Vala Kristín og Hildur Vala verða Anna og Elsa í söngleiknum Frosti Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. september 2023 21:20 Vala og Hildur eru öllum hnútum kunnugar í íslensku söngleikjasenunni. Þjóðleikhúsið Leikkonurnar Vala Kristín Eiríksdóttir og Hildur Vala Baldursdóttir munu fara með hlutverk systranna og prinsessanna Önnu og Elsu í íslenskri útgáfu á söngleiknum Frozen sem frumsýnd verður í Þjóðleikhúsinu í mars næstkomandi. Þetta var tilkynnt í sjónvarpsþættinum Vikunni með Gísla Marteini á RÚV rétt í þessu. Hildur mun fara með hlutverk ísprinsessunnar Elsu. Hildur hefur starfað í þjóðleikhúsinu frá útskrift úr Listaháskólanum og fór með hlutverk Ronju ræningjadóttur í samnefndu leikriti. Síðan þá hefur hún meðal annars leikið í Kardemommubænum, Nashyrningunum og Atómstöðinni. Þá mun Vala fara með hlutverk Önnu, litlu systur hennar. Hún hefur verið fastráðin við Borgarleikhúsið frá árinu 2015 þar sem hún hefur meðal annar stigið á svið í verkunum Oleanna, Allt sem er frábært og Matthildi, þar sem hún hlaut Grímuverðlaun sem leikkona í aukahlutverki. Að auki er Vala einn framleiðenda sjónvarpsþáttanna Venjulegt fólk. Gísli leikstýrir á öllum Norðurlöndunum Söngleikurinn Frost verður sýndur í Þjóðleikhúsinu en að auki í leikhúsum í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, og á öllum stöðum undir leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar. Uppfærslan á söngleiknum Frost er samstarfsverkefni milli Vesturports og fimm leikhúsa á Norðurlöndunum, þar á meðal Þjóðleikhússins. Gísli Örn Garðarsson leikari og leikstjóri kemur til með að leikstýra í öllum fimm leikhúsunum. Sýningin verður frumsýnd í Ósló nú í október, síðan hérlendis í mars, svo í Stokkhólmi, Helsinki og loks í Danmörku. Bak við íslensku uppfærsluna er öflugt listrænt teymi. Bragi Valdimar Skúlason mun sjá um að þýða söngleikinn á íslensku. Leikmyndahönnuðurinn Börkur Jónsson, einn helsti samstarfsmaður Gísla Arnar, mun hanna leikmyndina. Þá mun búningahönnuðurinn Christina Lovery hanna búningana. „Þetta er bara ævintýri með geggjuðum lögum, húmor og dramatískri sögu. Þetta er því með öll kryddin sem þarf í góðan söngleik,“ sagði Gísli Örn um verkefnið í viðtali við fréttastofu í vor. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan. Uppfært: Fyrst kom fram að Vala færi með hlutverk Elsu og Hildur með hlutverk Önnu. Svo reyndist það öfugt. Leikhús Menning Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Þetta var tilkynnt í sjónvarpsþættinum Vikunni með Gísla Marteini á RÚV rétt í þessu. Hildur mun fara með hlutverk ísprinsessunnar Elsu. Hildur hefur starfað í þjóðleikhúsinu frá útskrift úr Listaháskólanum og fór með hlutverk Ronju ræningjadóttur í samnefndu leikriti. Síðan þá hefur hún meðal annars leikið í Kardemommubænum, Nashyrningunum og Atómstöðinni. Þá mun Vala fara með hlutverk Önnu, litlu systur hennar. Hún hefur verið fastráðin við Borgarleikhúsið frá árinu 2015 þar sem hún hefur meðal annar stigið á svið í verkunum Oleanna, Allt sem er frábært og Matthildi, þar sem hún hlaut Grímuverðlaun sem leikkona í aukahlutverki. Að auki er Vala einn framleiðenda sjónvarpsþáttanna Venjulegt fólk. Gísli leikstýrir á öllum Norðurlöndunum Söngleikurinn Frost verður sýndur í Þjóðleikhúsinu en að auki í leikhúsum í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, og á öllum stöðum undir leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar. Uppfærslan á söngleiknum Frost er samstarfsverkefni milli Vesturports og fimm leikhúsa á Norðurlöndunum, þar á meðal Þjóðleikhússins. Gísli Örn Garðarsson leikari og leikstjóri kemur til með að leikstýra í öllum fimm leikhúsunum. Sýningin verður frumsýnd í Ósló nú í október, síðan hérlendis í mars, svo í Stokkhólmi, Helsinki og loks í Danmörku. Bak við íslensku uppfærsluna er öflugt listrænt teymi. Bragi Valdimar Skúlason mun sjá um að þýða söngleikinn á íslensku. Leikmyndahönnuðurinn Börkur Jónsson, einn helsti samstarfsmaður Gísla Arnar, mun hanna leikmyndina. Þá mun búningahönnuðurinn Christina Lovery hanna búningana. „Þetta er bara ævintýri með geggjuðum lögum, húmor og dramatískri sögu. Þetta er því með öll kryddin sem þarf í góðan söngleik,“ sagði Gísli Örn um verkefnið í viðtali við fréttastofu í vor. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan. Uppfært: Fyrst kom fram að Vala færi með hlutverk Elsu og Hildur með hlutverk Önnu. Svo reyndist það öfugt.
Leikhús Menning Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið