Sanna Marin hverfur af þingi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2023 15:37 Sanna Marin á ráðstefnu í London í sumar. EPA-EFE/TOLGA AKMEN Sanna Marin, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, hefur sagt af sér þingmennsku. Sanna, sem hefur setið á þingi fyrir Jafnaðarmannaflokkinn, hefur ráðið sig í starf hjá Stofnun Tony Blair. Sanna sagði í viðtölum við finnska fjölmiðla í dag að hún hefði verið kjörin á þing vegna ákveðinna gilda sinna. Hún segist enn frekar geta þjónað kjósendum sínum í nýju hlutverki. „Ég er auðmjúk og þakklát öllum þeim sem hafa kosið mig,“ sagði Sanna í dag. Hún taldi að fólk skildi ákvörðun sína að halda á önnur mið. Þrátt fyrir góða kosningu Sönnu náði Jafnaðarmannaflokkurinn aðeins 43 þingmönnum í kosningunum í vor. Sambandsflokkurinn var kosningasigur og leiðir Petteri Orpo, formaður flokksins, nýja ríkisstjórn. Sanna sagðist strax eftir kosningarnar ekki vilja verða ráðherra, óháð stjórnarmyndunarviðræðum, heldur sitja sem óbreyttur þingmaður. Þá hafa orðið fleiri breytingar í lífi þingmannsins fyrrverandi sem skildi við eiginmann sinn eftir nítján ára samband. Þá lét hún af embætti formanns Jafnaðarmannaflokksins á landsþingi flokksins um mánaðamótin. Antti Lindtmann, sem gegndi embætti þingflokksformanns Jafnaðarmanna á síðasta kjörtímabili er nýr formaður. Sanna bauð ekki fram krafta sína til endurkjörs. Stofnun Tony Blair, kennd við breska forsætisráðherrann fyrrverandi og stjórnarformann stofnunarinnar, var komið á koppinn árið 2017 en markmið hennar er sagt vera að þróa pólitískar hugmyndir öllum þjóðum heims til hagsbóta. Stofnunin er staðsett í London og er óhagnaðardrifin. „Markmið okkar er að hjálpa pólitískum leiðtogum um heim allan að breyta heiminum fyrir fólkið sitt. Sanna Marin veit nákvæmlega hvernig á að gera það,“ segir Tony Blair í yfirlýsingu. Sanna hyggur ekki á flutning til London. Þó muni mikil ferðalög fylgja nýja starfinu og því hafi ekki verið unnt að sameina þau verkefni þingmennskunni. Finnland Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Sanna sagði í viðtölum við finnska fjölmiðla í dag að hún hefði verið kjörin á þing vegna ákveðinna gilda sinna. Hún segist enn frekar geta þjónað kjósendum sínum í nýju hlutverki. „Ég er auðmjúk og þakklát öllum þeim sem hafa kosið mig,“ sagði Sanna í dag. Hún taldi að fólk skildi ákvörðun sína að halda á önnur mið. Þrátt fyrir góða kosningu Sönnu náði Jafnaðarmannaflokkurinn aðeins 43 þingmönnum í kosningunum í vor. Sambandsflokkurinn var kosningasigur og leiðir Petteri Orpo, formaður flokksins, nýja ríkisstjórn. Sanna sagðist strax eftir kosningarnar ekki vilja verða ráðherra, óháð stjórnarmyndunarviðræðum, heldur sitja sem óbreyttur þingmaður. Þá hafa orðið fleiri breytingar í lífi þingmannsins fyrrverandi sem skildi við eiginmann sinn eftir nítján ára samband. Þá lét hún af embætti formanns Jafnaðarmannaflokksins á landsþingi flokksins um mánaðamótin. Antti Lindtmann, sem gegndi embætti þingflokksformanns Jafnaðarmanna á síðasta kjörtímabili er nýr formaður. Sanna bauð ekki fram krafta sína til endurkjörs. Stofnun Tony Blair, kennd við breska forsætisráðherrann fyrrverandi og stjórnarformann stofnunarinnar, var komið á koppinn árið 2017 en markmið hennar er sagt vera að þróa pólitískar hugmyndir öllum þjóðum heims til hagsbóta. Stofnunin er staðsett í London og er óhagnaðardrifin. „Markmið okkar er að hjálpa pólitískum leiðtogum um heim allan að breyta heiminum fyrir fólkið sitt. Sanna Marin veit nákvæmlega hvernig á að gera það,“ segir Tony Blair í yfirlýsingu. Sanna hyggur ekki á flutning til London. Þó muni mikil ferðalög fylgja nýja starfinu og því hafi ekki verið unnt að sameina þau verkefni þingmennskunni.
Finnland Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira