Breytum um kúrs Sigmar Guðmundsson skrifar 27. september 2023 08:00 Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni innan verkalýðshreyfingarinnar um þann mikla kostnað sem fylgir krónunni fyrir heimili landsins. Þetta hávaxtabrjálæði sem við búum við þýðir að fjölskyldur greiða sturlaða vexti fyrir það eitt að eignast þak yfir höfuðið. Miklu hærri en í nágrannalöndunum. Það er mikilvægt að hafa í huga að þessi kostnaður lendir ekki bara af fullum þunga á fjölskyldunum heldur líka stærstum hluta atvinnulífsins, sveitarfélögum og ríkissjóði. Ef dæmið er skoðað út frá vaxtamuninum á milli krónu og evru má áætla að kostnaðurinn sé í kringum 300 milljarðar á ári. Þar af lenda um 100 milljarðar á heimilum. Á hverju einasta ári. Annað eins lendir svo á ríkissjóði, bæði beint og sem kostnaður við gjaldeyrisvaraforðann. Það er gott fyrir heimilin og atvinnulífið að verkalýðshreyfingin láti nú til sín taka í þessari umræðu. Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson hafa dregið vagninn og í viðtali á Rás tvö áréttaði forseti ASÍ þá stefnu sambandsins að það vilji sjá hvað kæmi út úr viðræðum við ESB. Svo myndu landsmenn ákveða framhaldið í þjóðaratkvæðagreiðslu en ekki stjórnmálaflokkarnir. Það er ábyrg afstaða. Vilhjálmur leggur svo mikla áherslu á að óháðir erlendir aðilar geri úttekt á kostum og göllum þess að taka upp annan gjaldmiðil. Það er líka ábyrgt og gæti reynst mjög gagnlegt tól upp á framhaldið. Að mínu mati er það frumskylda stjórnmálamanna að leita allra leiða til að bæta hag fólks á Íslandi, enda er það væntanlega ástæða þess að fólk býður sig fram. Að vera meðvitaður um fórnarkostnað krónunnar en vilja ekki skoða möguleikann á því að taka upp annan gjaldmiðil, gengur þvert gegn þeirri frumskyldu. Það er síðan mikilvægt að átta sig á að þetta ferli tekur tíma og leysir ekki vaxtaokur dagsins í dag. En jafnframt ætti það að vera morgunljóst að stöðugra efnahagsumhverfi með nýjum gjaldmiðli, minnkar líkurnar verulega á því að fjölskyldur landsins fái svona vaxta og verðbólguskell á nokkurra ára fresti. Sama gildir auðvitað um atvinnulífið, sveitarfélög og ríkissjóð. Nýverandi stefna er gjaldþrota. Hvers vegna ættum við að sætta okkur við þá bilun að óvertryggðir húsnæðisvextir séu um 11 prósent?! Hvernig má það vera að eina úrræði fólks sé í sífellu að skipta um lánaform í einhverju panikki og valið standi eingöngu á milli mis vonlausra kosta? Af hverju þarf stærstur hluti atvinnulífsins að fjármagna sig á mun verri kjörum en sambærileg fyrirtæki í nágrannalöndunum? Það eru ekki nema tvö ár síðan bæði seðlabankastjóri og fjármálaráðherra töluð eins og runnið væri upp sérstakt lágvaxtaskeið á Íslandi. Seðlabankastjóri taldi meira að segja að verðtryggðu lánin væru smám saman að deyja út. Þessir spádómar eldast ekki vel og hagsagan á Íslandi segir okkur að væntingar um stöðugri verðbólgu og vaxtatölur í krónuhagkerfinu eru tálsýnin ein. Það er tímabært að breyta um kúrs. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Íslenska krónan Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni innan verkalýðshreyfingarinnar um þann mikla kostnað sem fylgir krónunni fyrir heimili landsins. Þetta hávaxtabrjálæði sem við búum við þýðir að fjölskyldur greiða sturlaða vexti fyrir það eitt að eignast þak yfir höfuðið. Miklu hærri en í nágrannalöndunum. Það er mikilvægt að hafa í huga að þessi kostnaður lendir ekki bara af fullum þunga á fjölskyldunum heldur líka stærstum hluta atvinnulífsins, sveitarfélögum og ríkissjóði. Ef dæmið er skoðað út frá vaxtamuninum á milli krónu og evru má áætla að kostnaðurinn sé í kringum 300 milljarðar á ári. Þar af lenda um 100 milljarðar á heimilum. Á hverju einasta ári. Annað eins lendir svo á ríkissjóði, bæði beint og sem kostnaður við gjaldeyrisvaraforðann. Það er gott fyrir heimilin og atvinnulífið að verkalýðshreyfingin láti nú til sín taka í þessari umræðu. Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson hafa dregið vagninn og í viðtali á Rás tvö áréttaði forseti ASÍ þá stefnu sambandsins að það vilji sjá hvað kæmi út úr viðræðum við ESB. Svo myndu landsmenn ákveða framhaldið í þjóðaratkvæðagreiðslu en ekki stjórnmálaflokkarnir. Það er ábyrg afstaða. Vilhjálmur leggur svo mikla áherslu á að óháðir erlendir aðilar geri úttekt á kostum og göllum þess að taka upp annan gjaldmiðil. Það er líka ábyrgt og gæti reynst mjög gagnlegt tól upp á framhaldið. Að mínu mati er það frumskylda stjórnmálamanna að leita allra leiða til að bæta hag fólks á Íslandi, enda er það væntanlega ástæða þess að fólk býður sig fram. Að vera meðvitaður um fórnarkostnað krónunnar en vilja ekki skoða möguleikann á því að taka upp annan gjaldmiðil, gengur þvert gegn þeirri frumskyldu. Það er síðan mikilvægt að átta sig á að þetta ferli tekur tíma og leysir ekki vaxtaokur dagsins í dag. En jafnframt ætti það að vera morgunljóst að stöðugra efnahagsumhverfi með nýjum gjaldmiðli, minnkar líkurnar verulega á því að fjölskyldur landsins fái svona vaxta og verðbólguskell á nokkurra ára fresti. Sama gildir auðvitað um atvinnulífið, sveitarfélög og ríkissjóð. Nýverandi stefna er gjaldþrota. Hvers vegna ættum við að sætta okkur við þá bilun að óvertryggðir húsnæðisvextir séu um 11 prósent?! Hvernig má það vera að eina úrræði fólks sé í sífellu að skipta um lánaform í einhverju panikki og valið standi eingöngu á milli mis vonlausra kosta? Af hverju þarf stærstur hluti atvinnulífsins að fjármagna sig á mun verri kjörum en sambærileg fyrirtæki í nágrannalöndunum? Það eru ekki nema tvö ár síðan bæði seðlabankastjóri og fjármálaráðherra töluð eins og runnið væri upp sérstakt lágvaxtaskeið á Íslandi. Seðlabankastjóri taldi meira að segja að verðtryggðu lánin væru smám saman að deyja út. Þessir spádómar eldast ekki vel og hagsagan á Íslandi segir okkur að væntingar um stöðugri verðbólgu og vaxtatölur í krónuhagkerfinu eru tálsýnin ein. Það er tímabært að breyta um kúrs. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun