„Fengum framlag frá þeim sem komu inn á sem skipti miklu máli“ Andri Már Eggertsson skrifar 14. september 2023 21:36 Ásgeir Örn Hallgrímsson var ánægður með sigurinn Vísir/Hulda Margrét Haukar unnu átta marka sigur gegn Stjörnunni 27-19. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinn. „Mér fannst við svara síðasta leik vel. Við lögðum upp með að nýta það sem við erum góðir í og það er að spila góða vörn og það var það sem við gerðum. Við fengum á okkur tíu mörk í fyrri og níu mörk í seinni hálfleik.“ „Við ætluðum að spila betri vörn og leyfa þessu að fljóta sóknarlega. Síðan var þetta hugarfarslegt sem klikkaði gegn HK. Við vorum ekki tilbúnir en við vorum tilbúnir í dag og ég var ánægður með það,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson í samtali við Vísi eftir leik. Haukar byrjuðu seinni hálfleik töluvert betur og komust fjörum mörkum yfir. Varnarleikur Hauka var góður og það tók Stjörnuna sex mínútur að skora. „Þetta var það sem við ætluðum að gera. Við ætluðum að vera þéttir og agaðir í okkar aðgerðum. Aron Rafn var síðan frábær og við nýttum okkur það með því að keyra á þá. Við náðum frumkvæðinu í 14-10 og sem betur fer héldum við því út leikinn.“ Stjarnan jafnaði í 15-15 og Ásgeir var ánægður með hvernig Haukar svöruðu með öðru áhlaupi sem kláraði leikinn. „Ég var ánægður með það. Ég held að við áttum meira inni þar sem við vorum að rúlla meira á liðinu. Mér fannst við fá frábært framlag frá þeim sem komu inn á og það skipti ótrúlega miklu máli fyrir okkur.“ Það kom sérstakur kafli í síðari hálfleik þar sem staðan var eins í tæpar fimm mínútur. Bæði Ásgeir og Patrekur tóku leikhlé en Haukar duttu síðan í gang. „Patrekur tók fyrst leikhlé. Síðan komu þrjár sóknir og þá tók ég leikhlé en á þeim tíma vorum við að spila okkur í góð færi en klikka á dauðafærum og það var bara spurning um að koma boltanum inn og ég hafði þá tilfiningu að ef við kæmust í 22-17 þá væri þetta komið sem var raunin,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson að lokum. Haukar Olís-deild karla Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
„Mér fannst við svara síðasta leik vel. Við lögðum upp með að nýta það sem við erum góðir í og það er að spila góða vörn og það var það sem við gerðum. Við fengum á okkur tíu mörk í fyrri og níu mörk í seinni hálfleik.“ „Við ætluðum að spila betri vörn og leyfa þessu að fljóta sóknarlega. Síðan var þetta hugarfarslegt sem klikkaði gegn HK. Við vorum ekki tilbúnir en við vorum tilbúnir í dag og ég var ánægður með það,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson í samtali við Vísi eftir leik. Haukar byrjuðu seinni hálfleik töluvert betur og komust fjörum mörkum yfir. Varnarleikur Hauka var góður og það tók Stjörnuna sex mínútur að skora. „Þetta var það sem við ætluðum að gera. Við ætluðum að vera þéttir og agaðir í okkar aðgerðum. Aron Rafn var síðan frábær og við nýttum okkur það með því að keyra á þá. Við náðum frumkvæðinu í 14-10 og sem betur fer héldum við því út leikinn.“ Stjarnan jafnaði í 15-15 og Ásgeir var ánægður með hvernig Haukar svöruðu með öðru áhlaupi sem kláraði leikinn. „Ég var ánægður með það. Ég held að við áttum meira inni þar sem við vorum að rúlla meira á liðinu. Mér fannst við fá frábært framlag frá þeim sem komu inn á og það skipti ótrúlega miklu máli fyrir okkur.“ Það kom sérstakur kafli í síðari hálfleik þar sem staðan var eins í tæpar fimm mínútur. Bæði Ásgeir og Patrekur tóku leikhlé en Haukar duttu síðan í gang. „Patrekur tók fyrst leikhlé. Síðan komu þrjár sóknir og þá tók ég leikhlé en á þeim tíma vorum við að spila okkur í góð færi en klikka á dauðafærum og það var bara spurning um að koma boltanum inn og ég hafði þá tilfiningu að ef við kæmust í 22-17 þá væri þetta komið sem var raunin,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson að lokum.
Haukar Olís-deild karla Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira