Næsti forseti Mexíkós að öllum líkindum kona Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2023 15:50 Þær Xóchitl Gálvez (t.v.) og Claudia Sheinbaum keppa að líkindum um hvor þeirra verður fyrsti kvenforseti Mexíkós á næsta ári. AP Allt útlit er fyrir að næsti forseti Mexíkós verði í fyrsta skipti kona eftir að tveir stærstu flokkar landsins tilnefndu konu sem frambjóðanda sinn. Misrétti og karlremba er þó enn almenn í mexíkósku samfélagi. Morena-flokkur Andrés Manuel López Obrador, fráfarandi forseta, tilkynnti í gærkvöldi að Claudia Sheinbaum, fyrrverandi borgarstjóri Mexíkóborgar, hefði farið með sigur af hólmi í leiðtogakjöri flokksins. Hún verður því frambjóðandi flokksins í kosningum sem fara fram 2. júní á næsta ári. Þar með var ljóst að tvær konur ættu að líkindum eftir að bítast um forsetastólinn því Xóchitl Gálvez leiðir Breiðfylkingu Mexíkó, kosningabandalag stjórnarandstöðuflokka, í kosningunum. Stofnanavæddi byltingarflokkurinn (PRI) sem fór með völdin í Mexíkó í sjötíu ár samfleytt til 2000 er einn flokkanna sem á aðild að breiðfylkingunni. Gálvez er óháður öldungadeildarþingmaður sem vinnur með íhaldsflokknum Þjóðaraðgerðaflokknum á þingi. Bæði Sheinbaum og Gálvez segja að Mexíkó sé tilbúið fyrir kvenforseta en að leiðin verði ekki auðveld. Konum í valdastöðum hefur fjölgað í Mexíkó á undanförnum árum, meðal annars vegna kynjakvóta í stjórnmálum. Kyndbundið ofbeldi er hins vegar mikið og fjöldi kvenna er myrtur vegna kynferðis síns, að sögn AP-fréttastofunnar. Karlremba er sögð afar útbreidd í landinu. Af frambjóðendunum tveimur er Sheinbaum talin sigurstranglegri eins og sakir standa. Morena-flokkurinn er við völd í 22 af 32 ríkjum Mexíkó og López Obrador forseti nýtur almennra vinsælda. Mexíkó Jafnréttismál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Sjá meira
Morena-flokkur Andrés Manuel López Obrador, fráfarandi forseta, tilkynnti í gærkvöldi að Claudia Sheinbaum, fyrrverandi borgarstjóri Mexíkóborgar, hefði farið með sigur af hólmi í leiðtogakjöri flokksins. Hún verður því frambjóðandi flokksins í kosningum sem fara fram 2. júní á næsta ári. Þar með var ljóst að tvær konur ættu að líkindum eftir að bítast um forsetastólinn því Xóchitl Gálvez leiðir Breiðfylkingu Mexíkó, kosningabandalag stjórnarandstöðuflokka, í kosningunum. Stofnanavæddi byltingarflokkurinn (PRI) sem fór með völdin í Mexíkó í sjötíu ár samfleytt til 2000 er einn flokkanna sem á aðild að breiðfylkingunni. Gálvez er óháður öldungadeildarþingmaður sem vinnur með íhaldsflokknum Þjóðaraðgerðaflokknum á þingi. Bæði Sheinbaum og Gálvez segja að Mexíkó sé tilbúið fyrir kvenforseta en að leiðin verði ekki auðveld. Konum í valdastöðum hefur fjölgað í Mexíkó á undanförnum árum, meðal annars vegna kynjakvóta í stjórnmálum. Kyndbundið ofbeldi er hins vegar mikið og fjöldi kvenna er myrtur vegna kynferðis síns, að sögn AP-fréttastofunnar. Karlremba er sögð afar útbreidd í landinu. Af frambjóðendunum tveimur er Sheinbaum talin sigurstranglegri eins og sakir standa. Morena-flokkurinn er við völd í 22 af 32 ríkjum Mexíkó og López Obrador forseti nýtur almennra vinsælda.
Mexíkó Jafnréttismál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Sjá meira