Tugir fallnir í drónaárás á markað í Khartoum Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2023 09:18 Liðsmenn RSF nærri Khartoum. Sveitin berst við stjórnarherinn í Súdan. AP/Hussein Malla Að minnsta kosti 43 eru sagðir fallnir og tugir til viðbótar særðir eftir drónaárás á útimarkað í Khartoum, höfuðborg Súdans, í gær. Vopnuð átök geisa á milli stjórnarhersins og vopnaðrar sveitar en hvorug fylkingin vill taka ábyrgð á ódæðinu. Árásin átti sér stað í May-hverfinu í Khartoum þar sem fjöldi meðlima í samtökunum Rapid Support Forces (RSF) undir stjórn hershöfðingjans Mohameds Hamdan Dagalo hefur haldið til, að sögn AP-fréttastofunnar. Samtökin skelltu skuldinni á stjórnarherinn en hann segist ekki ráðast á óbreytta borgara. Báðar fylkingar eru sagðar beita fallbyssum og loftárásum án þess að skeyta mikið um hættuna fyrir óbreytta borgara. Þannig segja mannréttindasamtök í landinu að stjórnarherinn hafi varpað sprengjum á íbúðarhverfi eftir að liðsmenn RSF gerðu heimili fólks upptæk og notuðu þau sem starfsstöðvar. Bandaríkjastjórn lagði viðskiptaþvinganir á Dagalo, yfirmann RSF, fyrir ofbeldisverk og mannréttindabrot hermanna hans í síðustu viku. Fleiri en fjögur þúsund manns hafa fallið í stríðsátökunum samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna frá því í ágúst. Læknar og aðgerðarsinnar í landinu telja raunverulegt mannfall mun meira. Þá eru meira en sjö milljónir manna á vergangi og rúm milljón til viðbótar er flúin til nágrannalandanna. Súdan Tengdar fréttir Óttast hrun heilbrigðiskerfisins í Súdan Heilbrigðisstarfsmenn í Súdan segja innviði landsins að hruni komna. Lík safnast upp á götum úti í höfuðborginni Khartoum, fólk hefur neyðst til að drekka mengað vatn og skortur er á mat og eldsneyti. 2. maí 2023 07:29 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Árásin átti sér stað í May-hverfinu í Khartoum þar sem fjöldi meðlima í samtökunum Rapid Support Forces (RSF) undir stjórn hershöfðingjans Mohameds Hamdan Dagalo hefur haldið til, að sögn AP-fréttastofunnar. Samtökin skelltu skuldinni á stjórnarherinn en hann segist ekki ráðast á óbreytta borgara. Báðar fylkingar eru sagðar beita fallbyssum og loftárásum án þess að skeyta mikið um hættuna fyrir óbreytta borgara. Þannig segja mannréttindasamtök í landinu að stjórnarherinn hafi varpað sprengjum á íbúðarhverfi eftir að liðsmenn RSF gerðu heimili fólks upptæk og notuðu þau sem starfsstöðvar. Bandaríkjastjórn lagði viðskiptaþvinganir á Dagalo, yfirmann RSF, fyrir ofbeldisverk og mannréttindabrot hermanna hans í síðustu viku. Fleiri en fjögur þúsund manns hafa fallið í stríðsátökunum samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna frá því í ágúst. Læknar og aðgerðarsinnar í landinu telja raunverulegt mannfall mun meira. Þá eru meira en sjö milljónir manna á vergangi og rúm milljón til viðbótar er flúin til nágrannalandanna.
Súdan Tengdar fréttir Óttast hrun heilbrigðiskerfisins í Súdan Heilbrigðisstarfsmenn í Súdan segja innviði landsins að hruni komna. Lík safnast upp á götum úti í höfuðborginni Khartoum, fólk hefur neyðst til að drekka mengað vatn og skortur er á mat og eldsneyti. 2. maí 2023 07:29 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Óttast hrun heilbrigðiskerfisins í Súdan Heilbrigðisstarfsmenn í Súdan segja innviði landsins að hruni komna. Lík safnast upp á götum úti í höfuðborginni Khartoum, fólk hefur neyðst til að drekka mengað vatn og skortur er á mat og eldsneyti. 2. maí 2023 07:29