„Heyrnarskerðing ekki nógu merkileg fötlun“ Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 17. september 2023 17:00 …stóð í fyrirsögn fjölmiðils nokkurs fyrir skemmstu. Merkilegt að sjá svona sagt um fötlun manns. Hugsanir fara á flug, ef þetta er fullyrðing, hverjar eru þá forsendurnar að baki hennar. Hver ákvað að heyrnarskerðing væri ekki nógu merkileg fötlun? Það er í reynd mjög merkilegt að vera heyrnarlaus, heyrnarskertur, með samþætta sjón-og heyrnarskerðingu, jafnvel líka þó maður sé með kuðungsígræðslu. Daglegt líf okkar væri margfalt merkilegra ef við fengum skilning á þörfum okkar. Það er ekki svo einfalt að vera heyrnarlaus, heyrnarskertur, jafnvel með samþætta sjón-og heyrnarskerðingu eða með kuðungsígræðslu. Við erum sífellt á hverjum degi að klifa, bjagast, burðast, asnast og gvuð má vita hvað yfir hindranir á hverjum degi, jafnvel yfir hindranir sem eru búnar til af fólki sem hélt það væri að gera eitthvað rétt fyrir okkur og er svo ekki. Það er stundum bara reynt “að laga” okkur. Við viljum að okkur sé tekið eins og við erum. Líf okkar væri þá miklu auðveldara, segi það satt. Heyrnarskerðing í hvaða mynd sem er, er stundum sögð falin fötlun. Fötlunin heyrnarskerðing sést ekki utan á okkur dagsdaglega, allavega ekki fyrr en á reynir þegar kemur að samskiptum eða þá það sé eitthvað sem við þurfum að vita og er sagt í heyrandi hljóði einu. Það fer alveg framhjá okkur. Ég ætla ekki að afsaka það neitt, er orðin þreytt á að gera það og hef stundum spurt hvort það sé ég sem er fötluð eða þá þeir sem ekki taka mér eins og ég og allir hinir sem eru með heyrnarskerðingu í hvaða mæli sem er. Það sem við þurfum til að geta verið lifað daglegu lífi okkar hindrunarlaust er: texti á allt innlent talað sjónvarpsefni, auglýsingar, hlaðvörp, leikið efni sem ætlað er til vitundarvakningar. táknmálstúlkun og raddtúlkun textun skilaboða í almannarýmum og t.d. strætisvögnum og umferðamiðstöðvum textun á fjöldafundum og öðrum umræðuvettvangi s.s ráðstefnum táknmálskennslu og fræðslu um menningarheim táknmálsins og textans fyrir þá sem eru í okkar nánasta samskiptahring hjálpartæki til að gefa okkur aðgengi að hljóðinu sem kemur til dæmis frá dyrabjöllu, reykskynjara, barni að gráta og hurð að opnast. heyrnartæki Við viljum ekki vera endalaust upp á aðra komin, við viljum fá að vera við sjálf og við viljum fá aðgengi að hljóðinu á okkar forsendum sem eru í formi ljóss og titrings. Við viljum að þessar forsendur séu viðurkenndar og við viljum líka að samskiptaleið okkar hvort sem er í gegnum táknmál eða texta sé fullkomnlega viðurkennd og að borin sé virðing fyrir þessum þörfum okkar, bara þá væri lífið okkar mjög merkilegt og líka jafn merkilegt fyrir þá sem okkur standa næst. Það yrði minna rætt um “heyrn” okkar og minni tími færi í það “vesen”, okkur finnst við samt ekki vera “vesen” en það verður “vesen” þegar öðrum finnst það, þess vegna var þessi setning sögð um að heyrnarskerðing væri ekki nógu merkileg fötlun. Til stjórnvalda, stjórnsýslunnar og sveitarfélaga vil ég segja: hafið okkur alltaf með í öllu ráðabruggi ykkar varðandi fötlun okkar heyrnarskerðingu. Látið aldrei neinn með fulla heyrn sem ekki þekkir til segja ykkur hvað sé “best” fyrir okkur. Við viljum bara vera við sjálf og lifa okkar lífi hindrunarlaust á hverjum degi án þess að vera minnt á það að við heyrum ekki nóg. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
…stóð í fyrirsögn fjölmiðils nokkurs fyrir skemmstu. Merkilegt að sjá svona sagt um fötlun manns. Hugsanir fara á flug, ef þetta er fullyrðing, hverjar eru þá forsendurnar að baki hennar. Hver ákvað að heyrnarskerðing væri ekki nógu merkileg fötlun? Það er í reynd mjög merkilegt að vera heyrnarlaus, heyrnarskertur, með samþætta sjón-og heyrnarskerðingu, jafnvel líka þó maður sé með kuðungsígræðslu. Daglegt líf okkar væri margfalt merkilegra ef við fengum skilning á þörfum okkar. Það er ekki svo einfalt að vera heyrnarlaus, heyrnarskertur, jafnvel með samþætta sjón-og heyrnarskerðingu eða með kuðungsígræðslu. Við erum sífellt á hverjum degi að klifa, bjagast, burðast, asnast og gvuð má vita hvað yfir hindranir á hverjum degi, jafnvel yfir hindranir sem eru búnar til af fólki sem hélt það væri að gera eitthvað rétt fyrir okkur og er svo ekki. Það er stundum bara reynt “að laga” okkur. Við viljum að okkur sé tekið eins og við erum. Líf okkar væri þá miklu auðveldara, segi það satt. Heyrnarskerðing í hvaða mynd sem er, er stundum sögð falin fötlun. Fötlunin heyrnarskerðing sést ekki utan á okkur dagsdaglega, allavega ekki fyrr en á reynir þegar kemur að samskiptum eða þá það sé eitthvað sem við þurfum að vita og er sagt í heyrandi hljóði einu. Það fer alveg framhjá okkur. Ég ætla ekki að afsaka það neitt, er orðin þreytt á að gera það og hef stundum spurt hvort það sé ég sem er fötluð eða þá þeir sem ekki taka mér eins og ég og allir hinir sem eru með heyrnarskerðingu í hvaða mæli sem er. Það sem við þurfum til að geta verið lifað daglegu lífi okkar hindrunarlaust er: texti á allt innlent talað sjónvarpsefni, auglýsingar, hlaðvörp, leikið efni sem ætlað er til vitundarvakningar. táknmálstúlkun og raddtúlkun textun skilaboða í almannarýmum og t.d. strætisvögnum og umferðamiðstöðvum textun á fjöldafundum og öðrum umræðuvettvangi s.s ráðstefnum táknmálskennslu og fræðslu um menningarheim táknmálsins og textans fyrir þá sem eru í okkar nánasta samskiptahring hjálpartæki til að gefa okkur aðgengi að hljóðinu sem kemur til dæmis frá dyrabjöllu, reykskynjara, barni að gráta og hurð að opnast. heyrnartæki Við viljum ekki vera endalaust upp á aðra komin, við viljum fá að vera við sjálf og við viljum fá aðgengi að hljóðinu á okkar forsendum sem eru í formi ljóss og titrings. Við viljum að þessar forsendur séu viðurkenndar og við viljum líka að samskiptaleið okkar hvort sem er í gegnum táknmál eða texta sé fullkomnlega viðurkennd og að borin sé virðing fyrir þessum þörfum okkar, bara þá væri lífið okkar mjög merkilegt og líka jafn merkilegt fyrir þá sem okkur standa næst. Það yrði minna rætt um “heyrn” okkar og minni tími færi í það “vesen”, okkur finnst við samt ekki vera “vesen” en það verður “vesen” þegar öðrum finnst það, þess vegna var þessi setning sögð um að heyrnarskerðing væri ekki nógu merkileg fötlun. Til stjórnvalda, stjórnsýslunnar og sveitarfélaga vil ég segja: hafið okkur alltaf með í öllu ráðabruggi ykkar varðandi fötlun okkar heyrnarskerðingu. Látið aldrei neinn með fulla heyrn sem ekki þekkir til segja ykkur hvað sé “best” fyrir okkur. Við viljum bara vera við sjálf og lifa okkar lífi hindrunarlaust á hverjum degi án þess að vera minnt á það að við heyrum ekki nóg. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar