Segir málamiðlun ómögulega og að lokamarkmiðið sé tortíming Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. september 2023 07:55 Oleksii Reznikov ávarpar kollega sína í greininni og hvetur þá til að styðja við eftirmann sinn. Getty/Thomas Lohnes Oleksii Reznikov, fyrrverandi varnarmálaráðherra Úkraínu, hefur hvatt til samstöðu gegn Rússlandi til að bjarga heimsbyggðinni frá þriðju heimsstyrjöldinni. Hann segir lokamarkmið Rússa að útrýma Úkraínu. Guardian birti aðsenda grein Reznikov í morgun en hann lét af embætti á dögunum. Reznikov segir Rússa ekki aðeins hafa ráðist gegn einu sjálfstæðu Evrópuríki heldur alheimsreglunni; alþjóðalögum og öryggis- og hjálparstofnunum. „Hvort hinum siðmenntaða heimi tekst að forðast þriðju heimsstyrjöldina veltur á því hvernig aðgerðum Rússa verður svarað og hvernig stríðinu í Úkraínu lýkur.“ Varnarmálaráðherrann fyrrverandi segir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti verði ekki stöðvaður með því að láta Rússlandi eftir hluta Úkraínu. Nefnir hann eftirgjöf Súdetalands til Hitlers í seinni heimstyrjöldinni í þessu samhengi. Málamiðlun nú yrði aðeins til þess að gefa Rússum tækifæri til að ná vopnum sínum að nýju. „Rússland viðurkennir ekki tilvist Úkraínu og úkraínsku þjóðarinnar; markmiðið er útrýming Úkraínu sem ríkis og aðlögun úkraínsku þjóðarinnar,“ segir Reznikov. Þá muni Rússar ekki láta sér nægja að ná Úkraínu á sitt vald, heldur muni þeir halda áfram með óumflýjanlegum stríðsrekstri í Austur-Evrópu. Reznikov segir að Rússar verði að sæta ábyrgð vegna glæpa sinna. Þá sé sigur Úkraínu ekki aðeins draumur heldur raunveruleiki. Sigur Úkraínu yrði sigur alþjóðlegra laga og reglu og sönnun þess að ríki geti ekki lengur freistað þess að breyta landamærum með valdi. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira
Guardian birti aðsenda grein Reznikov í morgun en hann lét af embætti á dögunum. Reznikov segir Rússa ekki aðeins hafa ráðist gegn einu sjálfstæðu Evrópuríki heldur alheimsreglunni; alþjóðalögum og öryggis- og hjálparstofnunum. „Hvort hinum siðmenntaða heimi tekst að forðast þriðju heimsstyrjöldina veltur á því hvernig aðgerðum Rússa verður svarað og hvernig stríðinu í Úkraínu lýkur.“ Varnarmálaráðherrann fyrrverandi segir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti verði ekki stöðvaður með því að láta Rússlandi eftir hluta Úkraínu. Nefnir hann eftirgjöf Súdetalands til Hitlers í seinni heimstyrjöldinni í þessu samhengi. Málamiðlun nú yrði aðeins til þess að gefa Rússum tækifæri til að ná vopnum sínum að nýju. „Rússland viðurkennir ekki tilvist Úkraínu og úkraínsku þjóðarinnar; markmiðið er útrýming Úkraínu sem ríkis og aðlögun úkraínsku þjóðarinnar,“ segir Reznikov. Þá muni Rússar ekki láta sér nægja að ná Úkraínu á sitt vald, heldur muni þeir halda áfram með óumflýjanlegum stríðsrekstri í Austur-Evrópu. Reznikov segir að Rússar verði að sæta ábyrgð vegna glæpa sinna. Þá sé sigur Úkraínu ekki aðeins draumur heldur raunveruleiki. Sigur Úkraínu yrði sigur alþjóðlegra laga og reglu og sönnun þess að ríki geti ekki lengur freistað þess að breyta landamærum með valdi.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira