Freista þess að tryggja að nafn Trump rati ekki á kjörseðla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. september 2023 09:12 Gera má ráð fyrir að fleiri áþekk mál verði höfðuð en flestir telja ólíklegt að þau muni skila jákvæðri niðurstöðu. AP/Evan Vucci Sex kjósendur í Colorado í Bandaríkjunum hafa höfðað mál til að freista þess að koma í veg fyrir að nafn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda, nái inn á atkvæðaseðilinn í ríkinu fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Kjósendurnir fara fram á að dómstóllinn í málinu komist að þeirri niðurstöðu að Trump sé ekki kjörgengur sökum framgöngu sinnar í aðdraganda uppþotsins við þinghúsið í Washington 6. janúar 2021 og á meðan það stóð yfir. Biðla þeir til dómstólsins að útrýma óvissu hvað þetta varðar. Umræða hefur aukist um kjörgengi Trump síðustu vikur, ekki síst eftir að tveir íhaldssamir lagaprófessorar færðu fyrir því rök í grein í ágúst síðastliðnum að framganga Trump jafngilti uppreisn eða byltingu (e. insurrection). Trump hvatti bæði stuðningsmenn sína og Mike Pence, þáverandi varaforseta, til að gera það sem í þeirra valdi stæði til að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Joe Biden eftir nýafstaðnar forsetakosningar. Six voters filed a lawsuit seeking to keep Donald Trump off Colorado ballots under the 14th Amendment, which says anyone who engaged in insurrection or rebellion against the Constitution after taking an oath to defend it is ineligible to hold office. https://t.co/eJNRTSadoo— The New York Times (@nytimes) September 6, 2023 Sá er hvetur til uppreisnar eða byltingar eftir að hafa svarið þess eið að standa vörð um stjórnarskrá Bandaríkjanna er ekki kjörgengur í forsetakosningum, samkvæmt 14. viðauka stjórnarskrárinnar. Sérfræðingar benda hins vegar á að ekki hafi reynt á umrætt ákvæði á okkar tímum. Útlit er fyrir að reynt verði á kjörgengi Trump víðar en í Colorado en þeir sem höfðuðu málið þar segjast vilja tryggja að rétt kjósenda til að greiða kjörgengum frambjóðanda atkvæði. Sexmenningarnir eru bæði úr röðum Repúblikana og óháðir. Dómstólar sem munu fjalla um kjörgengi Trump þurfa meðal annars að útkljá það hvað telst vera uppreisn eða bylting, hver sé hæfur til að höfða mál er varðar kjörgengi og hver hafi vald til að framfylgja úrskurðinum ef niðurstaðan er sú að Trump er ekki kjörgengur. Flestir telja langsótt að reyna að fella Trump með þessum hætti, enda myndi hann áfrýja óvilhöllum dómum og málið líklega enda fyrir hæstarétti. Þar sitja þrír dómarar skipaðir af Trump. Einnig er mögulegt að málin séu ótímabær, þar sem frambjóðendur hafa ekki enn sótt um að verða settir á kjörseðla ríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Kjósendurnir fara fram á að dómstóllinn í málinu komist að þeirri niðurstöðu að Trump sé ekki kjörgengur sökum framgöngu sinnar í aðdraganda uppþotsins við þinghúsið í Washington 6. janúar 2021 og á meðan það stóð yfir. Biðla þeir til dómstólsins að útrýma óvissu hvað þetta varðar. Umræða hefur aukist um kjörgengi Trump síðustu vikur, ekki síst eftir að tveir íhaldssamir lagaprófessorar færðu fyrir því rök í grein í ágúst síðastliðnum að framganga Trump jafngilti uppreisn eða byltingu (e. insurrection). Trump hvatti bæði stuðningsmenn sína og Mike Pence, þáverandi varaforseta, til að gera það sem í þeirra valdi stæði til að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Joe Biden eftir nýafstaðnar forsetakosningar. Six voters filed a lawsuit seeking to keep Donald Trump off Colorado ballots under the 14th Amendment, which says anyone who engaged in insurrection or rebellion against the Constitution after taking an oath to defend it is ineligible to hold office. https://t.co/eJNRTSadoo— The New York Times (@nytimes) September 6, 2023 Sá er hvetur til uppreisnar eða byltingar eftir að hafa svarið þess eið að standa vörð um stjórnarskrá Bandaríkjanna er ekki kjörgengur í forsetakosningum, samkvæmt 14. viðauka stjórnarskrárinnar. Sérfræðingar benda hins vegar á að ekki hafi reynt á umrætt ákvæði á okkar tímum. Útlit er fyrir að reynt verði á kjörgengi Trump víðar en í Colorado en þeir sem höfðuðu málið þar segjast vilja tryggja að rétt kjósenda til að greiða kjörgengum frambjóðanda atkvæði. Sexmenningarnir eru bæði úr röðum Repúblikana og óháðir. Dómstólar sem munu fjalla um kjörgengi Trump þurfa meðal annars að útkljá það hvað telst vera uppreisn eða bylting, hver sé hæfur til að höfða mál er varðar kjörgengi og hver hafi vald til að framfylgja úrskurðinum ef niðurstaðan er sú að Trump er ekki kjörgengur. Flestir telja langsótt að reyna að fella Trump með þessum hætti, enda myndi hann áfrýja óvilhöllum dómum og málið líklega enda fyrir hæstarétti. Þar sitja þrír dómarar skipaðir af Trump. Einnig er mögulegt að málin séu ótímabær, þar sem frambjóðendur hafa ekki enn sótt um að verða settir á kjörseðla ríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira