Leitin að sökudólgum hafin í Líbíu Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2023 23:54 Borgarstjóri Derna óttast faraldur vegna fjölda líka sem liggja í rústum borgarinnar. AP/Yousef Murad Fimm dögum eftir að flóð léku íbúa norðausturhluta Líbíu grátt eru lík enn að finnast á víð og dreif. Leitin að sökudólgum er hafin og Sameinuðu þjóðirnar segja að hægt hefði verið að koma í veg fyrir hamfarirnar. Rigningin byrjaði í síðustu viku og íbúar Derna fóru þá út á götu þar sem börn léku sér í pollum. Rigning er ekki svo tíð á þessu svæði. Vatn byrjaði að safnast fyrir í uppistöðulónum tveimur stífla í fjöllunum yfir borginni en stíflurnar gáfu sig á sunnudaginn. Flóðbylgjan sem skall á borginni er talin hafa verið rúmlega sjö metra há og sópaði hún heilu hverfunum út á haf. Borgarstjóri Derna segir að miðað við húsin sem hrundu eða ráku á brott, sé líklegt að milli átján og tuttugu þúsund manns hafi dáið. Það mun þó taka mikinn tíma að varpa ljósi á raunverulegan fjölda látinna ef það verður yfir höfuð hægt. Abdulmenam al-Ghaithi, borgarstjórinn, segist óttast að sjúkdómar muni byrja að herja á borgarbúa á næstu dögum, vegna allra líkanna sem liggja í vatninu sem situr eftir og rústunum í Derna. Hægt að koma í veg fyrir hamfarirnar Í frétt Washington Post er haft eftir embættismönnum frá Sameinuðu þjóðunum að hægt hefði verið að koma í veg fyrir hamfarirnar eða í það minnsta bregðast betur við þeim. Petteri Taalas, yfirmaður Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, sagði blaðamönnum að yfirvöld eða einhvers konar veðurstofa hefðu getað gefið út einhverja viðvörun og reynt að flytja fólk á brott. Þannig hefði verið hægt að koma í veg fyrir flest dauðsfallanna. Töluverð óöld ríkir í Líbíu og hefur gert um árabil. Tvær ríkisstjórnir keppast um völd þar og stjórna sitthvorum hluta landsins. Derna heyrir undir ríkisstjórn herforingjans Khalifa Haftar, sem stjórnar austurhluta landsins. Sú ríkisstjórn er ekki viðurkennd af Sameinuðu þjóðunum. Í gegnum árin hefur ástandið í Derna verið sérstaklega óreiðukennt og hafa mismunandi fylkingar stjórnað borginni. Um tíma var hún undir stjórn vígamanna Íslamska ríkisins. Í frétt Reuters segir að embættismenn í ríkisstjórn Haftars hafi kallað eftir því að hamfarirnar verði rannsakaðar og kannað verði hvort einhver beri ábyrgð á þeim og þá hver. Einhverjir hafa bent á það að sérfræðingar vöruðu við því í fyrra að stíflurnar þyrftu viðhald sem fyrst. Death toll from catastrophic flooding in Libya s eastern city of Derna could reach 20,000. An absolute tragedy. pic.twitter.com/D0oaz1bl6z— Nahel Belgherze (@WxNB_) September 13, 2023 Óöldin sögð koma niður á hjálparstarfi Hjálp hefur borist til Líbíu frá Egyptalandi, Túnis, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Tyrklandi, Katar og Ítalíu, svo einhver ríki séu nefnd. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur einnig gefið út að læknar og lyf verða send til landsins. Tyrkir hafa sent tvö færanleg neyðarsjúkrahús og Ítalir hafa sent þrjár flugvélar með birgðir og hjálparstarfsmenn og tvö herskip með birgðir. Áhöfnum þeirra gekk illa að koma birgðunum á land, þar sem höfn Derna er full af braki og nánast ónothæf. Reuters segir áðurnefnda óöld í Líbíu þó hafa komið niður á hjálparstarfinu. Kort þetta sýnir hvar vatnið flæddi yfir Derna.AP Líbía Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Óttast að allt að tuttugu þúsund hafi látið lífið í Derna Nú er óttast að átján til tuttugu þúsund manns hafi látið lífið í flóðunum í líbísku borginni Derna um helgina. 14. september 2023 07:19 Fleiri en tvö þúsund lík fundin eftir flóðin í Líbíu Björgunar- og leitarflokkar hafa fundið meira en tvö þúsund lík í rústum borgarinnar Dernu í austanverðri Líbíu. Yfirvöld óttast að tala látinna gæti náð fimm þúsund þegar uppi er staðið. 13. september 2023 08:34 Þúsundir látin eða týnd og heilt hverfi horfið í haf Um tíu þúsund eru týnd eða þúsundir látin í kjölfar hamfaraflóða í borginni Derna í Líbíu. Stormurinn Daníel gekk yfir landið á sunnudag upp ströndina frá Miðjarðarhafinu. 12. september 2023 14:56 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Rigningin byrjaði í síðustu viku og íbúar Derna fóru þá út á götu þar sem börn léku sér í pollum. Rigning er ekki svo tíð á þessu svæði. Vatn byrjaði að safnast fyrir í uppistöðulónum tveimur stífla í fjöllunum yfir borginni en stíflurnar gáfu sig á sunnudaginn. Flóðbylgjan sem skall á borginni er talin hafa verið rúmlega sjö metra há og sópaði hún heilu hverfunum út á haf. Borgarstjóri Derna segir að miðað við húsin sem hrundu eða ráku á brott, sé líklegt að milli átján og tuttugu þúsund manns hafi dáið. Það mun þó taka mikinn tíma að varpa ljósi á raunverulegan fjölda látinna ef það verður yfir höfuð hægt. Abdulmenam al-Ghaithi, borgarstjórinn, segist óttast að sjúkdómar muni byrja að herja á borgarbúa á næstu dögum, vegna allra líkanna sem liggja í vatninu sem situr eftir og rústunum í Derna. Hægt að koma í veg fyrir hamfarirnar Í frétt Washington Post er haft eftir embættismönnum frá Sameinuðu þjóðunum að hægt hefði verið að koma í veg fyrir hamfarirnar eða í það minnsta bregðast betur við þeim. Petteri Taalas, yfirmaður Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, sagði blaðamönnum að yfirvöld eða einhvers konar veðurstofa hefðu getað gefið út einhverja viðvörun og reynt að flytja fólk á brott. Þannig hefði verið hægt að koma í veg fyrir flest dauðsfallanna. Töluverð óöld ríkir í Líbíu og hefur gert um árabil. Tvær ríkisstjórnir keppast um völd þar og stjórna sitthvorum hluta landsins. Derna heyrir undir ríkisstjórn herforingjans Khalifa Haftar, sem stjórnar austurhluta landsins. Sú ríkisstjórn er ekki viðurkennd af Sameinuðu þjóðunum. Í gegnum árin hefur ástandið í Derna verið sérstaklega óreiðukennt og hafa mismunandi fylkingar stjórnað borginni. Um tíma var hún undir stjórn vígamanna Íslamska ríkisins. Í frétt Reuters segir að embættismenn í ríkisstjórn Haftars hafi kallað eftir því að hamfarirnar verði rannsakaðar og kannað verði hvort einhver beri ábyrgð á þeim og þá hver. Einhverjir hafa bent á það að sérfræðingar vöruðu við því í fyrra að stíflurnar þyrftu viðhald sem fyrst. Death toll from catastrophic flooding in Libya s eastern city of Derna could reach 20,000. An absolute tragedy. pic.twitter.com/D0oaz1bl6z— Nahel Belgherze (@WxNB_) September 13, 2023 Óöldin sögð koma niður á hjálparstarfi Hjálp hefur borist til Líbíu frá Egyptalandi, Túnis, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Tyrklandi, Katar og Ítalíu, svo einhver ríki séu nefnd. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur einnig gefið út að læknar og lyf verða send til landsins. Tyrkir hafa sent tvö færanleg neyðarsjúkrahús og Ítalir hafa sent þrjár flugvélar með birgðir og hjálparstarfsmenn og tvö herskip með birgðir. Áhöfnum þeirra gekk illa að koma birgðunum á land, þar sem höfn Derna er full af braki og nánast ónothæf. Reuters segir áðurnefnda óöld í Líbíu þó hafa komið niður á hjálparstarfinu. Kort þetta sýnir hvar vatnið flæddi yfir Derna.AP
Líbía Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Óttast að allt að tuttugu þúsund hafi látið lífið í Derna Nú er óttast að átján til tuttugu þúsund manns hafi látið lífið í flóðunum í líbísku borginni Derna um helgina. 14. september 2023 07:19 Fleiri en tvö þúsund lík fundin eftir flóðin í Líbíu Björgunar- og leitarflokkar hafa fundið meira en tvö þúsund lík í rústum borgarinnar Dernu í austanverðri Líbíu. Yfirvöld óttast að tala látinna gæti náð fimm þúsund þegar uppi er staðið. 13. september 2023 08:34 Þúsundir látin eða týnd og heilt hverfi horfið í haf Um tíu þúsund eru týnd eða þúsundir látin í kjölfar hamfaraflóða í borginni Derna í Líbíu. Stormurinn Daníel gekk yfir landið á sunnudag upp ströndina frá Miðjarðarhafinu. 12. september 2023 14:56 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Óttast að allt að tuttugu þúsund hafi látið lífið í Derna Nú er óttast að átján til tuttugu þúsund manns hafi látið lífið í flóðunum í líbísku borginni Derna um helgina. 14. september 2023 07:19
Fleiri en tvö þúsund lík fundin eftir flóðin í Líbíu Björgunar- og leitarflokkar hafa fundið meira en tvö þúsund lík í rústum borgarinnar Dernu í austanverðri Líbíu. Yfirvöld óttast að tala látinna gæti náð fimm þúsund þegar uppi er staðið. 13. september 2023 08:34
Þúsundir látin eða týnd og heilt hverfi horfið í haf Um tíu þúsund eru týnd eða þúsundir látin í kjölfar hamfaraflóða í borginni Derna í Líbíu. Stormurinn Daníel gekk yfir landið á sunnudag upp ströndina frá Miðjarðarhafinu. 12. september 2023 14:56