá árinu 2008 helgað sig störfum í listum og menningu, einkum tónlist, og hefur víðtæka reynslu sem menningarstjórnandi og sérfræðingur í menningarmálum. María var umboðsmaður Ásgeirs Trausta árin 2012-2017 og framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna um fjögurra ára skeið. Árið 2017 hóf hún störf hjá Reykjavíkurborg og leiddi starf Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur á mótunarárum verkefnisins eða frá 2017 til 2022. Hún starfar nú sem skrifstofustjóri menningarmála á menningar- og íþróttasviði Reykjavíkurborgar. „Það er einstaklega spennandi áskorun að fá að leiða nýja Tónlistarmiðstöð og vinna að hag íslenskrar tónlistar um land allt sem og erlendis. Stofnun Tónlistarmiðstöðvar er stórt skref fyrir íslenskt tónlistarlíf og þar sameinast Útón, Tónverkamiðstöð og hið nýja Inntón undir einum og sama hattinum þar sem unnið verður að því að efla allar hliðar tónlistarlífsins,“ segir María Rut. Hún hlakki til að taka til starfa. „Það er mikill fengur að fá Maríu Rut til að leiða starfsemina Hún hefur mikla yfirsýn yfir greinina og hún nýtur trausts þvert á stefnur og strauma,“ segir Einar Bárðarson formaður stjórnar Tónlistarmiðstöðvarinnar. Stjórn hennar skipa auk hans þau Sólrún Sumarliðadóttir, Ásmundur Jónsson, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Gunnar Hrafnsson, Páll Ragnar Pálsson og Sigrún Grendal. María sat í stjórn Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss 2022 - 2023 og var um tíma sendiherra Norræna menningarsjóðsins hér á landi. María var annar tveggja höfunda skýrslunnar um áhrif Covid á íslenskan tónlistariðnað sem kom út árið 2020 og hún sat í starfshóp um stofnun tónlistarmiðstöðvar sem menningar- og viðskiptaráðherra skipaði árið 2021. María er útskrifaður KaosPilot frá KaosPilot-skólanum í Árósum í Danmörku (Enterprising leadership and creative project, process and business design) og er að auki með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Tónlistarmiðstöð er sjálfseignarstofnun sem rekin er á einkaréttarlegum grunni með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð og starfar samkvæmt sérstakri skipulagsskrá sem stjórn setur og staðfestir. Stofnaðilar Tónlistarmiðstöðvar eru STEF, Félag hljómplötuframleiðenda, Félag íslenskra hljómlistarmanna, Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Tónskáldafélag Íslands, auk menningar- og viðskiptaráðherra f.h. ríkissjóðs. Öll félögin eiga fulltrúa í stjórninni. Tónlistarmiðstöð starfar samkvæmt nýjum tónlistarlögum, nr. 33/2023.
Tónlist Vistaskipti Menning Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira