Power Nap eykur starfsgetu og lífsgæði - og verndar bæði hjartað og heilann Jón Þór Ólafsson skrifar 2. október 2023 08:31 NASA geimferðastofnun Bandaríkjanna komst að kostum stuttra blunda fyrir rúmum 30 árum og kallaði þá „Cockpit Napping,“ sem í gamni mætti þýða að vera „sofandi við stýrið“ og fengu síðar meira lýsandi heitið „Power Nap“, því rannsóknin sýndi verulega bættan viðbragðstíma og árvekni flugmanna eftir aðeins 26 mínútna blund. Rannsóknir síðan þá hafa staðfest þessar niðurstöður og NASA mælir enn með blundum til að auka frammistöðu og öryggi. Í metsölubók sinni “Why We Sleep” fer prófessor Matthew Walker yfir svefn vísindin og hvernig taugakerfið okkar er þróað fyrir góðan nætursvefn og svo stuttan eftirmiðdags blund. Mörg okkar kaupum tíma með því að klípa af nætur svefninum og fæst okkar fáum eftirmiðdags „kríu“ - sem er íslenskt orð um að fá sér blund á daginn. En vísindin eru farin að sýna okkur hvað þessi skortur á svefni kostar - hvað þessi tími sem við kaupum á kostnað svefns kostar okkur bæði til lengri tíma, en líka samdægurs. Power Nap gerir þig yngri í huga og hjarta. Grísk rannsókn með yfir 23 þúsund manns sýnir að eftirmiðdags blundur minnkar líkur á dauðsföllum tengdum hjarta- og æðakerfinu um 37% yfir heildina - og þær líkur minnka um 60% hjá vinnandi karlmönnum. Rannsóknin var gerð til að meta heilsufars áhrif þess að taka sér ekki eftirmiðdags blundinn sem Grikki kalla „siesta.“ Nýleg bresk rannsókn með yfir 35 þúsund manns sýnir svo að heili þeirra sem fá sér eftirmiðdags blund er 3-6 árum yngri en án hans. Tíminn sem er keyptur á kostnað eftirmiðdags blundsins virðist því vera greiddur til baka að fullu með hraðari hrörnun heilans og andlátum um aldur fram. Power Nap eykur starfsgetu og lífsgæði. Rannsóknir sýna að það kostar aðeins stuttan blund til að kaupa aftur yngri hug og hjarta. Og það sem meira er þá eykst getan þín strax og gæði í bæði lífi og starfi. Þú manstu morgunverkin betur, hefur meiri starfsgetu um eftirmiðdaginn og betri líðan að loknum vinnudegi. Við stuttan blund byrja nýjar minningar að færast úr vinnsluminninu yfir í langtímaminnið, svo þú manst strax betur það sem þú varst að læra, manst það lengur og ert með meira pláss í vinnsluminninu sem verður öflugura eftir blundinn. Þú kemur svo vökulli til baka með hraðari viðbrögð og meiri getu til bæði vinnu með hugvitinu og líkamlegra verka. Og það sem er kannski mikilvægast fyrir mörg okkar sem erum byrjuð að fara niður streitustigan, já eða að taka skrefin upp úr kjallara kulnunar, þá minnkar hálftíma blundur streitu verulega. Þau sem vakna úríll eftir miðdagsblund eða eiga erfitt með að sofna á kvöldin gætu viljað skoða að taka styttri blund og kannski fyrr um daginn, eða jafnvel sleppa því. Skortur á eftirmiðdags blundum er eflaust að hluta til kominn vegna skorts á skilningi um mikilvægi þeirra og því taldir vera tímasóun - já eða jafnvel leti. Vísindin eru að breyta þessu viðhorfi með því að upplýsa okkur um það sem heilinn hefur lengi verið að hvísla að okkur mörgum, að það bætir gæði vinnu okkar og gæðastundir með ástvinum að fá okkur kríublund eftir hádegi. Rannsóknir sýna svo að því lengur sem sem þú blundar reglulega eftir hádegi því auðveldara áttu með að sofna fljótt - og líka á kvöldin, að því gefnu að blundurinn sé ekki of langur eða of seint um eftirmiðdaginn. Eftir stendur að finna rými til að geta lagt sig í hádegishléi, kaffipásum, já eða á vinnutíma. Fyrirtæki á borð við Google hafa verið að innleiða lausnir, allt frá því að útbúa sérstök herbergi til að blunda yfir í hátækni svefn stóla. - En þar til slíkt er í boði á þínum vinnustað þarf í raun bara skilning vinnuveitanda, heyrnatól og tækifæri til að halla sér út af í hléum til að blunda, koma svo orkumeiri aftur til vinnu og með betri líðan heim að loknum vinnudegi. Höfundur er sálfræðinemi og streitustjórnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Svefn Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Sjá meira
NASA geimferðastofnun Bandaríkjanna komst að kostum stuttra blunda fyrir rúmum 30 árum og kallaði þá „Cockpit Napping,“ sem í gamni mætti þýða að vera „sofandi við stýrið“ og fengu síðar meira lýsandi heitið „Power Nap“, því rannsóknin sýndi verulega bættan viðbragðstíma og árvekni flugmanna eftir aðeins 26 mínútna blund. Rannsóknir síðan þá hafa staðfest þessar niðurstöður og NASA mælir enn með blundum til að auka frammistöðu og öryggi. Í metsölubók sinni “Why We Sleep” fer prófessor Matthew Walker yfir svefn vísindin og hvernig taugakerfið okkar er þróað fyrir góðan nætursvefn og svo stuttan eftirmiðdags blund. Mörg okkar kaupum tíma með því að klípa af nætur svefninum og fæst okkar fáum eftirmiðdags „kríu“ - sem er íslenskt orð um að fá sér blund á daginn. En vísindin eru farin að sýna okkur hvað þessi skortur á svefni kostar - hvað þessi tími sem við kaupum á kostnað svefns kostar okkur bæði til lengri tíma, en líka samdægurs. Power Nap gerir þig yngri í huga og hjarta. Grísk rannsókn með yfir 23 þúsund manns sýnir að eftirmiðdags blundur minnkar líkur á dauðsföllum tengdum hjarta- og æðakerfinu um 37% yfir heildina - og þær líkur minnka um 60% hjá vinnandi karlmönnum. Rannsóknin var gerð til að meta heilsufars áhrif þess að taka sér ekki eftirmiðdags blundinn sem Grikki kalla „siesta.“ Nýleg bresk rannsókn með yfir 35 þúsund manns sýnir svo að heili þeirra sem fá sér eftirmiðdags blund er 3-6 árum yngri en án hans. Tíminn sem er keyptur á kostnað eftirmiðdags blundsins virðist því vera greiddur til baka að fullu með hraðari hrörnun heilans og andlátum um aldur fram. Power Nap eykur starfsgetu og lífsgæði. Rannsóknir sýna að það kostar aðeins stuttan blund til að kaupa aftur yngri hug og hjarta. Og það sem meira er þá eykst getan þín strax og gæði í bæði lífi og starfi. Þú manstu morgunverkin betur, hefur meiri starfsgetu um eftirmiðdaginn og betri líðan að loknum vinnudegi. Við stuttan blund byrja nýjar minningar að færast úr vinnsluminninu yfir í langtímaminnið, svo þú manst strax betur það sem þú varst að læra, manst það lengur og ert með meira pláss í vinnsluminninu sem verður öflugura eftir blundinn. Þú kemur svo vökulli til baka með hraðari viðbrögð og meiri getu til bæði vinnu með hugvitinu og líkamlegra verka. Og það sem er kannski mikilvægast fyrir mörg okkar sem erum byrjuð að fara niður streitustigan, já eða að taka skrefin upp úr kjallara kulnunar, þá minnkar hálftíma blundur streitu verulega. Þau sem vakna úríll eftir miðdagsblund eða eiga erfitt með að sofna á kvöldin gætu viljað skoða að taka styttri blund og kannski fyrr um daginn, eða jafnvel sleppa því. Skortur á eftirmiðdags blundum er eflaust að hluta til kominn vegna skorts á skilningi um mikilvægi þeirra og því taldir vera tímasóun - já eða jafnvel leti. Vísindin eru að breyta þessu viðhorfi með því að upplýsa okkur um það sem heilinn hefur lengi verið að hvísla að okkur mörgum, að það bætir gæði vinnu okkar og gæðastundir með ástvinum að fá okkur kríublund eftir hádegi. Rannsóknir sýna svo að því lengur sem sem þú blundar reglulega eftir hádegi því auðveldara áttu með að sofna fljótt - og líka á kvöldin, að því gefnu að blundurinn sé ekki of langur eða of seint um eftirmiðdaginn. Eftir stendur að finna rými til að geta lagt sig í hádegishléi, kaffipásum, já eða á vinnutíma. Fyrirtæki á borð við Google hafa verið að innleiða lausnir, allt frá því að útbúa sérstök herbergi til að blunda yfir í hátækni svefn stóla. - En þar til slíkt er í boði á þínum vinnustað þarf í raun bara skilning vinnuveitanda, heyrnatól og tækifæri til að halla sér út af í hléum til að blunda, koma svo orkumeiri aftur til vinnu og með betri líðan heim að loknum vinnudegi. Höfundur er sálfræðinemi og streitustjórnandi.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar