Einn leiðtoga Proud Boys fær sautján ára fangelsisdóm Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2023 06:40 Í réttarhöldunum baðst Biggs vægðar og sagðist sjá eftir gjörðum sínum. AP Dómstóll í Bandaríkjunum hefur dæmt einn leiðtoga bandaríska hægriöfgahópsins Proud Boys í sautján ára fangelsi fyrir hlut hans í árásinni á bandaríska þinghúsið í ársbyrjun 2021. Þetta er einn lengsti dómurinn sem fallið hefur vegna árásarinnar. Saksóknarar segja hinn 38 ára Joe Biggs hafa verið einn helsta hvatamann árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar 2021, en hann hafði áður verið sakfelldur fyrir að hafa hvatt til uppreisnar og fleiri brot í maí síðastliðinn. Biggs er fyrrverandi hermaður og hafði einnig starfað sem fréttaritari hjá InfoWars, sjónvarpsstöðvar samsærasmiðsins Alex Jones. Í réttarhöldunum baðst Biggs vægðar og sagðist sjá eftir gjörðum sínum. Dómari mat hæfilega refsingu sautján ára fangelsi, en saksóknarar höfðu farið fram á 33 ára dóm. Annar liðsmaður Proud Boys, Zachary Rehl, var í gær dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir hlut sinn í árásinni, eftir að hafa sömuleiðis verið sakfelldur fyrir að hvetja til uppreisnar. Rehl er leiðtogi deildar Proud Boys í Fíladelfíu og sást á myndböndum sprauta ertandi efni á lögreglumenn fyrir utan þinghúsið á meðan á árásinni stóð. Í frétt BBC segir að um 1.100 manns hafi verið handteknir í tengslum við árásina á bandaríska þinghúsið í janúar 2021. 630 manns hafa játað þátt sinn í árásinni og hafa 110 enn sem komið er verið sakfelldir. Stewart Rhodes, stofnandi öfgahópsins Oath Keepers, var í maí síðastliðnum dæmdur í átján ára fangelsi fyrir sinn hlut í árásinni. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Stofnandi Oath Keepers dæmdur í átján ára fangelsi Stewart Rhodes, stofnandi öfgasamtakanna Oath Keepers í Bandaríkjunum, var í gær dæmdur til átján ára fangelsisvistar vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar 2021. Þetta er lengsti fangelsisdómur sem veittur hefur verið vegna árásarinnar. 26. maí 2023 10:27 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Saksóknarar segja hinn 38 ára Joe Biggs hafa verið einn helsta hvatamann árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar 2021, en hann hafði áður verið sakfelldur fyrir að hafa hvatt til uppreisnar og fleiri brot í maí síðastliðinn. Biggs er fyrrverandi hermaður og hafði einnig starfað sem fréttaritari hjá InfoWars, sjónvarpsstöðvar samsærasmiðsins Alex Jones. Í réttarhöldunum baðst Biggs vægðar og sagðist sjá eftir gjörðum sínum. Dómari mat hæfilega refsingu sautján ára fangelsi, en saksóknarar höfðu farið fram á 33 ára dóm. Annar liðsmaður Proud Boys, Zachary Rehl, var í gær dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir hlut sinn í árásinni, eftir að hafa sömuleiðis verið sakfelldur fyrir að hvetja til uppreisnar. Rehl er leiðtogi deildar Proud Boys í Fíladelfíu og sást á myndböndum sprauta ertandi efni á lögreglumenn fyrir utan þinghúsið á meðan á árásinni stóð. Í frétt BBC segir að um 1.100 manns hafi verið handteknir í tengslum við árásina á bandaríska þinghúsið í janúar 2021. 630 manns hafa játað þátt sinn í árásinni og hafa 110 enn sem komið er verið sakfelldir. Stewart Rhodes, stofnandi öfgahópsins Oath Keepers, var í maí síðastliðnum dæmdur í átján ára fangelsi fyrir sinn hlut í árásinni.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Stofnandi Oath Keepers dæmdur í átján ára fangelsi Stewart Rhodes, stofnandi öfgasamtakanna Oath Keepers í Bandaríkjunum, var í gær dæmdur til átján ára fangelsisvistar vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar 2021. Þetta er lengsti fangelsisdómur sem veittur hefur verið vegna árásarinnar. 26. maí 2023 10:27 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Stofnandi Oath Keepers dæmdur í átján ára fangelsi Stewart Rhodes, stofnandi öfgasamtakanna Oath Keepers í Bandaríkjunum, var í gær dæmdur til átján ára fangelsisvistar vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar 2021. Þetta er lengsti fangelsisdómur sem veittur hefur verið vegna árásarinnar. 26. maí 2023 10:27