Ritdómur um leikrit True North Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar 1. september 2023 19:02 Framleiðslufyrirtækið True North vakti í gær verðskuldaða athygli þegar lögmaður þess skilaði til sýslumannsins á Vesturlandi lögbannskröfu vegna fyrirhugaðra hvalveiða Hvals hf., hér verður ekki tekin efnisleg afstaða til hvalveiða sem slíkra nema að því marki að því sé haldið til haga að undirritaður er andvígur þeim. Tilefni greinarinnar er frekar að fjalla um þessa fjarstæðukenndustu lögbannskröfu í sögu landsins. True North vísar máli sínu til stuðnings aðallega til yfirlýsingar frá 67 (mismiklum) kvikmyndastjörnum þar sem segir að þeir einstaklingar ætli sér að sniðganga Ísland í einu og öllu verði hvalveiðum ekki hætt. Sú ástæða er að fullu leyti skiljanleg. True North hefur ansi mikla og beina hagsmuni af því að halda ráðafólki í Hollywood góðu. Þó leyfir maður sér að velta því upp hvort að lögbannskrafan sé sett fram af hreinni hugsjón eða sjálfsbjargarviðleitni til þess að friða þjakaða samvisku Leonardo DiCaprio, sem getur þá bent á Vísisfréttina, sagt “sko þau reyndu” og hoppað upp í Gulfstream G550 og þeytt sér af stað til lands norðurljósanna og Bæjarins Bestu. True North lætur ekki þar við sitja heldur tekur til ýmis önnur atriði, að dráp hvala dragi úr getu sjávar til kolefnisbindingar, að þriðjungur hvala þjáist að óþörfu, að starfsemi Hvals hf. uppfylli ekki kröfur laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, og loks að vatnsból sem standi fyrir ofan hvalstöð Hvals í Hvalfirði sé í andstöðu við reglugerð um neysluvatn (?!?). Það eina sem þau láta ósagt er að þeim finnst Kristján Loftsson leiðinlegur og með hátt enni, þó er ekki hægt að útiloka að það hafi einnig fengið að fylgja sem ástæða lögbanns. Viðleitni True North til að standa vörð um hagsmuni umhverfisins er aðdáunarverð svo ekki mikið sé sagt. Það yljar manni um hjartarætur að sjá réttsýnt fyrirtæki sem er tilbúið að leggja peninga og orðsporið að veði til að tryggja að hagsmuni náttúrunnar, og að reglugerð um neysluvatn sé fylgt (?!?). Ég tel þó að True North geti gengið enn lengra í átt að nýja markmiði sínu. Ég, rétt eins og þau, vil sjá alvöru, ósjálfselskar aðgerðir sem hafa áhrif. Ég legg því til, séu fyrirsvarsmönnum True North í alvöru umhugað um umhverfið, að þeir geri það umhverfisvænasta í stöðunni, sem er auðvitað að afskrá fyrirtækið og hætta alfarið rekstri þess. Enda hljóta þeir sem aðrir að vita að rekstargrundvöllur þess er byggður á stanslausri einkaþotuumferð um flugvöllinn í miðbænum, og síðan að keyra frægu fólki og drasli upp á fjall og taka myndband af þeim. Höfundur er pescatarian áhrifavaldur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. 31. ágúst 2023 16:58 Vill svör frá Lilju: „Auðkýfingur með sértæka drápsýki“ fái að leggja skapandi iðnað í rúst Katrín Oddsdóttir, lögmaður framleiðslufyrirtækisins True North, segist vongóð um að Alþingi muni geta komið sér saman um breytingar á lögum um hvalveiðar. Hún segist spyrja sig hvort „auðkýfingur með sértæka drápsýki“ eigi að fá að leggja skapandi iðnað á Íslandi í rúst. 31. ágúst 2023 21:04 Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Sjá meira
Framleiðslufyrirtækið True North vakti í gær verðskuldaða athygli þegar lögmaður þess skilaði til sýslumannsins á Vesturlandi lögbannskröfu vegna fyrirhugaðra hvalveiða Hvals hf., hér verður ekki tekin efnisleg afstaða til hvalveiða sem slíkra nema að því marki að því sé haldið til haga að undirritaður er andvígur þeim. Tilefni greinarinnar er frekar að fjalla um þessa fjarstæðukenndustu lögbannskröfu í sögu landsins. True North vísar máli sínu til stuðnings aðallega til yfirlýsingar frá 67 (mismiklum) kvikmyndastjörnum þar sem segir að þeir einstaklingar ætli sér að sniðganga Ísland í einu og öllu verði hvalveiðum ekki hætt. Sú ástæða er að fullu leyti skiljanleg. True North hefur ansi mikla og beina hagsmuni af því að halda ráðafólki í Hollywood góðu. Þó leyfir maður sér að velta því upp hvort að lögbannskrafan sé sett fram af hreinni hugsjón eða sjálfsbjargarviðleitni til þess að friða þjakaða samvisku Leonardo DiCaprio, sem getur þá bent á Vísisfréttina, sagt “sko þau reyndu” og hoppað upp í Gulfstream G550 og þeytt sér af stað til lands norðurljósanna og Bæjarins Bestu. True North lætur ekki þar við sitja heldur tekur til ýmis önnur atriði, að dráp hvala dragi úr getu sjávar til kolefnisbindingar, að þriðjungur hvala þjáist að óþörfu, að starfsemi Hvals hf. uppfylli ekki kröfur laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, og loks að vatnsból sem standi fyrir ofan hvalstöð Hvals í Hvalfirði sé í andstöðu við reglugerð um neysluvatn (?!?). Það eina sem þau láta ósagt er að þeim finnst Kristján Loftsson leiðinlegur og með hátt enni, þó er ekki hægt að útiloka að það hafi einnig fengið að fylgja sem ástæða lögbanns. Viðleitni True North til að standa vörð um hagsmuni umhverfisins er aðdáunarverð svo ekki mikið sé sagt. Það yljar manni um hjartarætur að sjá réttsýnt fyrirtæki sem er tilbúið að leggja peninga og orðsporið að veði til að tryggja að hagsmuni náttúrunnar, og að reglugerð um neysluvatn sé fylgt (?!?). Ég tel þó að True North geti gengið enn lengra í átt að nýja markmiði sínu. Ég, rétt eins og þau, vil sjá alvöru, ósjálfselskar aðgerðir sem hafa áhrif. Ég legg því til, séu fyrirsvarsmönnum True North í alvöru umhugað um umhverfið, að þeir geri það umhverfisvænasta í stöðunni, sem er auðvitað að afskrá fyrirtækið og hætta alfarið rekstri þess. Enda hljóta þeir sem aðrir að vita að rekstargrundvöllur þess er byggður á stanslausri einkaþotuumferð um flugvöllinn í miðbænum, og síðan að keyra frægu fólki og drasli upp á fjall og taka myndband af þeim. Höfundur er pescatarian áhrifavaldur
True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. 31. ágúst 2023 16:58
Vill svör frá Lilju: „Auðkýfingur með sértæka drápsýki“ fái að leggja skapandi iðnað í rúst Katrín Oddsdóttir, lögmaður framleiðslufyrirtækisins True North, segist vongóð um að Alþingi muni geta komið sér saman um breytingar á lögum um hvalveiðar. Hún segist spyrja sig hvort „auðkýfingur með sértæka drápsýki“ eigi að fá að leggja skapandi iðnað á Íslandi í rúst. 31. ágúst 2023 21:04
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar